Amx fer rangt með (aftur)

http://www.amx.is/fuglahvisl/18011/

Þeir segja:

"Smáfuglarnir muna vel þegar Jóhanna Sigurðardóttir barðist fyrir, og fékk í gegn, hækkun á hámarkslánum Íbúðarlánasjóðs. Þetta hafði stórfelldar afleiðingar í för með sér og kom af stað eignabólu á íslenskum fasteignamarkaði."

 

Þetta er rangt. Það var Framsóknarflokkurinn sem fékk þetta í gegn eftir kosningar 2003, 90% íbúðalán. Þeir settu þetta sem skilyrði við samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 

Það var á þeim tímapunkti sem hin mikla eignabóla fór af stað á íslenskum fasteignarmarkaði.

 

Mig grunar samt að smáfuglarnir viti allt um þetta. Þeir hafa bara áhuga að slá ryki í augu fólks.

kv

 

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

S&H. Ætla að klína minni athugasemd hér við öðru bloggi ykkar.

Brasilía er illa statt, og engin þörf af elta þá neyð í blindni. ESB á sér bæði dökkar og ljósar hliðar. Það er heildarmyndin sem skiptir öllu máli. Og ekki bara fyrir Ísland, heldur allt ESB-ruglkerfið, sem enginn þekkir haus né sporð á!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.2.2012 kl. 00:40

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Anna

Þvi fleiri athugasemdir, því betra.

En þessi bloggfærsla tengist ekki ESB á neinn hátt að mínu mati. En annars ágætispunktur svosem hjá þér.

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 3.2.2012 kl. 01:36

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Anna, Ástandið í Brasilíu er mun betra en það hefur verið. Efnahagurinn er á uppleið, og þeir hafa staðið sig ágætlega efnahagslega séð.

Brasilía er einnig fullur aðili að USAN, og það hjálpar öllum ríkjum í Suður Ameríku efnhagslega. Þetta er örlítið minna samband en ESB í fjölda íbúa núna. Innan þessa sambands búa 387 milljónir í dag, en innan ESB rétt um 504 milljónir frá og með 1. Júlí 2013.

Þessi ríki eru að skipuleggja sameiginlega gjaldmiðil eins og evruna. Þó má reikna með að verði allavegana 10 til 20 ár áður en hann kemur fram á sjónarsviðið fyrir alvöru. Þar sem mörg vandamál þarf að leysa áður en þetta verður að veruleika.

Eina svæðið þarna sem ekki er hluti af UNSAR er Franska Gínea, en það er hluti af Frakklandi og þar að leiðandi í ESB.

Jón Frímann Jónsson, 3.2.2012 kl. 03:35

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eina kosningaloforðið Framsóknarflokksins var 90% húsnæðislán.

Framsóknarflokkurinn var með fylgi niður við frostmark þangað til þeir herjuðu á unga fókið með 90% húsnæðislánin sín.

Ég man þetta vel og ég var tvítugur á þessum tíma.... sjónvarpsauglýsinign var svona:  Hjón voru að horfa á sjónvarpið og heyrðu í unglinginn ríða í næsta herbergi. Hjónin settu fram hneikslissvip og svo kom

"VÆRI EKKI BETRA AÐ VERA Í ÞÍNU EIGIN HÚSNÆÐI"

Unga fólkið beyt á agnið og Framsóknarflokkurinn náði í fjölmörg atkvæði útá þetta rétt fyrir kosningar. En það er ekki að sjá að Framsóknarflokkurinn sé með nokkuð samviskubit að hafa ýtt unga fólkinu á Íslandi í skuldarfen.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 3.2.2012 kl. 08:47

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En það er ánægjulegt að kapparnir í AMX viðurkenna að 90% húsnæðislánin var valdur að hruninu.

Það er fyrsta skref.

Svo skoðum við bara hver var við völdin á þesum tíma.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 3.2.2012 kl. 08:50

6 identicon

Jóhanna barðist fyrir þessu, framsókn framkvæmdi það. Hinsvegar skiptir það ekki máli því þessi 90% regla hafði afar lítil áhrif á eignabóluna. Jafnframt reglunni um hugsanlegt 90% lán var þak á heildarupphæðina sem gerði það að verkun að 90% lán voru undantekning. Oftast var veitt 60-75% lán. Undantekningarnar voru ungt fólk sem voru að kaupa sína fyrstu ibúð sem var lítil og ódýr. Alveg eins og stefnt var að.  Getur verið Sleggja að þú sért haldin sömu meinsemdinni og þeir sem þú ásakar þ.e. að vilja slá ryki í augun á fólki í pólítískum tilgangi?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 09:47

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stefán.

Kapparnir í AMX segja sjálfir að þetta var mikill skaðvaldur og olli hruninu. Og þeir drengir eru ekki þeir fyrstir sem kenna meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins um hrunið.

En það er fínt að þeir viðurkenna þetta loksins. Skrímsladeildin, SUS og náhyrðin.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 3.2.2012 kl. 10:22

8 identicon

@stefán

ég er óflokksbundinn og enginn pólítiskur tilgangur hér á þessari bloggsíðu.

Ég trúi vel að það var veitt 60-75% lán til fólks sem var að kaupa aðra íbuð, stækka við sig. osfrv. Þá var gamla ibuðin kannski sett uppí.

En ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbuð notuðu þessi lán einsog þú segir, og ekki nóg með það. Heldur tóku 100% lán frá einkabönkunum.

http://www.visir.is/kb-banki-bydur-upp-a-100-prosent-lan/article/2004411060326

Þar var nú aldeilis veisla

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 14:33

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Óskylt efninu. En dettur einhverjum með fulle femm að vitna í eða velta fyrir sér steypunni sem kemur frá mykjuhaugnum, AMX ?

hilmar jónsson, 3.2.2012 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband