Grikkir og sjálfstæðið.

Grikkir eru búnir að kúka í buxurnar. Sá sem fær 70% niðurfellingar skulda en getur samt ekki borgað að sínum lánum er óráðsíumaður.

Álftanes skeit í buxurnar líka og fjárræðið var tekið af þessu liði. Ekki var Álftanes að röfla um eitthvað sjálfstæði. Þeir sáu eftir öllu ruglinu og fóru út í horn og skömmuðust sín. Viðurkenndu að VG kunna ekki að fara með fjármál. Enda var bæjarstjóri Álftanes frá VG þegar mesta ruglið var.

Grikkland hefur tvennt að velja. Fara eftir reglum þeirra sem er að bjarga þeim frá gjalþroti.... eða fara í gjaldþrot.

hvells


mbl.is Grikkir gefi ekki eftir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir; Hvellur (og Sleggja) !

Þetta er afar ósmekkleg nálgun, á þeim vanda sem Grikkir eiga við, að etja.

Fyrir það fyrsta; létu þeir narrast inn í efnahags forað (Norður- Evrópa; er rekin á allt öðrum forsendum, en Suðurhluti þessarrar nágranna álfu okkar) ESB, án nokkurra möguleika á, að standast Iðnaðarþjóðir Norðursins.

Síðar; gerðust Þjóðverjar og Frakkar, fremstir í flokki, einhvers konar vopna moksturs manna, til Grikklands; allsendis, að nauðsynjalausu, þar sem Grikkir eiga ekki í útistöðum við neinn, þessi árin, nema Makedóníu menn, hugmyndafræðilega - og svo skyldir þú Hvellur, muna allt það þýfi, frá Fornaldartíma Grikkja, auk Gulls Konungsríkisins Gríska, sem bæði Þjóðverjar og aðrir á Vesturlöndum, liggja á, þó ekki hafi hátt farið.

Vitaskuld; eiga Grikkir að taka upp sína Drökmu á ný - og segja sig frá Brussel skrifræðinu, hið allra fyrsta.

Eins; og ég hefi bent á áður, eiga Grikkir mun meiri samleið í dag, með ECO ríkjunum - Fríverzlunarbandalagi Mið- og Suður Asíu ríkja, heldur en þessum gírugu Evrópu ríkjum, sem nú véla um örlög, þessa, eins elsta menningarríkis Evrópu.

Með kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 14:01

2 identicon

Gaman að lesa komment frá manni með mikla vitneskju. Takk Óskar.

Annars hljómar þessi söngur frá Grikkjum frekar kunnuglega. Og þá frá Íslandi.

sleggjan (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 14:39

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þessi svokallaði vandi sem grikkir eiga við að etja... skrifast á þeirra sjálfa. Engan annan.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.1.2012 kl. 16:52

4 identicon

Sælir; á ný !

Hvellur !

Lestu þér betur til; um Evrópska sögu - fyrr; og nú.

Eftir; að Grikkir losnuðu undan helzi Ósmana (Tyrkjasoldáns), á öldinni 19., áttu þeir að hafa alla möguleika, til þess að spjara sig, á eigin forsendum.

En; þar sem Hernaðarleg ásælni NATÓ, í Suðaustur- Evrópu - og síðar ESB; efnahagslega, stuðluðu að þeirri samþjöppun Grikkja, með Vestur löndum, sem varð á seinni hl. 20. aldar, var ekki von, á neinu góðu, úr þeirri áttinni.

Vitaskuld; hefðu Grikkir getað snúið sér, til trúbræðra sinna Rússa, eftir fall Sovétríkjanna 1991, ef út í það væri farið - og hefði verið þeim farsælast, líklegast.

Sleggja !

Þakka þér sömuleiðis; yfirlesturinn.

Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband