Þriðjudagur, 31. janúar 2012
Ögmundur dregur dylgjurnar til baka.
Ögmundur viðurkennir mistök. Hann hefur verið að ljúga að þjóðinni um ESB. Þetta hafa fleiri verið að gera en Ögmundur er eini sem hefur beðist afsökunnar. Nú skulum við bíða eftir fleirum. T.d ungu bændum sem hafa logið á þjóðinni um að Íslendingar verða sendir í ESB herinn.
NEI-sinnar hafa samt tekið þessum umælum fagnandi. En það er óvíst hvernig þeir bregðast við þessari afsökunarbeðni Ögmundar.
Það er líka skondið að hann hafi valið Fréttablaðið fyrir birtingu á þessu bréfi. Ekki Moggann einsog seinast
hvells
![]() |
Ögmundur biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Athugasemdir
Ögmundur dregur ekkert til baka heldur endurorðar það á þann máta að það fólk sem varð sannleikanum sárreiðast geti ekki nýtt þetta sem frekara kúgunartól í sínum annarlega pólitíska tilgangi.
Ellert Júlíusson, 31.1.2012 kl. 11:08
Það gæti verið rétt mat hjá þér Ellert
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2012 kl. 11:17
Bíddu, getur ekki eins verið að við séum að ljúga því að Íslendingar muni EKKI vera kvaddir í ESB herinn, þ.e.a.s. ef Ísland gengur í Evrópusambandið?
Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og það hefur verið stefnt að því leynt og ljóst undanfarin ár að ESB her verði að raunveruleika...
Íslendingar fá enga (alla vega ekki langtima) sérsamninga varðandi sjávarútveg og/eða landbúnaðarmál frekar en aðrar þjóðir sem hafa staðið í samningaviðræðum. Af hverju ættu Íslendingar að verða undanskildir því að gegna herþjónustu hins nýja "föðurlands"? Veist þú kannski meira en hinir, verður ESB herinn skipaður málaliðum eingöngu?
Hvernig getum við þá verið fullvissir um að ungu bændurnir hafi ekki rétt fyrir sér
Sölvi Fannar Viðarsson, 31.1.2012 kl. 11:34
Það er rétt Sölvi. Íslendingar verða sendir í ESB herinn og svo mun ESB ræna silfrinu af "strákunum okkar" í leiðinni.
http://www.youtube.com/watch?v=wqYTeIrZ-gE
ESB þjóðin Frakkland vann reyndar gullið en það er annað mál
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2012 kl. 12:22
Ég sé heldur ekki hvernig Ögmundur er að draga neitt til baka.
Geir Ágústsson, 31.1.2012 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.