Mjög langsótt tenging hjá Kristjáni.

Það er greinilegt að sumir gera allt til þess að láta málið niður falla. Það er beytt öllum brögðum. Og veruleikurinn skiptir greinilega engu máli. Það er allt tjaldað til.

hvells


mbl.is Landsdómsmál auðveldar málsókn ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm, er ekki með sömu rökum hægt að segja að staða okkar fyrir ESA styrkist til mikilla muna verði Geir sýknaður (sem stuðningsmenn hans segja að sé borðleggjandi)?

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 18:59

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nákvæmlega Sigurður.

Svo er skrítið að heyra í fólki sem vildi hafna Icesave vera hræddir um niðurstöðu dómstóla. Átti þetta ekki að vera alveg pottþétt mál? "Löglausar kröfur Breta og Hollendinga"

Ef þetta er svona "löglaust" mál.. við hvað eru þá menn hræddir?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2012 kl. 19:13

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef beðið eftir þessu útspili. Hélt það myndi koma mun fyrr. Icesavetrompið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.1.2012 kl. 19:42

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er enn einu sinni reynt að snúa orsök og afleiðingu á hvolf.

Rétt orsakaröð:

  • ESA dæmir Ísland brotlegt => vegna atvika í stjórnartíð Geirs
  • ESA dæmir Íslandi í vil => þá skiptir Icesave engu í þessu samhengi

Hér er líka enn og aftur horft á allt of þröngt sjónarhorn. Hið víðara samhengi er að sama hvaða niðurstöðu EFTA dómstóllinn kemst að þá hafa Bretar þegar meðhöndlað Ísland sem það væri brotlegt. Hvort sem það var með réttu eða röngu, þá er ríkisstjórn Geirs sú eina á lýðveldistímanum sem hefur áunnið sér þann sess að vera sett á lista með hryðjuverkasamtökum. Útilokað er að meta orðsporsáhrifin af þessu til fjár, en á móralska mælikvarða er þetta sennilega lægsti punktur lýðveldissögunnar. Hvort það skapar réttarfarslega ábyrgð Geirs er svo ekki okkar heldur dómstóls að úrskurða, burtséð frá skoðunum okkar.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2012 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband