Veik rök á Austurlandi.

Þeir nefna einungis menntamál og sjúkrahúsþjónustu.

Austfyrðingar sem stunda nám í Háskóla Íslands eru ekki að keyra/fljúga daglega á milli. Fólk fer til RVK og verður þar alla önnina. Einnig er fjölda fólks sem búa á Keilir/Keflavík og nota sér fría rútu sem er á milli Háskólans og Keilis/Ásbrú.

Er það fólk ekki tekið í myndina? Einnig eru fjöldi fólks á landsbyggðinni sem stunda nám á Keilir og fer það svæði stöðugt vaxandi. Það er mun ódýrara fyrir Keilisfólk að fá innanlandsflug í Keflavík og spara sér bensínkostnað til Reykjavíkur. 

Svo er fólk á Landsbyggðini sem þarf að fara til útlanda reglulega. M.a vegna heilbrigðisþjónustu eða menntunar. Þeir spara sér mikinn pening að geta lent í Keflavík frá innanlandsflugi og svo geta þeir labbað uppí Leifstöð og flogið út.

 Þessir kappar í framkvæmdaráði þurfa að finna mikið betri rök.  En þau eru vanfundin.

Flugvöllurinn mun fara til hagsbótar fyrir höfuðborgina og landið allt.

hvells


mbl.is Afsalar sér hlutverki höfuðborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu varlega með sleggjuna.

Til er veikt fólk sem þolir beinlínis ekki langt ferðalag, ekki gera lítið úr því.

Úr því þarf fyrst að leysa.

Fullfrískir geta átt sig.

Leibbi (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 13:59

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það fólk sem eru hvað veikastir og með sjaldgæfa sjúkdóma þurfa yfirleitt að fara erlendis (USA, Svíþjóð) til að fá lækningu.

Fyrir þau væri best að færa flugvöllinn til Keflavíkur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 14:05

3 identicon

@ Leibbi

Fyrirgefðu, en geturu gefið nánari skýringar hvað þú ert að tala um nákvæmlega?

sleggjan (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 14:08

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Held hann viti það ekki sjálfur

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 14:16

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er eitthvað að því að gera nýjan stað að höfuðborg á ca. eitt hundrað ára fresti?

Það er ekkert lögmál að höfuðborgin sé sú sama um aldir.  Hvernig var með Þýskaland, örfá ár síðan þeir breyttu um höfuðstað.

Benedikt V. Warén, 25.1.2012 kl. 16:29

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekkert að þvi.

Smá óhagræði. Og dýrt.

En ef menn vilja eyða pening í eitthvað svoleiðis þá er um að gera að stofna stjórnmálaflokk með þetta mál á dagskrá og sjá hvort það er lýðræðislegur vilji til að gera þetta.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 17:33

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvaða óhagræði?

Benedikt V. Warén, 25.1.2012 kl. 17:58

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er ohagkvæmt að flytja höfuðboegina a tiu ara fresti. Það ser hver maður.

En ef það tapar enginn og allir vinna þa ættir þu að vekja athygli a þessu og þetta hlytur þa að fljuga i gegnum þingið.

Hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 18:45

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hver annar en þú hefur fjallað um að flytja höfuðborgina á tíu ára fresti?

Þú fjallaðir um óhagræði, en svarar ekki spurningu minni.

Benedikt V. Warén, 25.1.2012 kl. 19:04

10 identicon

það er alveg greinilegt að baugssleggjan er í 101 elítunni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 20:54

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er enginn kostnaður að flytja höfðuborg annað. Það er bara ákveðið að t.d. Akureyri sé höfðuborgin (bærinn) og málið dautt.

En ég skil ekki af hverju það ætti að gera það?

Annars elska ég að fara út á land. Landsbyggðin rokkar =) Mjög vingjarntlegt og frábært fólk (þó það sýni sig kannski ekki hér í kommentum)

Kveðja

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 21:41

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Síðuhaldarar eru frá landsbyggðinni þannig að þetta er ekki nákvæmt mat hjá honum Kristjáni.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 23:24

13 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvellsprakk??  Allt loftlaust??

Benedikt V. Warén, 25.1.2012 kl. 23:25

14 identicon

Þetta er svo heiftarlega þunnt hjá þér Hvellur. En þér tekst það ómögulega, að toppa Jón Frímann í heimsku og bulli!!!! Þetta eru svo sem skemtiatriði í sjálfu sér, ekki má vanvirða það...

Rekkinn (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 23:30

15 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er Hvells eins og Gílsi Marteinn Baldursson og Hjálmar Sveinsson, með athyglisbrest og skilja ekki rökin á bak við ítrekuð rök sem hafa verið lögð fram í þessu máli.  Fjalla aftur og aftur um hluti sem eru ekki í neinu sahengi við íslenskan veruleika.

Benedikt V. Warén, 25.1.2012 kl. 23:35

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Erum reyndar báðir upphaflega af landsbyggðinni.

Erum í ykkar liði =)

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2012 kl. 00:58

17 Smámynd: Benedikt V. Warén

Nú hefði verið gott að hafa aðaðsjúkrahús landsmanna í Keflavík, þá gætu Reykvíkingar fundið á eigin skinni hver "þægindin" eru við að þurfa að treysta á Reykjanesbrautina í tilfelli veikinda eða slysa.

Benedikt V. Warén, 26.1.2012 kl. 09:00

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rekkinn.

Þegar fólk tekur stórt uppí sig þá er lágmark að rökstiðja það hvert menn eru að fara.

Annars fellur ummælin niður sem dauð og ómerk.

 En annars hefur Gísli Marteinn og Hjálmar ítrekað komið með mjög góð rök fyrir því að flugvöllurinn skal fara úr vatnsmýrinni (ekkert endilega til keflavíkur). Þessir tveir einstaklingar hafa skarað frammúr í pólítik þegar kemur að rökum og skynsemi. Þeir eru alveg lausir við raus, loft og lýgi einsog Vígdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar og fleiri lofthanar. Þeir eiga að taka Gísla og Hjálmar til fyrirmyndar.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2012 kl. 10:46

19 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvells.  Þessi athugasemd þín kemur úr hörðustu átt.  Þú rökstyður illa það sem þú bloggar um og svarar ekki framkomnum athugasemdum.  Líttu í eigin  barm drengur.

Benedikt V. Warén, 26.1.2012 kl. 10:49

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er alls ekki þannig. Í bloggfærslunni minni nefni ég ýmis rök sem styður mitt mál.  T.d sú staðreynd að margir nemar Háskóla Íslands búa í Keflavík/Keilir. Svo sú staðreynd að margir þurfa að fara erlendis til þess að sækja heilbrigðisþjónustu.

Ég birti hér bloggið aftur í heildsinni:

Veik rök á Austurlandi.

Þeir nefna einungis menntamál og sjúkrahúsþjónustu.

Austfyrðingar sem stunda nám í Háskóla Íslands eru ekki að keyra/fljúga daglega á milli. Fólk fer til RVK og verður þar alla önnina. Einnig er fjölda fólks sem búa á Keilir/Keflavík og nota sér fría rútu sem er á milli Háskólans og Keilis/Ásbrú.

Er það fólk ekki tekið í myndina? Einnig eru fjöldi fólks á landsbyggðinni sem stunda nám á Keilir og fer það svæði stöðugt vaxandi. Það er mun ódýrara fyrir Keilisfólk að fá innanlandsflug í Keflavík og spara sér bensínkostnað til Reykjavíkur. 

Svo er fólk á Landsbyggðini sem þarf að fara til útlanda reglulega. M.a vegna heilbrigðisþjónustu eða menntunar. Þeir spara sér mikinn pening að geta lent í Keflavík frá innanlandsflugi og svo geta þeir labbað uppí Leifstöð og flogið út.

 Þessir kappar í framkvæmdaráði þurfa að finna mikið betri rök.  En þau eru vanfundin.

Flugvöllurinn mun fara til hagsbótar fyrir höfuðborgina og landið allt.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2012 kl. 11:44

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gísli gerir skilmerkilega grein fyrir máli sínu í fyrirlestri sem hann hélt víða og endaði í Silfur Egils.

http://www.gislimarteinn.is/

sjá hægramegin á síðunni hans.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2012 kl. 12:23

22 identicon

Hvellur! Þú ert að biðja um rökstuðning á að þú bullir. Greinin þín er meira og minna bull sem hefur margoft verið hrakið. Benedikt hér að ofan hefur hrakið sumt af þessu bulli. Síðan veður þú úr einu í annað í svörum þínum, verður síðan í mótsögn við þig sjálfan. Þetta sjá allir sem eru læsir. 

Kemur ekki meirihluti þeirra sem þurfa að fljúga út á land af höfuðborgarsvæðinu? Er hagkvæmt að senda þá alla í bíltúr til Keflavíkur? Er það ekki svo að flestir sem fljúga utan að landi til Reykjavíkur eiga erindi þangað, en ekki til Keflavíkur? Til viðbótar þessu getur það varla talist hagkvæmt eða eðlilegt að flytja alla þá sjúklinga sem þurfa að komast til lækninga í Reykjavík fyrst til Keflavíkur og aka þeim síðan til Reykjavíkur.

Síðan er ótalin viðskiptin í kring um allan túrismann. Nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara til Reykjavíkur og hafa hana sem sína aðal bækistöð, enda þar margt að sjá og vera við. Reykjavík er og verður aðal þjónustu stjórnsýslu og samgöngumiðstöð landsins um ókomna tíð. Því verður varla breytt. Ferðamenn eiga því stutt að fara til að taka flug, þurfa því ekki að aka til Keflavíkut til þess að taka flug út á land. 

Flutningur flugvallarins frá Reykjavík hefur verið marg rekin með rökum ofan í kok á Gísla Marteini og öðrum galgopum sama sinnis. Síðan er það svo að mál Reykjavíkurflugvallar er langt í frá að vera einkamál Reykvíkinga. Flugvöllurinn er mál allrar þjóðarinnar. Því er beinlínis hlægilegt að hafa látið sér detta í hug að viðhafa íbúakosningu í Reykjavík um hvort hann á að fara eða vera. Flugvöllurinn fer vel í Vatnsmýrinni og á að vera þar með einhverjum breytingum þó sem bætir öryggi og jafnframt skilar þá auknu byggingalandi í nágrenninu. En talandi um byggingaland og vöntun á því hér í Reykjavík. Það er nægjanlegt pláss hér um allar koppagrundir sem betur fer til að byggja. Ef menn vilja endilega byggja í miðborginni eða nágrenni hennar..... Er ekki nægjanlegt pláss upp!!!

Rök eða ekki rök...Það er stóra spurningin.  

Rekkinn (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 13:01

23 Smámynd: Benedikt V. Warén

„Veik rök á Austurlandi“, sýnir einungis hve illa Hvells ert að sér í umræðunni og í því sem áður hefur verið fjallað um þessi mál.  Fellur alveg eins og flís við rass að skoðunum Gísla og Hjálmars.  Hlutfallslega eru fáir, sem eru í námi í Keili, af þeim sem fljúga af landsbyggðinni suður.  Þessi rök eiga því illa við.

Vissulega væri betra að geta gengið beint úr innanlandsflugi innanhúss í millilandaflug, en þessi hópur er samt innan við 10% þeirra flugfarþega sem eru að fara um Reykjavíkurflugvöll.  Þetta eiga borgarfulltrúar að kynna sér áður en þeir koma fram fyrir alþjóð og eru að fjalla um eitthvað sem er viðsfjarri raunveruleikanum.  Ekki síður er það krafa til fréttamanna, að vera undirbúnir að reka slíkt ofan í þá sem bera staðlausa stafi á borð landsmanna í viðtölum og á heimasíðum.  Það er hægt að fara með rangt mál þó það sé skrifað, - dæmin sanna það.

Svona rétt til að hressa þessa umræðu ögn, þá er molbúaháttur kjörinna fulltrúa Reykvíkurborgar algjör.

Það er engin höfuðborg til, sem vill gera sig gildandi meðal íbúa lands síns, sem ekki hefur aðal járnbrautarstöðina í miðborg sinni.  Það vita allir að ekkert lestakerfi er á Íslandi, þess vegna er Reykjavíkurflugugvöllur okkar „aðal lestarstöð“, enda tekur flugvöllurinn ekki meira pláss í miðborginni en lestarstöð mundi ella gera ef hún væri til staðar.  Gleymið heldur ekki því, þeir sem selja þjónustuna vilja greiða leið fyrir viðskiptavini sína.  Hvernig var með uppákomuna á Laugarveginum rétt fyrir jólin?  Voru borgarfulltrúar samstíga verslunareigendum í aðgerðum sínum?  

Hjámar  Sveinsson kýs að líta fram hjá þessu og ber m.a. Tempelhof fluvöllinn í Berlín saman við Reykjavíkurflugvöll.  Þar samþykktu íbúar Berlínar nýlega í atkvæðagreiðslu, að láta loka honum.  Ekki upplýsti nefndur fulltrúi borgarinnar að í Berlín eru fleiri flugvellir.  Það hentaði ekki áróðri hans.  Þar að auki er í Berlín lestarstöðin í miðborginni, eins og í öðrum alvöru höfuðborgum, sem er stjórnað af alvöru borgarfulltrúum.

Smá að öðru.  Nýlega var vígt stórhýsi við höfnina,  sem aldrei mun standa undir sér.  Þar var krafa borgarinnar að ríkið kæmi myndarlega að verkefninu, ekki eingöngu við hönnun og byggingu hússins, heldur mun um alla framtíð þurfa að veita rekstrarstyrki í þetta verkefni. 

Það á að reyna að lokka allskonar atburði og ráðstefnur inn í húsið.  Þessi starfsemi hefur fram að þessu verið sinnt af einkaaðilum viðsvegar um borgina.  Nú á þetta opinbera apparat  að vera í bullandi samkeppni við alla þá starfsemi sem fyrir var í borginni.  Hvernig verður það tæklað gagnvart samkeppnislögum?  Hvað heitir slík ríkisstyrkt samkeppni?

Hvað munu margir sækja atburði í þetta hús árlega?  250.000 íslendingar?  500.000 íslendingar?  Hver veit?

Um Reykjavíkurflugvöll fara 500.000 manns árlega, flestir af landsbyggðinni og/eða þeir sem landsbyggðarmenn þurfa að greiða farið undir.  Þar má ekki byggja mannsæmandi flugstöð.  Það er ekki verið að biðja um fjármuni borgarinnar í það verkefni, eingöngu sanngjarna meðhöndlun.  Slóðaháttur kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar nær þar nýjum hæðum. 

Það er er dálítið sérstakur þakklætisvottur sem Borgarstjórn sýnir okkur landsbyggðarmönnum, svo ekki sé meira sagt, sem tökum þátt í því að borga niður sukkið við höfnina og það hvort sem okkur líkar það betur eða verr.  Ofan í kaupið á ekki á að auðvelda okkur, landsbyggðartúttunum, að berja herlegheitin augum öðru vísi en  gegn enn meiri þóknun við að lengja leiðir í musterið.  Svo tekur ríki og borg til sín um 75% þeirra tekna sem til verður á landsbyggðinni. 

Í stað þess að færa höfuðborgarréttin annað, væri þá ekki hægt að taka upp nútímaleg vinnubrögð.   Ættu landsbyggðamenn ekki að hafa atkvæisrétt í Reykjavík, þegar kosið er í sveitastjórnarkosningum?  Er þetta ekki höfuðborgin okkar?  Eigum við aðeins að greiða til borgarinnar án þess að hafa nokkuð um það að segja hvernig eða hver stjórnar henni?

Nenni ekki enn einu sinni að benda á enn eitt  verkefnið, þ.e. nálægðina við hátæknisjúkrahúsið.  Ítrekað er búið að benda á öryggisþáttinn.   Þeir skilja hlutina hvort eð er mun betur  gömlu símastaurunum í Loðmundafirði, en samtals allir ráðamenn Reykjavíkurborgar og ritsjórar þessarar síðu.

Benedikt V. Warén, 26.1.2012 kl. 13:36

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

rekkinn

Það eru margir frá RVK sem fljúga útá land. Og öfugt. En það má ekki gleyma þeim gríðarlega fjölda Íslendinga sem fljúga erlendis á hveru ári. Það eru mun fleiri Íslendingar sem fljúga í millilandaflugi heldur en innanlandsflugi. Tölur sanna það. Það er mjög hagkvæmnt fyrir landsbyggðina að fljúga beint til Keflavíkur. Spara bensínpening í þennan 50km akstur.
Vissulega er flutningur flugvallarins til Keflavíkur ekki eintóm hamingja. Þessi aðgerð hefur sína kosti og galla. Að mínu mati mun fleiri kosti. Þá er ég að tala um skipulagsmálin í Reykjavík. Það er engin hagkvæmi í því að byggja alltaf austar og austar í Reykjavík. Svo keyrir fólk í miðbæjinn til að vinna og svo aftur til baka á hverjum degi. Að þétta byggð í RVK spara þúsundir kílómetra í akstri Reykvíkinga og milljarða í gjaldeyrissparnað. Miklu meir sparnaður en þessu örfáu sem þurfa að keyra brautina til kef.
Svo er ekki nauðsýnlegt að færa völlin til Keflavíkur. Ég er opinn fyrir aðrar lausnir.
Þetta með túrista rök er dálitð furðuleg. Ef ferðamenn vilja fljúga útá land þá er mun styttra fyrir þá að fljúga beint frá Leyfstöð heldur en að keyra til RVK.
Það kemur Reykvíkinga við hvað verður um flögvöllin. Það eru þeir sem þurfa að eyða 30-40mín að keyra til og frá vinnu... á 20km hraða á morgnanna og síðdegis. Þetta er svipaður tími og að keyra til Keflavíkur. Það hefur enginn hnekkt rökum Gísla Marteins. Það er bara þannig. Vissuelga hefur fólk komið með ýmis sjónarmið. Það er ekkert svar réttari en annað. Þegar öllu er á botni hvolft þá er ekkert rétt né rangt í þessu. Bara mismunandi skoðanir. Og við erum greinilega ósammála með þetta atriði.

p.s það er frekar ómaklegt að tala illa um Jón Frímann. Hann er ekki hér til að verja sig og því var þetta skot frekar ógeðfellt að mínu mati. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2012 kl. 21:57

25 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Benedikt

Stór ástæða fyrir að samgöngur eru lélegar í RVK  m.a ekkert lestakerfi er vegna þess að þær borga sig ekki. Það þarf að þétta byggðina. RVK hefur verið skipulögð með einkabílinn í huga. Það þarf að breyta því strax... það er í rauninni of seint en það er hægt að lágmarka skaðann með því að byggja t.d í vatnsmýrinni.
Það er allavega enginn flugvöllur í Miðbæ Berlinar. Ég hef nokkrum sinnum farið til Berlin og sá aldrei flugvél í lágflugi fyrir ofan Brandenburg hliðið.
Harpan er klúður að mínu mati. Húsið átti að vera mun minna í smiðum. En góðærisgræðgin a la 2007 réð völdum.
Svo er dálítið skondið að þeir sömu sem vilja flugvöllin á sama stað eru þeir sömu sem eru æfir yfir því að byggja nýja sjúkrahúsið í miðbænum. Þeir vilja færa sjúkrahúsið mun austar.. einvherstaðar hjá gravarholtinu. Það tekur ekki nema 50-60mín að keyra frá vatsmýrinni uppí grafarholt á „rush hour“


hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2012 kl. 22:06

26 identicon

Rvk má ekki verða eins og USA stórborg. Bílaborg

sleggjan (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 00:49

27 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvells.  Þú ættir að koma þér inn í borgarstjórn.  Þú værir fínn þar.  Skilur ekkert í samgöngumálum og botnar ekkert í því að það fylgja kvaðir að vera höfuðborg. 

Ítrekað hefur því verið haldið fram í umræðunni að það sé "aðeins" um 45 mínútur að aka frá Keflavíkurflugvelli niður í miðbæ Reykjavíkur. Nú allt í einu segir þú að það sé um "50-60 mín" að aka Vatnsmýrina-Grafarholt. 

Var að benda á að vegna þess að ekki eru lestir á Íslandi, þá þurfum við að líta á aðra sambærilega þjónustu, - sem er flugið.

Tempelhof flugvöllur og Tegel eru álíka langt frá miðbæ Berlínar, um tólf kílometrar og á Schönefeld er um tuttugu kílometrar akstur.  Þú tékkar betur á þessu sjálfur, næst þegar þú ferð til Berlínar

Landspítalinn við Hringbraut er besta sjúkrahús Íslendinga núna, og landsbyggðamenn þurfa að hafa greiðan aðgang að honum, ekki bara Reykvíkingar.  Taktu eftir, þetta er Landspíalinn, ekki Reykjavíkurspítalinn. 

Að rjúka í að byggja "monster" utan um þá starfsemi núna er bara galið.  Væri ekki einnig nær, miðað við vísindalega úttekt þína á fjarlægðinni milli Vatnsmýrarinnar og Grafarvogs, að nýr spítali væri byggður nær Grafarvogi?

Þú áttar þig ekki á því að Reykjavík á ekki eingöngu að vera peninga-ryksuga sem sýgur allt fjármagn til sín og öll opinber störf.  Þú hefur greinilega þá skoðun að það sé landsbyggðarinnar að taka þátt í kostnaði.  En svo telur þú að það sé fráleitt að það komi landsbyggðarmönnum nokkurn skapaðan hlut við, hvernig þeir, sem hafa tekið þátt í að borga fyrir bixið, eiga svo að nálgast þjónustuna sem þeir voru þáttakendur í að koma upp og eru að greiða fyrir.

Þú slærð ítrekað fram fullyrðingum, sem engar innistæður eru fyrir, og áttar þig ekki á því hvað aðrir eru að fjalla um.  Sem sagt þú hefur ákveðið að loka  þig inn í þínum litla kassa og heldur svo að það sé allur heimurinn.

Ég álít að þú sért ekki rugludallur og því skil ég ekki hvers vegna þér er svona mikið í mun að láta aðra halda að þú sért það. 

Benedikt V. Warén, 27.1.2012 kl. 10:17

28 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það tekur hátt upp í klukkutíma að keyra frá miðbæ til grafarholt á "rush hour"... en um hádimma nótt þegar það er engin umferð þá tekur það kannski korter.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2012 kl. 11:14

29 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvells.  Ef þú, Gísli Marteinn og Hjálmar víðsýni náið ykkar fram, að rústa flugi í Vatnsmýrinni og eruð búnir að koma enn meiri umferð á Reykjanesbrautina en nú er, hvað tekur það þá margar mínútur að aka á milli?  Er það ennþá bara  45mín?

Benedikt V. Warén, 27.1.2012 kl. 15:59

30 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í framhaldi flutnings flugvallarins þarf að stórefla samgöngu milli KEF og RVK. T.d tvöfalda brautina alla leið.

Jafnvel lestarferðir.

Árni Sigfússon var að virða hugmyndir um "subway" undir faxaflóann og beint til rvk.

Sú lestarferð þarf ekki að taka meiri tíma en 10-15mín.

En þetta er kannski óraunhæft. En gaman að velta þessu fyrir sér.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2012 kl. 16:43

31 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvells.

Væri ekki nær að bæta ferðirnar í Grafarvoginn.  Það eru margfalt fleiri sem ferðast þar á milli, en fara af landsbyggðinni með flugi til Reykjavíkur á leið til útlanda.

Það er búið að athuga hvað "subway" kostar og það eru ógnvænlegar tölur. 

Mannstu færsluna hér að ofan, - það eru ekki lesir á Íslandi.

Færsla þín #25.  "Stór ástæða fyrir að samgöngur eru lélegar í RVK  m.a ekkert lestakerfi er vegna þess að þær borga sig ekki."

Þú ert ofslalega fljótur að fara í hringi, - væri hægt að virkja þennan viðsnúning hjá þér?

Niðurstaða: Best að hafa flugvöllin í Vatnsmýrinni.

Benedikt V. Warén, 27.1.2012 kl. 17:04

32 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

 Ok

Ég sannfærðist. 

Best að hafa völlin í Vatnsmýrinni allavega þangað til aðrar betri lausnir koma uppá yfirborðið.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2012 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband