Sunnudagur, 22. janúar 2012
Ólafur var klappstýra útrásarvíkingana.
Það er athyglisvert hvað Ólafur er að fá margar undirskriftir. En þetta eru líklega harðlínumennirnir sem skrifa undir strax.
Það er greinilegt að þetta er keppnismál Moggans að auglýsa þessa söfnun. Held að þetta er fjórða fréttin um þetta framtak.
Íslendingar eru fljótir að gleymi.
Rannsóknarskýrsla Alþingis gagngrýndi forsetan mjög mikið og mældi með að forsetaembættið setti siðarreglur. Ólafur vildi það ekki og skammast sín greinilega ekki neitt fyrir að hafa þjónkað útrásarvikingunum. Hann flaug með þeim um heiminn í góðærinu.
Hann gaf útrásarvíkingunum fálkaorðuna. T.d Sigurð Einarsson stjórnarforman Kaupþings.
Svo gaf hann Jón Ásgeir útflutningsverðlaunin árið 2007 vegna Baugs. Það er vandséð hvað Baugur var að flytja út. Og hvar gjaldeyristekjurnar til Íslands koma.
En Íslendingar hafa stungið þessu öllu undir stór a la 2007 og halda með útrásarklappstýrunni..... sem hefur ekki lært neitt af hruninu.
you aint't seen nothing yet
hvells
![]() |
Undirskriftum fjölgar ört |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ólafur sem var með vasana fulla af Fálkaorðum fyrir útrásargosana.
Njörður Helgason, 22.1.2012 kl. 16:27
Ef endurkjör Ólafs Ragnars verður eitt fyrsta sporið sem þjóðin tekur í átt að Nýju Íslandi, þá fæst það staðfest að þjóðin er meira en lítið áttavilt.
.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 16:45
Ólafur hefur neitað að læra af ruglinu. Hann neitar að setja embættinu siðarreglur þrátt fyrir að Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu.
Hann Ólafur er tákn hins gamla Íslands.
Enda eru bara gamlar úrvenda kempur einsog Guðni Ágúst og Ragnar Arnalds sem eru að stiðja drenginn.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 17:10
Hafa þjófar útrásarinnar gert eitthvað fyrir landan? Það sama er ekki hægt að segja um herra Ólaf Ragnar því að hann hefur svo ekki verðum um vilst komið til baka fyrir okkur og virkjað lýðræðið gegn flokksræðinu!
Sigurður Haraldsson, 22.1.2012 kl. 17:56
Það er bara rugl, að vera að skora á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram aftur. Hann ræður þessu sjálfur, punktur og basta!
Hver þykist vita svona mikið um, hvað Ólafur Ragnar eigi að gera eða ekki, og hvers vegna vita þeir hinir sömu það svona gríðarlega vel, að þeir vilja grípa inn í atburðarrásina?
Það er eitthvað óþægilegt við þetta mál, sem ég veit ekki alveg hvað er. Dæmi aðrir svo hver fyrir sig, hvað fólki finnst, því það er skylda hvers og eins að taka óháða afstöðu til allra mála.
Það hefur ekkert með það að gera hvort hann gerði þetta eða hitt, hvenær og hvar, heldur er það bara eðlilegur gangur í málinu, að hann ákveði þetta sjálfur, með öllum sínum göllum og kostum.
Það er eitthvað psyskopatsiskt við þetta stjórnunar-ofríki, sem ég þoli ekki!
Hverslags stjórnunar-árátta er þetta í sumum valdamönnum á landinu?
Hvað veit ég hvað eru margir búnir að skrifa undir? Hvernig get ég vitað að það séu ekki bara 1000 manns sem hefur skrifað undir þennan lista? Nöfn eru ekki einu sinni birt! Að reka svona áróður í fjölmiðlum, til að hafa áhrif á fólk, er ekkert nýtt í hinu svokallaða "lýðræði"!
Nei, nú er komið að Ólafi Ragnari Grímssyni að rjúfa þing og skipa utanþingsstjórn, svo komið verði í veg fyrir að klíkustjórnvöldin siðblindu og fársjúku, fjölgi eða drepi ekki endanlega alla sem hafa verið í röðunum hjá hjálparsamtökunum. Og það í landi, þar sem sagt er að kaupmáttur hafi aukist og bankarnir hafi hagnast? Er ekkert mannlegt eftir í stjórnsýslunni á Íslandi? Er Íslandi stjórnað af sálardauðum vélmennum í bönkunum og lífeyrissjóðunum?
Vaknið, áður en þessi glæpasamtök halda áfram sínum heilaþvotti og ránum!!!!!!!!!
Var það ekki Ólafur Ragnar Grímsson, sem sagði að það væri smánarblettur á þjóðinni, að fólk sveltur og þarf að betla mat? Ætlar hann ekki að gera neitt í því? Hvað er að íslendingum, að gleypa allt hrátt, og skrifa ekki undir á listann: utanthingstjórn.is?
Ábyrgð almennings í lýðveldisríki er gífurlega mikil, og fólk fær það sem það lætur mata sig á, nema það vilji ákveða að mata sig sjálft, og með hverju, samkvæmt sinni eigin einstöku einkaeignar-sannfæringu!
Svo ætti að fá Jóhannes Björn Lúðvíksson til að safna liði til að koma skikk á hlutina, eins og Áshildur Cesil Þórðardóttir stakk uppá fyrir stuttu síðan, og ég er henni hjartanlega sammála!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.1.2012 kl. 18:31
Já það er athyglisvert að nöfnin eru ekki birt.
Ætli Andrés Önd er búinn að skrifa undir?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 19:45
Nýtt Ísland krefst nýs alþingis og nýs forseta, nýrra flokka og nýrra manna og kvenna. ÓRG er hluti af gamla íslandi. 16 ár í embætti er feiki nóg.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 22.1.2012 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.