Laugardagur, 21. janúar 2012
Ólafur fer í framboð ef hann fær 40þúsund udirskriftir.
Ólafur er vinsæll hjá hluta þjóðarinnar það er alveg klárt mál. Hann hefur fengið mikið lof fyrir framgöngu í Icesave málinu. Og eru stuðningsmenn hans Ólafs að finna hjá Heimssýnar liðinu þ.e fólk sem var á móti Icesave og eru á móti ESB.
Guðni Ágústsson hefur sagt að ein aðal ástæðan fyrir að hann vill Ólaf áfram er vegna þess að hann getur barist gegn ESB.
Þessi mikli stuðningur er einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann var klappstýra útrásarinnar. Hann flaug með einkaflugvelum útrásarvíkingana margoft skv Rannsóknarskýrslu Alþingis.
En þessi þjóð er fljót að gleyma.
hvells
![]() |
10.000 undirskriftir á sólarhring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það var klárlega misheppnað hjá honum en hann þó bætti okkur það þó eitthvað upp þegar hann neitaði að leggja þessa fáránlegu skuld á þjóðina.
Kristján (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 22:02
Ólafur var ekki klappstýra "útrásarvíkinga". Forseta landsins ber að styðja við öll erlend viðskiptasambönd sem talin eru koma landi og þjóð vel það tilheyrir embættinu. Það gerði Ólafur eins og honum bar þar til í ljós kom að svik voru í tafli. Það er ekki eins og allir hafi vitað hve stórir skúrkar útrásar glæpadólgarnir voru. Við vitum það núna.
Sólbjörg, 21.1.2012 kl. 23:10
Ólafur hefur yfirleitt reynt að fara eftir vilja þjóðarinnar meðan þingið hunsar raddir hennar. Hann gat ekki spáð fyrir hruninu frekar en flestir aðrir. Þeir einu sem vissu almennilega af því, voru þeir sem ollu því.
Ólafur er fyrirmyndar gestgjafi og andlit íslensku þjóðarinnar, sleipur í ensku og getur snúið á mótstæðinga sína í umræðum með bros á vör.
En að mínu mati á Ólafur skilið hvíld. Hann hefur gert þjóðinni gott á allri sinni valdatíð.
Örn (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 23:13
Sólbjörg er greinilega með fingurinn á hjartslætti þjóðarinnar, ég geri hennar orð að mínum.
Umrenningur, 21.1.2012 kl. 23:24
Frábært svar hjá þér Sólbjörg, það dugar þegar meir en 50 % þjóðarinnar hefur skorað á Ólaf að halda áfram ef það yrði til þess að ríkissjtórnin myndi játa sig sigraða og gefast upp og fara frá, það er fjandi hart að það þurfi að hafa forseta á verði til að gæta hagsmuna þjóðarinnar ganvart ríkisstjórninni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 23:31
Takk fyrir góð orð. Kristján það virðist vera að þjóðin þurfi forsetann til að gæta hagsmuna okkar - og forsetinn þarf á stuðningi þjóðarinnar að halda til að geta framkvæmt. Kæmi ekki á óvart að undirskriftir þjóðarinna verði til þess að ríkistjórnin gefist upp og fari frá eins og þú bendir á, vonandi.
Sólbjörg, 22.1.2012 kl. 00:16
You ain´t seen nothing yet.
Já þessi fleigu orð forsetans lifa lengi. Var hann ekki annars að tala um "afrek" útrásarvíkinganna. Sannleikurinn er nefnilega sá að hann gekk miklu mun lengra en hann hefði átt að gera í því að styðja þetta pakk á sínum tíma.
Maðurinn er ekkert annað en lýðskrumari. Reddað okkur frá Icesave. Ég meina reynið nú að skoða hvað er að gerast. ESA (eftilitsstofnun EFTA) er búið að höfða mál á hendur íslendingum vegna Icesave þar sem ekki hafa tekist neinir samningar um málið. Ég veit alveg að allir "íslendingarnir" telja að við vinnum það mál þetta er svo pottþétt. En ef við skoðum aðeins málið nánar þá er ESA með 90 - 95% árangur í málshöfðunum sínum. Og hver verður staðan ef við töpum. Jú við gætum alveg verið en djúpum skýt og þá meina ég sko að núverandi ástand sé barnaleikur á við það sem við gætum verið dæmd til að borga. Vonandi vinnum við, en það er ekkert öruggt.
Það er löngu tímabært að þessi lýðskrumari sem unnið hefur að því sleitulaust að gabba einfaldann lýðinn til að styðja sig, fari í hvíld. Við þurfum ekkert á Grísnum að halda til að gæta hagsmuna okkar.
Ég skora á ykkur að skoða "afrekaskrá" forsetans í gegnum tíðina, en hún einkennist af athöfnum sem koma Ólafi sem best. Það eru einu hagsmunirnir sem þetta skrípi er að vinna að.
Sigurður (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 00:51
Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar 2007 segir frá að stefnt skuli að því að styðja útrásarstarfssemi íslenskra fyrirtækja. Ráðherrann sem þessi mál og m.a. bankarnir tilheyrðu undir var Björgvin G. Sigurðsson. Hann situr enn á Alþingi.
Ólafur R. Grímsson starfaði í anda stjórnarsáttmálans og trúði eflaust eins og nær öll þjóðin á blekkingu fjárglæframanna.
Jóhannes (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 09:32
you are damned if you don't and damned if you do.
Nóg sagt.
Einar (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 10:56
Það má þó benda á það að Ólafur er líklega sá eini af stjórnsýslunni sem hefur beðist afsökunnar á sínum þætti á þessum hrunárum sem enginn sá fyrir nema blekkingarmeistarar bankanna. Menn gleyma þessu ansi oft.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 22.1.2012 kl. 11:38
Guðmundur. Ólafur vildi ekki einusinni hlugleiða það að setja siðrarreglur fyrir forsetaembættið. Þó að Rannsóknarskýrsla Alþingis sagði að þörf væri á því. Það var nú öll afsökunarbeðnin og vilji til að innleiða hið nýja-Ísland.
En mér lýst vel á Rögnu Árnadóttur. Hún var dómsmálaráðherra. Kemur vel fyrir skörp kona. Með doktor í lögfræði og mundi sóma sér vel á Bessastöðum.
Og svona til gamans þá æfum við saman í Worldclass uppá Nesi. Ragna og vinkona hennar eru þarna öllum dögum með einkaþjálfara. Þannig að Ranga er í þrusu formi líka.
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 13:12
Ég vil taka undir það sem Sólbjörg segir hér að ofan og hef svosem engu við það að að bæta.
Sigurði vil ég benda á að dómstóll sá sem málið fyrir núna hefur það ekki í sínu valdi að dæma Ísland í einhverjar skaðaðbætur. Það þyrfti að gera fyrir íslenskum dómstólum af því að forsetinn setti Icesave í þjóðaratkvæði sem felldi samninginn. Í honum var ákvæði um að höfða mætti málið erlendis.
Landfari, 22.1.2012 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.