Mánudagur, 16. janúar 2012
Gylfi með góða grein.
Var að lesa fína grein á pressunni eftir Gylfa Arnbjörnsson
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Gylfa_Arnbjornsson/ad-grafa-undan-gjaldmidli-
Ritstjóri Morgunblaðsins er greinilega pirraður yfir því að Alþýðusambandið hefur á undanförnum mánuðum lagt fjárhagslegt og efnahagslegt mat á áhrif íslensku krónunnar á hag landsmanna. Sérstaklega höfum við beint sjónum okkar að ákvörðun stjórnvalda um að fleyta íslensku krónunni í mars árið 2001. Við þær aðstæður stóð þjóðin frammi fyrir ákveðnu vali á fyrirkomulagi gengismála eftir að forsendur þeirrar fastgengisstefnu, sem verið hafði hornsteinn þess stöðuleika sem komst á með gerð þjóðarsáttarsamninganna árið 1990, brustu með miklu gengisfalli krónunnar. Það er einnig vert að minna á það að á þingi ASÍ í október 2000 var samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld voru hvött til þess að hefja undirbúning að því að sækja um aðild að ESB og upptöku evrunnar.
Niðurstaða þáverandi ríkisstjórnar og Alþingis var að taka upp fljótandi gjaldmiðil með verðbólgumarkmiði að hætti stóru hagkerfanna. Engir valkostir voru skoðaðir, ekkert hagsmunamat var framkvæmt, engin umræða varð um málið. Ekkert var hort til þess hvað þessi ákvörðun myndi þýði varðandi stjórn hvorki ríkisfjármála né efnahagsmála yfirleitt. Og það þrátt fyrir að alvarleg mistök í hagstjórn áranna 1999-2001 hafi verið orsök þess að ekki voru lengur forsendur fyrir þeirri fastgengisstefnu sem lagt hafði grunninn að þeim stöðugleika í verðlagi sem náðst hafði áratuginn þar á undan. Þvert á móti var brjóstvitið látið nægja, stýrt að djúpstæðri þjóðerniskennd sem lítið á skylt við ást eða virðingu við þá þjóð sem hér býr.
Niðurstaða greiningar Alþýðusambandsins er, að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur verið þjóðinni æði dýrkeypt. Vaxtamunur milli Íslands og Evrópu hefur lengst af verið 4-5% m.v. vaxtakjör ríkissjóðs hina svokölluðu grunnvexti og 7-11% fyrir húsnæðiskaupendur. Krónan hefur á þessum áratug sem liðin er fallið ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar verulega og er nú svo komið að landsmenn þurfa að ráðstafa allt að 18% ráðstöfunartekna sinna til þess að standa undir þessum mikla vaxtamun!
Greiðslubyrði ríkissjóðs vegna 4-5% vaxtamunar er á bilinu 50-60 milljarðar króna á ári sem er álíka fjárhæð og kostar að reka allar lífeyris- og félagstryggingar á vegum stjórnvalda! Á þessum þremur árum sem liðin eru frá hruni hefur vaxtamunurinn einn tekið til sín vel á annað hundrað milljarða króna.
En samt halda NEI-sinnar áfram og tala um þessar svokallaðar "Nettó útgreiðslur til ESB" á meðan hudnruða milljarða sparast annarstaðar.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Maður sem er svo glámskyggn að halda því fram fullum fetum að endurreisn eftir hrunið hér geti falist í því að taka á sig himinháar ólögvarðar skuldir er búinn að tala sig út úr allri umræðu. Við erum fjórða skuldugasta land heims og Gylfi heldur því fram að með því að bæta við skuldir munum við geta hafið endurreisnina. Skuldir eru meiriháttar vandamál í flestum vestrænum ríkjum og það að auka þær leysir engan vanda sama hve oft Gylfi segir það. Írar völdu hans leið og sjáum nú hve vel gengur þar!
Þeim fer óðum fækkandi sem hlusta á Gylfa, nýjasta meistaraverk hans eru kjarasamningarnir frá því í sumar sem leitt hafa til verðbólgu og atvinnuleysis þó hann kannist auðvitað ekki við það.
Þú ættir ekki að láta Gylfa blekkja þig, það er ekkert að marka það sem hann segir - það hljómar kannski ekki ósennilega en þegar aðeins er skyggnst betur í málin kemur í ljós að ekki er heil brú í málflutningi hans.
Þessi grein hans sýnir að hann hefur afar lítinn skilning á markaðinum og hvernig hann verðleggur gjaldmiðla. Það er ekki krónunni að kenna að hún hefur fallið heldur lélegri stjórn landsmála. Hið opinbera er sífellt að skipta sér að því sem það á að halda sig fjarri. Auðvitað féll krónan í lok árs 2008. Það gerðist vegna þess að stýrivextir voru skrúfaðir upp í rjáfur og þeir fölsuðu gengi krónunnar og það varð fjarri lagi. Leiðréttingin varð svo sársaukafull. Gengi evrunnar hentaði Grikkjum engan veginn og þeir sitja eftir með sárt ennið og engan túrista bransa. Ef þeir hefðu tekið upp drögmuna sína um áramótin mættu þeir eiga von á einu besta túristasumri sínu frá upphafi en það verður ekki þökk sé evrunni. Hér hefur hið opinbera einnig tekið alltof stóran skerf að þjóðarkökunni til sín og það er hluti vandans, ekki krónan.
Draumaríki Gylfa, ESB, stendur á brauðfótum. Opinberi geirinn á Vesturlöndum er alltof stór. Hvað er atvinnuleysið t.d. í ESB? Fólk flýr Írland í bátsförmum. Einkageirinn fer minnkandi í ESB sem er ávísun á vandræði. Evran hentar sumum löndum innan ESB (fyrst og fremst Þjóðverjum) en öðrum engan veginn. Evru- og ESB sinnar ættu að fara að hita upp einhverjar afsakanir á falli evrunnar því hún á tæplega mikið eftir - fer þó eftir því hve langt Þjóðverjar eru tilbúnir að ganga. Ætlar Gylfi kannski að kenna Dabba um hrun evrunnar?
Helgi (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.