Mánudagur, 6. febrúar 2012
AMX vaktin LOL
Kostulegasta færsla AMX hingaðtil.
Ég hvet ykkur að horfa á myndbandið sem er eitt findnasta myndband sem fyrirfinnst á netinu. Þar er sagt að ESB mun eigna sér sigur á silfrinu þegar ESB þjóðin Frakkland fær gullið.
Þetta er með ólíkindum :)
Svo segir AMX að ESB krefst þess að ESB fánin sé á búningunum ÁSAMT fáni landsins sjálfs. En þetta er ákveðin ályktun á ESB þinginu þar sem ríkin eru hvött til þess. Að krefjast og hvetja er ekki það sama. AMX er að ljúga að þjóðinni. Þeir segja KREFJAST og vitna í frétt sem segir HVETJA.
AMX síðan er með ólíkindum og núna fyrst hafa þeir misst allan trúverðugleika.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sælir strákar.
Mér finnst nú gjörðin nokkuð sú sama, það er að gera sérstaka ályktun þar sem ríkin eru hvött til þess að setja ESB fánan á íþróttabúninga landsliða sinna. Það styttist bara í það að það verði gefin út tilskipun um að þetta skuli ávallt vera með þessum hætti, til dýrðar og upphafningar þessu stjórnsýsluapparati !
Þeir hafa nú þegar sektað Háskóla í Bretlandi sem hafði þegið smáræðis vísindastyrk frá ESB, vegna þess að eftirlitsmenn ESB höfðu komist að því háskólinn flaggaði ekki ESB fánanum við höfuðstöðvar sína og aðrar helstu byggingar.
Svo er það í raun alls ekki ESB sem hefur greitt þessa styrki út eins og einhverja sérstaka ölmusu. Þessir fjármunir hafa ekki dottið af himnum ofan fyrir þeirra tilverknað. Nei þvert á móti að þá er það Breska þjóðin sjálf sem hefur greitt fyrir alla þessa styrki og gott betur, sem þeim eru síðan að hluta til veittir aftur til baka af hálfu ESB.
En Bretar greiða reyndar margfaldlega meiri fjármuni inn í sjóði Sambandsins en þeir nokkru sinni fá til baka í svona vafasömum og óskilvirkum ölmusustyrkjum, sem fylgja svo alls konar kvaðir.
Hégómi og húmbúkk eru helstu einkenni allrar stjórnsýslu þessa vonlausa apparats !
Hvað verður næst?
Munu kannski helstu menntastofnanir ESB ríkjanna þurfa að hafa myndir af þeim kumpánum Von Roumpoy og Barrasso helstu silkihúfum ESB Ráðstjórnarinnar upp á vegg í öllum skólastofum í gullramma, að viðlögðum sektum !
Þessi hégómi og ráðstjórn þessa sjálfsupphafna ESB valdaapparats í Brussel minnir mann með hryllingi alltaf meira og meira á húmbúkkina, hræsnina og skurðgoðadýkun Ráðstjórnar Sovétríkjanna sálugu !
Gunnlaugur I., 6.2.2012 kl. 11:55
Þú hefur ekki hugmynd um "hvað styttist í"
Og okkur er alveg sama hvað þú heldur að sé "næst"
En að öðru leyti er það mjög gott mál að ESB er að styrkja menntun og rannsóknir í aðildarríkjum sínum. Þó að ríki sé svokallaður Nettó greiðandi.
En ég er sammála um að evrópuþingið á ekki að skipta sér af íþróttaliðum. En það breytir því ekki að bæði myndbandið og færslan á AMX er áróður og lýgi.
Svo eru nei sinnar að kvarta yfir áróðri frá ESB. AMX (NEI sinnar með meiru) stunda grímulausann áróður og þvælu
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2012 kl. 12:50
Sjálfur skil ég ekki af hverju ESB er að pæla í þessu. Einhverjum fánum á landsliðum. Er ekki eitthvað annað sem þau eiga vera að spá í ??
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2012 kl. 14:59
Nei ég er ósammála ykkur að það sé mjög gott mál að ESB apparatið sé að véla um það hverjir og hverjir ekki fái úthlutað styrkjum í atvinnulífinu til þróunarmála, vísinda eða rannsókna í aðildarríkjunum og skiptir þá engu hvort að ríki eru nettó greiðendur eða þau fátækari sem að eru kannski oftar að fá heldur meira til baka en þeir greiða inn.
Vegna þess að þetta er handónýtt og óskilvirkt system á styrkjakerfi og í heild eru ríkin að fá mun minna til baka en þau greiddu inn vegna þess hvað kerfið er rándýrt og þungt í vöfum.
Þetta kerfi er mjög kostnaðarsamt bæði vegna þungglammalegs regluverks og margra óskilvirkra sérfræðingaráða í Brussel sem þurfa að fjalla um málin, af mis mikilli þekkingu og eru oftast í órafjarlægð frá þeirra skrifborðum.
En einnig fyrir þá fjölmörgu sem að sækja um þessa styrki.
Því að stærsti hluti umsækjendanna fær aldrei neina styrki en þeir eyða engu að síður jafnt og hinir örfáu styrkþegar gríðarlegum fjármunum í sérfræðinga, lögfræðinga og endurskoðendur við að fylla út og ganga frá umsóknunum sem svo engu skila nema vonbrigðunum og sóun fjármuna og mannafls.
Allt of mörg dæmi eru líka um að þessum fjármunum sé ákaflega illa varið og allskonar spilling og misnotkun á almannafé sem á sér stað og uppvíst hefur orðið um í kring um þetta kerfi.
Auk þess skekkir svona óskilvirkt styrkja og ölmusukerfi að mörgu leyti samkeppnishæfni og skilvirkni atvinnulífsins og mismunar fólki og fyrirtækjum sem til lengri tíma litið er mjög slæmt mál og dregur úr skilvirkni og krafti atvinnulífsins og hinns skapandi og frjálsa framtaks.
Afhverju haldið þið til dæmis að um meira en áratuga skeið hafi ESB svæðið verið lægsta hagvaxtarsvæði heimsins og auk þess líka mesta atvinnuleysis svæði heimsins og dregst alltaf sífellt lengra aftur úr.
Allar 10 ára hagvaxtar áætlanir ESB Ráðstjórnarinnar í Brussel hafa ekki reynst pappírsins virði og í raun ekki hótinu skárri en 5 ára áætlanabúskapur Sovétríkjanna sálugu.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 15:08
Ertu á móti því að styrkja menntun og rannsóknir? Það er þá þín skoðun.
En þetta kerfi er ekki þunglamalegt miðað við hinn kostinn þ.e að hafa 27 ríki og allir með sína sérfræðinga og ráðgjafa að skoða styrki og menntun.
Þarna erum við með eitt kerfi og þar af leiðandi aðgang að bestu sérfræðingum í evrópu... þetta er skilvirkt. En ekki óskilvirkt einsog þú heldur fram. Auðvitað næst betri árangur þegar þjóðir vinna saman en í sitthvoru lagi.
En svona styrkir eru að styrkja samkeppnishæfnina þ.e með því að auka menntun og rannsóknir þá er verið að styrkja samkeppnishæfinina. En ekki vekja.
En það er vissulega erfitt að gera langtímaákvarðanir. Hvernig tókst langtímaákvarðanir Íslendinga með að vera fjármálamiðstöð??
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2012 kl. 15:49
http://www.visir.is/island-verdi-althjodleg-fjarmalamidstod/article/200551118037
Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2012 kl. 15:50
Það væri mun hagkvæmara fyrir lítið en öflugt þjóðfélag eins og Ísland að sjá um þessi mál sjálf og auka fjármagn til menntunar og rannsókna og þá meira almennt en til einhverra sértækra gælu dýra verkefna, sem alltaf orkar tvímælis og mismunar og skekkir samkeppnishæfni fólks og fyrirtækja.
Það yrði mun ódýrara og skilvirkara og vænlegra fyrir okkur og myndi nýtast okkar þjóðfélagi betur.
Þessir Sjóðsstjórar og ölmusurágjafar í Brussel, eru nú engir heilagir kórdrengir og hafa nú marg sýnt af sér algjöra fákunnáttu og einnig verið staðnir að verki við að útdeila styrkjum til glæpsamlegra skúffufyrirtækja þar sem þeir fá svo sjálfir hluta styrkjanna í sinn vasa eftir krókaleiðum.
Ég er algerlega á móti því að þurfa að senda fjármuni þjóðarinnar fyrst til Brussel og fá svo kannski helming af þeim til baka í formi ölmusu, eftir geðþótta þessa skrifræðis liðs sem þar vélar um peninga og völd, án þess að þjóðin geti þar nokkuð haft um að segja.
Auk þess myndum við sökum mikilla þjóðartekna okkar alltaf þurfa árlega að greiða miklu meira inn í þetta sjóðs spillingar apparat þeirra en við gætum nokkurn tíman vænst að fá út úr því í formi þessara ölmusustyrkja frá ESB !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 16:53
Það er einfaldlega mun hagkvæmari að gera þetta á sameiginlegum vetvangi. Afhvejru er verið að sameina ráuðneytin? Til að auka hagkvæmni.
Stærðarhagkvæmni er staðreynd. Því er ekki að neyta.
Svo er ekki minni spilling á Íslandi þegar kemur að gæluverkenum. Sagan sýnir þar. Sérhagsmunir eru sterkir á Íslandi og mun betra að það sé tekin skynsamleg ákvörðun um þetta hjá sameiginlegum stofnunum og með umsóknum þar sem hagsmunatengslin skipta ekki.
Þú vilt kannski meira af þessu http://www.dv.is/frettir/2011/6/11/sturla-beggja-vegna-bords/
En þó að við verðum nettó greiðendur þá mun almennngur og heimili á íslandi fá það margfallt til baka.. bara vegna vaxtakostnaði.
http://eyjan.is/2012/01/31/slaandi-munur-a-vaxtakostnadi-islenskra-heimila-og-evropskra-segir-asi/
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2012 kl. 17:02
Að segja að stærðar hagkvæmni sé alltaf til bóta er mýta sem stenst ekki neina skoðun. Afhverju þá ekki að sameina Afríku og Evrópu undir eina sameiginlegqa stjórn með einum stórum Ríkissjóði.
Þetta ESB apparat er allt of stórt til þess að geta haft einhverja ítar þekkingu á hagsmunamálum Íslands.
Auðvitað er spilling á Íslandi eins og í öllum löndum, hún er þó ekkert í líkingu það sem svona kerfisbákn eins og ESB ala af sér þar sem eftirlitsleysð og samtryggingin blífur númer 1, 2 og 3.
Auk þess hef ég búið í ESB ríkjum í meira en 6 ár og ég fullyrði að spilling, mútuþægni og glæpir eru víðast hvar miklu mun meiri og alvarlegri og víðtækari en á Íslandi.
Hvernig stendur t.d. á því að í ESB og EVRU ríkinu Ítalíu skuli glæpasamtök eins og Mafían sjálf vera orðið stærsta viðskiptaveldi landsins.
Afhverju hefur ESB stjórnsýsluapparatið ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningum sínum samfleytt í nær 20 ár.
Jú af því að endurskoðendurnir segjast ekki getað kvittað uppá þessa stanslausu fjármólaóreiðu og sóun, þar sem þeir telja að tugir milljarða EVRA hafi horfið út úr reikningum Sambandsins án nokkurra eðlilegra eða haldbærra skýringa !
ESB stjórnsýsluapparatið eykur bara möguleika óvandaðra stjórnmála- og embættismanna í aðildarlöndunum til þess að komast á óheiðarlegan hátt upp með að komast í matarholur spillingarinnar !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 18:27
@Gunnlaugur
Það er komin reynsla á íslenska Háskólarannsóknarsamfélagið. Hvernig gekk þeim að gagnrýna útrásina og bankana? Skrifaði Tryggvi ekki þessa frábæru skýrslu um stöðugleika bankanna á vegum Háskólans?
Hvernig væri að gefa nú öðrum séns. ESB?
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2012 kl. 18:57
íslendingar m.a stúdentar hafa notið ESB styrkja og "prógrömm" í fjölda ára. Ég nefni dæmi ERASMUS prógrammið. En það prógramm hefur gefið þúsundum íslendinga tækifæri til að taka hluta af námi sínu erlendis án þess að greiða aukarlega ásamt rausnarlegum ferðarstyrk.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2012 kl. 19:22
Það var alveg nákvæmlega sama meðvirknin upp á teningnum í háskólasamfélagi annarra ríkja á Vesturlöndum, nákvæmlega sami sofanda hátturinn og gagnrýnisleysið.
Til dæmis á Írlandi þar sem alllt banka- og húsnæðisbóluhagkerfið hrundi, sama má segja um Bretland, Danmörku og Spán og mörg fleiri ESB ríki.
Það er ekki eins og ERASMUS prógrammið sé einhver óafturkræf náttúru auðlind sem detti rétt si svona af himnum ofan fyrir tilstilli EES eða ESB. NEi takk Ísland borgar þessa fjármuni alla inní kerfið í gegnum EES samninginn og meira að segja gott betur en það, þannig að það er bara tekinn aukahringur á þessu fjármagni.
Við gætum allt eins gert þetta beint sjálfir sem námsstyrki í gegnum ágætt námsmannalánakerfi sem við höfum við lýði og heitir Lánasjóður íslenskra námsmanna. Hvernig íslenska ríkið stendur að menntunarmálum sínum og aðstoð við námsmenn er með því albesta sem þekkist í Evrópu og við gætum enn bætt það kerfi án þess að ESB eða EES þyrfti að koma þar nokkurs staðar nálægt.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 19:41
Gunnlaugur, hvernig er lánum eða "launum" til nemenda háttað í þeim löndum sem við miðum okkur oftast við?
Bara að spyrja, því þú virðist vita það.
Stefán (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 06:32
Gunnlaugur. Flest evrópuríki veita námsmönnum sínum styrk. En hér veitir ríkisstjórnin nemendum verðtryggt lán sem þú þarft að greiða uppí topp.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2012 kl. 08:31
Gunnlaugur, ég ætla ekki að fara að snúa þér til stuðning við ESB.
Það virðist vera svo að mörg ríki í Evrópu sem við berum okkur saman við hafa betra menntakerfi og styðja betur við nemendur í námi.
Einnig hvað varðar heilbrigðiskerfi. Ég hef verið á spítala í Sviss og Þýskalandi og svo á Íslandi. Ísland var í þriðja sæti.
Það þarf samt sem áður ekki að merkja að Ísland er slæmt.
Annað er að þetta tvennt sem ég taldi upp, þ.e. heilbrigðis og menntamál hefur ekkert með ESB að gera heldur ákvarðanir ríkisstjórna þessara landa. Þannig að segja að ESB sé svona gott er ekki alveg rétt.
Við vitum báðir að ESB er ekki næst við himnaríki. Enda skil ég ekki trúboðið í kringum ESB á Íslandi. Það byggir á engu nema líkum og óskhyggju en ekki á staðreyndum.
Ég styð aðild Íslands að ESB. Getur verið að ég horfi öðruvísi á ESB vegna þess að ég kynntist því fyrst í Þýskalandi og viðhorf Þjóðverja til ESB er kanski annað þar en annars staðar í Evrópu vegna tveggja styrjalda sem Þjóðverjar hafa hafið í Evrópu á síðust öld.
Stefán (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 10:55
ÞAð er skrýtð hvað esb-sinnar nenna að velta sér uppúr drullunni...
Kanski þeir þurfi styrk til að ransaka hversvegna fók allmennt í löndum esb er að verða andsnúið esb apparatinu, jafnvel vilja að sitt þjóðríki komi sér útúr sambandinu.
Það var samt gaman að sjá líka einn harðasta stuðningsmann inngöngu Póllands í esb setja fram efasemdir sínar varðandi inngönguna í esb. Þetta gerðist nýlega. Ekki er hann alskostar sáttur við þennan ráðahag eftir að hafa reynt hann á eigin skinni og pólsku þjóðarinnar.
Andstaðan eykst innan sambandsins við esb. Á meðan eru nokkrir hottentottar hér á skerinu sem vilja landi og þjóð svo illt sem að þröngva okkur inní þetta esb apparat spillingar og lýðskrums.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 7.2.2012 kl. 11:20
Ég bloggaði um 10 menntuðustu þjóðir heims
Tvær helstu niðurstöður:
-Ísland er ekki á listanum
- Aðeins 2 ESB þjóðir á listanum, og hvorug á topp 5.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2012 kl. 13:32
Legg til að við könnum hvað Kanada, Ísrael og Japan séu að gera í menntamálum og hafa það sem leiðarvísir fyrir framtíðina
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2012 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.