Þriðjudagur, 17. janúar 2012
Óþægilegt fyrir Sjálfstæðismenn.
Sjálfstæðismenn eru duglegir að klína útrásinni á Jón Ásgeir eða jafnvel kenna Samfylkingunni um hana. En valdaþræðirnir eru augljósir. Kjartan Gunnarsson var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins meðan sukkið var í Landsbankanum og hann var varstjórnandi þegar Icesave var stofnað og komið á laggirnar. En Sjálfstæðismenn reyna einsog rjúpan við stein að kenna Samfylkingunni/VG um Icesave þegar það er greinilegt hver ber höfuðábyrgðina. Kjartan Gunnarsson er tákn um XD og útrásarsukkið.
hvells
![]() |
Stenst ekki skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjóðin hefur beðið eftir kæru á hendur stjórnendum Landsbankans í þrjú og hálft ár.
Loksins er hún komin fram.
Þeir sem veðsettu þjóðina fyrir þúsund milljarða króna hljóta að vera kallaðir til ábyrgðar með einum eða öðrum hætti.
Siggi (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 18:49
Stenst ekki skoðun segir kommissar Íhaldsins, sem hékk í bankaráði Landsbankans eins og ílla gerður hlutir, en hafði ekki vit á einu né neinu.
Meiri rugludallurinn!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 19:06
Það ætti nú líka að taka Davíð Oddsson fyrir, hann tæmdi Seðlabankann með því að lána fjárfestingarbönkum upp á heildina 800 milljarða án þess að mega það.
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 20:05
Að hugsa sér að þessi fæðingarhálfviti hann Kjartan hafi verið í stjórn banka, það er nefnilega svo að Lansbankinn átti aldrei að geta fengið víkjandi lán sem fjárfestingarbanki Tier 1 og fyrir utan það að þá afhverju var Landsbankinn að sækja um lán ef hann hefur haft svona mikinn pening. þessi maður erfði milljarða af föður sínum og glatar þessu öllu í vitleysu. Kjartan má alveg naga í handabakið á sér.
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 20:59
Kjartan var í bankanum til að tryggja talsambandið við Sjálfstæðisflokkinn.
Nánasti samstarfsmaður hans Hanna Birna er nú að berjast fyrir frama í flokknum. Ætli talsambandið gangi ekki í erfðir innan flokksins.
sleggjan (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 23:02
Ég get ekki að því gert, að orkustofnun kemur alltaf upp í hugann, þegar ég sé Kjartan Gunnarsson, og jafnvel líka ESB-daman Hanna Birna Kristjánsdóttir. Hvað rugl er þetta hjá mér? Eru þau tvö eitthvað viðriðin Orku-bruðlið dæmalausa?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.1.2012 kl. 23:29
Jább
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2012 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.