Miklar afskriftir hjá Grikkjum.

Þetta eru ótrúlega miklar afskriftir.

Hvað ef ríkisstjóður Ísland hefði fengið helmings afslátt af sínum skuldum. Þá hefðum við ekki þurft að ráðast í eins harkalega niðurskurð.

Hvað ef heimilin mundu fá 50% afskrift. Framsóknarflokkurinn fór í kosningabaráttuna 2009 með sína 20% niðurfellingu. Og þóttu margir flokkurinn nokkur róttækur.

Ég vona að Grikkir læra af þessu. En það er spurning hvort það sé hægt að læra af svona miklum afskriftum. Verður það ekki þannig í framtíðinni þegar einhver spyr um eyðslusemi Grikkja eftir nokkur ár þá svara þeir "já þetta er í lagi. við fengum massa afskrift árið 2012. Við byðjum bara aftur um slíkt"

hvells


mbl.is Ná ekki saman um skuldalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað ef heimilin mundu fá 50% afskrift.

Öhhh....

http://bofs.blog.is/users/10/bofs/img/_tlan.gif

Já, hvað ef þessi afskrift kæmi nú fram á efnahagsreikningum heimilanna?

172,5 milljarða hagnaður frá hruni af bankastarfsemi í einhverju versta árferði sem hugsast getur. Hvernig yrði það þá þegar vel árar?

Annað eins sem stofnanafjárfestar hafa grætt á því í gegnum verðtrygginguna þegar matur og aðrar nauðsynjar hækka í verði.

Áttatíu milljarða leifar gjaldeyrisforða sem var hent í Kaupþing til að skera nokkra "snillinga" úr snöru sem þeir höfðu hnýtt sér í Luxembourg.

Tæpra hundrað milljarða beilát peningamarkaðssjóða á kostnað almennings.

Hálf þjóðarframleiðsla af ótryggðum innstæðum sem fjármagnseigendur fengu varðeittar án þess að borga nein viðbótariðgjöld af innstæðutryggingum, hvað þá skatt af ávinningnum.

Næstum önnur hálf þjóðarframleiðsla eða 700 milljarða áfallinn kostnaður skattgreiðenda af einkavæðingu Landsbankans, þeirri dýrkeyptustu í Íslandssögunni en upphaflegt söluverð hans var 25 milljarðar.

Já, hvernig væri nú eitthvað þessu skilaði sér á efnahagsreikninga heimilanna? Ég myndi þiggja það án þess að láta neitt í staðinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 14:01

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því Guðmundur. Það hefði verið gott ef öll heimil hefðu fengið 30-40% afslátt strax.

En svona til upplýsingar fyrir þig þá hafa bankarnir notað mikið af þessu "bili" til þess að leiðrétta erlendu lán einstaklinga og fyrirtækja. Meðaltalsafskriftin er 50%. Þetta eru gríðarlega fjárhæðir sem bankarnir hafa afskrifað nú þegar.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 15:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þú ert að tala um gengistryggðu lánin þá er rétt að halda því til haga að þau voru ekki erlend sem voru í raun veitt í krónum til innlendra aðila. Hinsvegar benda upplýsingar frá Seðlabanka Íslands til þess að bankarnir kunni að hafa bókfært þau sem erlendar eignir og gefið þannig falska mynd af gjaldeyrisjöfnuði ekki bara sínum eigin heldur skekkt með því allar opinberar hagtölur og þannig ekki bara falsað gengi krónunnar, heldur beinlínis verið að falsa erlendan gjaldeyri. Ef rétt reynist væri það líklega stærsti glæpurinn á bak við hrunið, og sá sem hvað undarlegust þögn ríkir um.

Varðandi "leiðréttingu" þessara lána ef það er þá rétt hugtakanotkun þegar verið er að skila ránsfeng, þá er alls ekki rétt að þau hafi verið færð niður um helming. Fjölmargir endurútreikningar slíkra lána hafa komið fyrir augu mín og samkvæmt þeim hafa lánin undantekningalaust hækkað og sum þeirra um allt að helming! Eftir að þessi lán hafa verið endurmetin án verðtryggingar, þá er það stærðfræðilegur ómöguleiki að þau eigi að hafa getað hækka, sérstaklega í þeim tilvikum sem lántakandi hefur staðið í skilum með að minnsta greiðslur sem nema vöxtum af láninu. Aðferðin sem bankarnir nota við að fá þessu útkomu er grófur útúrsnúningur á lagagrein sem á ekki við nema vanskil verði meiri en 12 mánuðir, en í þeim útreikningum sem ég hef séð er þessari höfuðstólsfærsla uppsafnaðra vanskila beitt hvort sem lánið hefur verið í skilum eða ekki.

Það læðist að mér sá grunur að uppgefnar tölur um niðurfærslur gengisbundinna lána (sem koma frá áróðursmaskínunni Samtökum Fjármálafyrirtækja) kunni að innihalda einnig lán sem hafa verið afskrifuð vegna gjaldþrota einstaklinga, og gefi því litla sem enga vísbendingu um raunverulega innheimtu gagnvart þeim sem enn eru að reyna að standa í skilum með þessi stökkbreyttu lán.

Það þarf að taka bankana til ítarlegrar endurskoðunar og róttækrar endurskipulagningar ef það á að takast að greiða úr þessari vitleysu. Það sem gert hefur verið í krafti neyðarlaganna frá 2008 er hvergi nærri nóg og hefur jafnvel sumt verið til ógagns.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 16:14

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vissulega hafa sum lán hækkað. Þau eru reiknuð skv lægst vexti seðlabankans. Þeir vextir voru mjög há á sínum tíma.

Íslensku vextirnir.

En lið sem tók CHF og Jen árið 2007 fá 70-80% afskrift.

Fólk sem tók gengislán 2003-2004 fá ekki mikla afskrift. Jafnvel hækkun. Það er vegna þess að þeir hafa notið lága erlenda vexti mjög lengi.

En lægstu seðlabankavextir eru mun betri en t.d kjörvextir bankana á þessum tíma. Þ.e ef þeir hefðu bara tekið venjuleg isk lán.

Almennt þá lækka lánin um helming. Þegar allt er tekið inn. Hækkanir og svo 70-80% lækkanir. ... þumalputtareglan er 50% lækkun.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband