Laugardagur, 21. janúar 2012
Ásmundur Einar lýgur að þjóðinni.
Evrópustofan er ætluð að upplýsa Íslendinga HLUTLAUST um kosti OG GALLA ESB. Það er alrangt að hér verði einhverskonar áróður í gangi einosg tíðkast í Heimssýn. En margur heldur mig sig er gott orðartiltæki við þetta tækifæri.
Evrópusambandið bauð þetta starf út og auglýsingastofan Athygli fékk verkefnið. ESB úthýsti (Outsourcing) þessi verkefni til þess að hlutleysið haldist.
Ásmundur Einar kýs að líta framhjá þessu enda hefur hann aðalega áhuga að ljúga að þjóð sinni. Hann leggst mjög látt til þess að berjast gegn ESB. Enda er hann að græða og grilla á núverandi ástandi. Enda rekur hann fyrirtæki til þess að kroppa eitthvað af þessum 11 milljörðum sem fer til landbúnaðarins á hverju ári. Bara þessi atvinnurekstur gerir Ásmund fullkomlega vanhæfan til þess að vera hlutlaus í þessari umræðu. Fyrir utan allar aðrar lygar sem hann hefur verið uppvís að ljúga að þjóð sinni t.d þegar hann sagði að milljarðar færu í umsóknarferlið en sannleikurinn er að Ásmundur ýkir kostnaðinn um 900milljónir.
Þessi drengur er að reyna að ljúga að þjóðinni og er ekki að berjast fyrir hag almennings. Hann vill bara halda áfram að stórgræða á fyrirtækinu sínu á kostnað almennings.
hvells
![]() |
Gegndarlaus áróður ESB" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi grein ykkar er sérstaklega rætinn og hreinn óþverri í garð Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns, bónda og formanns þverpólitískra fjöldasamtaka eins og Heimswsýn er.
Einelti ykkar og beint hatur í garð Ásmundar Einars og íslensks landbúnaðar og fjöldasamtakanna Heimssýn sem er félagsskapur einstaklinga sem berst gegn ESB aðild, hefur margsinnis birst hér áður !
Auðvitað er hér ekkert um einhvern hlutlausa kynningarstarfssemi á ESB að ræða.
Hér er þessu stjórnað af ESB sinnum og þeirra nótum og að fullu greitt fyrir allt heila klabbið af ESB og þetta er ekkert annað en beinn vemmilegur og hégómlegur grímulaus áróður fyrir meintu ágæti ESB helsisins !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 16:47
Ertu nú alveg viss um þetta með gallana...?!?
Eitthvað þykir mér það súr fullyrðing, en það er nú mitt persónulega álit.
Garðar Valur Hallfreðsson, 21.1.2012 kl. 16:48
Hlutlaus kynning ! Um kosti OG GALLA ! Já þabbarasona.
Óskaplega getur sumt fólk verið barnalegt.
Þessi djöfuls maskína ætlar að soga okkur inn með góðu eða illu. Evrópusambandið er frægt fyrir að taka ekki mark á neii, heldur halda áfram þartil fólk gefst upp.
Samstarf þjóða "my ass" hvaða helvítis samstarf er það þegar Mekel og Sarkosy þetta og Merkel og Sarkosy hitt. Eru þið fökking blind.
Árni Árnason (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 16:58
Gunnlaugur. Þó að þér FINNST eitthvað rætið þá er það bara þín skoðun.
Ég er einfaldlega að benda á að Ásmundur hefur verið staðinn að lygum aftur og aftur og hefur mikla hagsmunir að gæta varðandi ESB og hvort hann getur haldið áfram að selja bændum GELDINGATANGIR. Þetta er járntöng sem þú kremur eistun af klaufdýrinu án deifingar.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 16:59
Evrópustofan var úthýst til þess að gæta hlutleysis.
Ef ESB mundi vilja stofna áróðursstofu þá hefði sambandið bara gert þetta sjálfir útfrá sinni eigin skrifstofu.
En svo betur fer er þetta bara staður fyrir almennings sem vilja hlutlausar upplýsingar um ESB.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 17:01
Því miður er hvert einasta orð satt sem Ásmundur segir. Hann er búinn að kynna sér þetta! Það er ég líka búin að gera, og eftir því sem mér sýnist 68% af þjóðinni. Ég hef áhyggjur af fólki sem lætur Samfó mata sig af lygi og kynnir sér ekki staðreyndir á erlendum miðlum.
Getur verið að allir hér á landi sem vilja ganga í ESB lesi aldrei erlenda fjölmiðla?
Ég er sannfærð um að sleggjan og hamarinn er óvita unglingur, því lífsreynd og víðlesin manneskja mundi ekki vera svona blind
Ekki staðhæfa það sem þú hefur ekki kynnt þér. Það væri óaftukallanlegt slys ef við gengjum í ESB og berst væri að rifta Schengen. Ég er meir en hálfrar aldar gömul og hef búið víða og fylgist með erlendum fréttum á ensku og þýsku daglega í áraraðir. Ásmundur er að berjast við svæsnar lygar sem þjóðin er mötuð á af hættulega raunveruleikaskerrtu fólki og ég ráðlegg ykkur að hlusta á hann.
anna (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 17:27
Tek undir með henni "Önnu" hér að ofan.
Það er nefnilega rétt sem að hún segir að "Ásmundur er að berjast við svæsnar lygar sem þjóðin er mötuð á af hættulega raunveruleikaskerrtu fólki"
Rétt hjá Önnu að ráðleggja fólki að hlusta á unga bóndann og skelegga þingmanninn Ásmund Einar Daðason !
Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 18:15
Þið tvö Gunnlaugur og Anna farið bara með einhverjar dylgjur og aumingjaskap.
Afhveru þorið þið ekki að taka umræðuna?
Umræðan er ekki efnahagsástand ESB einsog Anna heldur fram.
Ég er að segja að Ásmundur stundar blekkingar og vitna í heimildir.
Þið getið vitnað í heimildir til þess að véfengja þessi orð mín. Ef þið gerið það ekki þá detta ykkar orð niður sem dauð og ómerk.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 18:26
Þú ert stöðugt að lýsa andstyggð þinni á íslenskri þjóð.
Þetta er óholt fyrir þig og leiðinlegt fyrir fólkið í kring um þig.
þú ættir að skreppa til EVRÓPU og vera þar nokkur ár njóta lýðræðisins og hamingjunnar sem þar blómstrar.
Geldingatangir eru örugglega framleiddar í EVRÓPU. Þú gætir örugglega orðið umboðsmaður.
Snorri Hansson, 21.1.2012 kl. 18:36
Ísland er í evrópu.
Smá upplýsingar fyrir þig Snorri.
Maður þarf að mata þessa NEI-sinna af upplýsingum. Það lítur út fyrir að þeir eru ekki einusinni með grunnskólaþekkingu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 18:55
Snorri, Hvernig væri nú að þú mundir skreppa til Evrópu og prufa að búa þar. Þá mundir þú komast að því þær fullyrðingar sem þú setur fram hérna eru rangar og standast ekki raunveruleikan.
Jón Frímann Jónsson, 21.1.2012 kl. 18:56
Að sjálfsögðu verður þetta áróðursbatterí ESB.Sambandið myndi aldrei moka morðfjé í þetta batterí ef það væri einhver minnsta hætta á því að gallar sambandsins yrðu nefndir í þessari Evrópuáróðursskrifstofu
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 19:01
Það sem ég er að halda fram í færslunni er aðalega fernt.
Ásmundur á fyrirtæki sem flytur inn geldingartangir og aðrar vörur fyrir landbúnaðinn.
Ásmundur hefur staðið að lygum og blekkingum þegar hann segir að Ísland hefur eytt milljörðum í þessa umsókn.
Athygli auglýsingastofa sér um að reka Evrópustofu. Ekki ESB.
Ef þið kverúlantar neitið þessu þá vil ég sjá heimildir. Ekki barnaskap einsog hingað til.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 19:06
Kæru Sleggja og Hvellur.
Þegar að maður hefur ekkert gáfulegt að segja, er stundum betra að segja ekki neitt!
Það er svo betra að passa málfræðina þegar þið eruð að kalla aðra illa hugsandi...sbr. "það lítur út fyrir að þeir eru ekki einusinni með grunnskólaþekkingu" LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞEIR SÉU, er auðvitað hið rétta...eitthvað klikkaði grunnskólinn þarna.
Annars kann ég ykkur vel að meta...þið eruð partur af því heimskulega í tilveruni sem ég get alltaf hlegið af!
Takk fyrir. kv. Andri Sig.
Andri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 19:23
þegar fólk getur ekki tæklað málefnið er ráðist á stafsetninguna.
Ég er ennþá að bíða eftir alvöru mótrökum um málefnið. Ekki eitthvað rugl einsog Andri býður uppá.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 19:31
Sleggjan og Hvellurinn
Þetta er góð grein hjá þér og allt saman rétt.
Friðrik Friðriksson, 21.1.2012 kl. 19:47
Vil benda lesendur á að höfundur kvittar undir hverja bloggfærlsu. "hvells" eða "sleggjan".
Ég tel að þessi Evrópustofa sé langt í frá hlutlaus. Þessi stofa lætur það líta út eins og hún sé hlutlaus sem er versta formið af áróðri. Svipað og þegar LÍÚ er með einn prófessor á launum í Háskóla Íslands sem"hlutlaus". Og þegar Ólafur Arnarson þykist vera "hlutlaus álitsgjafi og bloggari" en er á launum hja föllnum útrásarvíkingum. Íslensk umræða er gegnsýrð af þessu.
Heimssýn fær plús fyrir kladdan að hún þykist ekki vera hlutlaus. Heldur er yfirlýstur andstæðingur ESB.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 19:52
Þessi stofa var úthýst svo hlutleysið mundi ekki skerðast.
Það er óskynsamlegt að dæma stofuna og efni þess án þess að hafa nokkurntíman heimsótt hana og skoðað sem hún hefur fram á að færa.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 19:58
Hún reynir eftir fremsta megni að látast vera hlutlaus. Hef ekki heimsótt hana hérna á Íslandi. En í öðrum ESB löndum þá er þessi stofa stofnuð og hefur hún ekki gætt 100% hlutleysis. Hún stóð meðal annars að auglýsingaherferð með plaggötum þar sem brosandi fólk með stöfunum "yes" fyrir atkvæðagreiðlsu um ESB.
Þetta er svona svipað og þegar hagsmunaaðilar "sponsera" suma prófessori í Háskólum að skrifa greinar sem líta út fyrir að vera hlutlausar.
Annars mun þessi Evrópustofa auðvitað koma fersk inn í umræðuna. En skulum bara muna hver að að gefa hlutlausa almannatengslafyrirtækinu peninga. They dont bite the hand that feeds them. Sama hversu vel umræðan frá þeim lítur út. "outsource" hefur enga merkingu fyrir mig því ég veit hver er að borga outsourcið. En ég gæti haft rangt fyrir mér. Spennandi að fylgast með hvað íslenska Evrópustofan mun gera næstu mánuði
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 20:05
250.000.000 kr. Evrópuheilaþvottastöðvar!
Hef einnig heimsótt þær erlendis
Þakkaði Guði fyrir að vera íslendingur!
anna (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 20:17
Kæru Sleggja og Hvellur.
Það var nú reyndar málfræðin sem ég setti útá en ekki stafsetningin, enda mikill munur á...stafsetningarvillur í móðurmáli fullorðina geta átt sér allskonar skýringar, en málfræðivillur eru yfirleitt vegna heimsku.
það er nú bara þannig að fólk sem ekki hefur tök á tungumálinu, hefur engin tök á málefnum...sbr. skrifin hér fyrir ofan.
Alveg eins og að ég fer ekki til tannlæknis til að ræða bílaviðgerðir, kem ég ekki hingað til að ræða málefni!
kv. Andri Sig.
Andri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 20:17
Andir
Algjör þvæla.
Þú þorir ekki í málefnið vegna þess að þú getur það ekki. Svo einfalt er það.
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 20:24
S&H. Ég er á móti því að ráðist sé á stafsetninguna. Það er ekki málefnanlegt, heldur ber það vott um reiði, og að ná sér niðri á andstæðingnum. Það kemur ekkert gott út frá þannig umræðu. Við verðum öll að reyna að þroskast upp úr því fari.
Ég hélt að Ásmundur Einar væri hættur með þetta fyrirtæki? Er ég svona vitlaus að ég fylgist ekki með. Hann hefur engan tíma til að standa í slíku, á meðan þetta þinghafarís-leikrit er hans vinnustaður. Auðvitað getur fólk ekki verið í fullu starfi utan þings, ef þau eru á þingi. Það segir sig sjálft. Hvort fólk er í einhverjum verkum meðan þing er ekki starfandi, er ekki áhyggjuefni. Sumir nota þá daga til að byggja sig upp við áhugamál sín, sem er viðurkennd aðferð til að ráða betur við verkefnin.
Annars finnst mér heldur þunnt innihald í þessum útskýringum á "hrikalegum" og stórhættulegum göllum Ásmundar Einars. Það er eins og aldrei hafi nokkur maður gerst meira brotlegur en hann, í augum sumra, með ESB-stjörnur (dollaramerki) í augunum? Er það virkilega svo, að hann á skilið allt þetta níð, einungis vegna þess að hann segir satt?
Það er varla meiningin að gera manninn ótrúverðugan fyrir það eitt að vera ekki sammála spillingarelítunni í stjórnsýslunni, lífeyrissjóðunum og bönkunum? Það er ljótt ef satt er. Rógburður bitnar alltaf að lokum á þeim sem er rógberi. Það er mikill munur á rógburði og raunverulegum sannleika.
Sá sem selur geldingatangir er varla ábyrgur fyrir því að ekki séu notaðar deyfingar, ef það er rétt að ekki séu notaðar deyfingar. Ég vona að verðskrá á deyfingarlyfjum, eða einokun dýralækna-kostnaðar, og fátækt bænda sé ekki ástæðan fyrir deyfingarleysi. Þá eru styrkirnir gríðarlegu að fara í eitthvað annað en þeim er ætlað að fara.
Það er víða pottur brotinn í heilbrigðis-okrinu á sjúkum dýrum og sjúkum mönnum á Íslandi. Þar þarf að taka til í stjórnsýslunni á Íslandi, allra lifandi dýra og manna vegna. ESB mun ekki taka til í stjórnsýslunni á Íslandi frekar en í Grikklandi, eða öðrum löndum sem komin eru í þessa stjórnlausu ESB-hít.
Stjórnsýslan er spillt, bæði á Íslandi og í ESB og lýgur hiklaust að almenningi, bæði til hægri og vinstri, og notar suma saklausa einstaklinga til að hjálpa sér við lygarnar hrokafullu. Það er illa gert og ljótt af ESB.
Margir bændur hafa í fjöldamörg ár þurft að vinna með landbúnaðinum, til að hafa efni á og geta starfað við hann. Þess vegna velti ég fyrir mér hvað verður um alla þessa umtöluðu styrki? Þetta þarf að rannsaka á hlutlausan og heiðarlegan hátt.
Með hverra peningum greiðir auglýsingastofan Athygli fyrir starfsmenn sem vinna þar, við þessa "hlutlausu" gagnaöflun og upplýsingagjöf? Hver á fyrirtækið Athygli, og er sá eigandi kannski ekki smávegis vanhæfur til að fjalla hlutlaust um ESB, ef launagreiðslur og annar kostnaður til auglýsingastofunnar Athygli kemur frá ESB?
Ég bara velti því fyrir mér hvaða persóna á að fá gagnrýnina fyrir þeirri vanhæfni, ef svo er? Er kannski enginn einn ábyrgur fyrir einu eða neinu, frekar en í bankaráns-flækjunni, sem enginn veit haus né sporð á? Allt gert til að fela höfuðpaurana? Sama gamla sagan í spilltu og kúguðu stjórnkerfi?
Þurfum við ekki að fara að hugsa sjálfstætt um hvernig við viljum hafa lýðræðið á Íslandi? Ég tek það fram að ég er ekki á móti Evrópubúum, þvert á móti. Ég á vini í Evrópu og finn til með þeim núna, þegar er að koma í ljós að stjórnsýslan í Evrópu er ekkert skárri en annarsstaðar. En ég er á móti einhverjum auðmanna-reknum spillingar-báknum úti í heimi, sem arðræna almenning um allan Evrópu og allan heim.
Það er rétt hjá ykkur S&H, að málnefnanleg umræða er nauðsynleg fyrir fólk sem er með, á móti og hlutlausir í ESB umræðunni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2012 kl. 21:17
Ja, gott að vera með málefnalega umræðu.
I flestum tilfellum er sú raunin hér á síðunni allavega. Þó dansað sé á línunni öðru hvoru :D
sllegja
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 21:49
Takk fyrir S&H.
Ég ætlaði að skrifa athugasemd hjá Kristbirni, en hann leyfir ekki athugasemd úr minni tölvu. Af hverju skyldi það vera? Ætli hann sé hræddur við málnefnanlega umræðu og beitta gagnrýni?
Gott að þið eruð ekki þannig ritskoðarar, af einráðustu stjórnmála-pólitísku gerðinni. Takk fyrir það
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2012 kl. 22:27
Það er enginn í banni hjá okkur.
En við erum bannaðir á nokkrum síðum. m.a. Jón Valur Jensson. Sem er einn af bestu bloggurum á klakanum og gaman er að hafa skoðanir við. Því miður.
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 23:11
Sleggjan og Hvellurinn eru flottir fýrar og ljótt af mörgum sem hér skrifa að tala niður til þeirra. Hvar er virðingin fyrir náunganum gott fólk? Er ekki hægt að ræða þessi esb mál án þess að hæðast og níða niður náungan?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 21.1.2012 kl. 23:20
Auglýsingum er ætlað að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og vitund almennings um það vörumerki sem verið er að markaðssetja. Lesendur verða svo að dæma sjálfir hvenær slíkt flokkast undir kynningarstarf og hvenær undir sölumennsku, en bendi á þetta hér til athugunar:
http://www.evropustofa.is/um-evropustofu/markmid.html
Markmið Evrópustofu er að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB.
Enn fremur: http://www.evropustofa.is/um-evropustofu/starfsemin.html
Evrópustofa er miðstöð kynningar og upplýsinga. Hlutverk hennar er að auka skilning og þekkingu á ESB, þar á meðal kostum og göllum við mögulega aðild.
Athugun á undirsíðum í vefkerfi Evrópustofu leiðir ekki í ljós neitt sem fjallar um galla aðildar að Evrópusambandinu. Leit að orðinu "gallar" í vefkerfinu skilar heldur engum niðurstöðum. Samkvæmt því mætti halda að á Evrópusambandsaðild væru engir gallar, en aftur á móti verða lesendur sjálfir að vega og meta sannleiksgildi þess á móti áróðursgildinu. Aftur á móti er sérstök síða undir flokknum "Fyrir fjölmiðla" tileinkuð því að kveða niður svokallaðar "flökkusögur" sem fjalla á neikvæðan hátt um ESB.
http://www.evropustofa.is/en/fyrir-fjoelmidla/floekkusoegur-um-esb.html
Vissir þú að...
Þess er hinsvegar ekki getið nema neðanmáls að til að fá reikningana samþykkta af endurskoðendum þyrftu þeir að standast 98%. Þess er hvergi getið að Evrópusambandið hefur aldrei fengið reikninga sína uppáskrifaða.
Á yfirlitssíðu um málaflokka er hvergi minnst á efnahags- eða peningamál. Aftur verða lesendur að vega og meta þá ritstjórnarlegu ákvörðun að fjalla alls ekki um meginkjarnann í rökum fyrir aðild Íslands.
http://www.evropustofa.is/frodleikur-um-esb/malefnin.html
Á síðu þar sem eru tenglar á meiri upplýsingar eru sérstakir flokkar fyrir Já- og Nei- samtök, auk einhvers sem heitir "kannski" sem er líklega fyrir óákveðna. Uppstillingin vekur athygli, Já samtök eru sett ofar á síðuna en Nei í stað þess að hafa þau hlið við hlið á síðu sem er einmitt í tveimur dálkum. Undir Já eru talin upp sjö samtök en þrjú undir nei. Hér verða lesendur aftur að mynda sér sjálfstæða skoðun á þeirri ritstjórnarlegu ákvörðun að undanskilja í það minnsta 5-10 sambærileg samtök sem eru alfarið á móti aðild, og væru þar með fleiri en Já samtökin ef listinn væri tæmandi.
http://www.evropustofa.is/frodleikur-um-esb/hlekkir.html
Já hreyfingar
Nei hreyfingar
Og hvað væri *auglýsingaherferð* afsakið kynningarátak án ljósmyndasamkeppni og veglegra verðlauna?
http://www.evropustofa.is/frettir/news-detail/article/ljosmyndasamkeppni-evropustofu.html
Evrópustofa efnir til ljósmyndasamkeppni í tilefni af opnun upplýsingamiðstöðvarinnar. Þema keppninnar er Ísland og Evrópa og eru þátttakendur hvattir til að fanga á mynd hvernig Evrópa og Evrópusambandið birtast í okkar daglega lífi og umhverfi.
„Ísland er hluti af Evrópu og við viljum hvetja fólk til að íhuga hvernig Evrópa birtist okkur í hvunndeginum, hvað sé íslenskt og hvað evrópskt og hvernig þessi tvö hugtök spila saman,“
Verðlaun
1. sæti: Flugferð fyrir tvo til Evrópuborgar að eigin vali.*
2. sæti: Glæsileg Canon IXUS 230 HS myndavél ásamt hulstri.
3. sæti: Hentugur Camlink þrífótur og bakpoki fyrir ljósmyndabúnað frá KATA.

En umfram allt verða lesendur sjálfir að mynda sér skoðun á ESB-aðild, um leið og þeir ljósmynda eitthvað evrópskt á Íslandi auðvitað! ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2012 kl. 23:36
Það er flott að sjá þessa umræðu komna á rétt level. Þessi Evrópustofa er vissulega þarfaþing að mörgu leyti, aðallega vegna þess að vissulega er þörf á umræðu um ESB umsókn Íslands. Góð yfirferð hjá Guðmundi hér að ofan. Ég hef bara eina spurningu, finnst engum athugavert hvaðan fjármögnun stofunnar kemur?
Garðar Valur Hallfreðsson, 22.1.2012 kl. 08:13
Garðar. Ég hef velt því fyrir mér, hvaðan fjármögnunin kemur. Það ætti ekki að vera vandamál að fá sannar upplýsingar um það, ef upplýsinga-auglýsingastofan er að þjóna íslendingum. Hvers vegna er ESB að borga fyrir að auglýsa sig? Þetta eru siðferðislegar spurningar, um hvernig ESB vinnur, og til hvers.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.1.2012 kl. 10:18
S&H. Jón Valur lærir ekkert af þeim sem hann lokar á. Það væri rétt af honum og öðrum að opna aftur. Ég er sammála því að bloggið hans er málnefnanlegt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.1.2012 kl. 10:22
Jón Valur er reyndar búinn að opna á okkur aftur vegna þess að hann hefur gleymt afhveru hann var að blokka okkur í fyrsta lagi.
Guðmundur á hrós skilið fyrir málefnaleg rök í þessu máli. Hann væri betri maður til að vera á þingi í staðinn fyrir Ásmund Einar. Einsog fyrirsögnin gefur til kynna "gengdarlaus áróður esb"
Er ekki betra fyrir þingmann sem vill taka sig alvarlega að tala af skynsemi?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 13:06
Takk fyrir að meta þetta svona, ég lagði nokkra vinnu í samantektina.
Ég tek þessu að sjálfsögðu sem áskorun um að bjóða fram.
En áskil mér þá jafnframt rétt til að beita stundum áróðri sjálfur. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 14:17
haha góður :)
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 15:28
Sleggja og Hvellur.
Þar sem þú hefur einlægan áhuga á geldingum þá get ég frætt þig um ýmislegt í því sambandi. Þegar ég var gutti sá ég hvernig lamb var gelt. Spotti var vafin um punginn og hert að.Pungurinn visnaði og datt af fljótlega.Geldingar voru kallaðir sauðir. Fáum árum síðar vann ég á sænsku svínabúi þar lærði ég að spretta á og eistun spruttu út og skorin af. þetta er gert við nýfædda grísi. Um leið eru vígtennurnar klipptar með sérstakri töng.
Þegar hestar eru geldir er dýralæknir til staðar og hesturinn svæfður. Nöfnin á verkfærunum þekki ég ekki.
Um Geldingartöng. Ég mun athuga markaðinn og láta þig vita hvað ég finn.
Snorri Hansson, 24.1.2012 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.