Mánudagur, 16. janúar 2012
Einokun á símamarkaði?
Mér sýnist farsímamarkaðurinn á Íslandi vera harður samkeppnismarkaður. NOVA er að gefa þjónustuna sína. Það er frítt að hringja NOVA í NOVA. Símafyrirtækin eru jafnvel að gefa síma frá sér. Þú færð síma og mánaðarleg afborgun er t.d 4þúsund kall og á móti færðu 4þúsund í inneign.
Síminn, Vodafone, Tal, Nova og Alterna. Allt eru þetta samkeppnisaðilar á sama markaði.
Mér sýnist að Síminn er að missa markaðshlutdeild í unga fólkinu. Þau fara til NOVA. Síminn er einfaldlega að reya að bjóða góðan díl á 3G þjónustu því NOVA er mjög sterkur á því sviði.
Vissulega er hægt að finna einhver rök um brot á samkeppnislögum en að mínu viti þá er bullandi samkeppni á símamarkaðinum. Ef maður fylgist með auglýsingum og öllum þessum tilboðum þá er bullandi samkeppni. Einnig segja forstjórar fyrirtækisins að þetta sé erfiður samkeppnsimarkaður. Þessvegna spyr maður sig afhverju Samkeppniseftirlitið hefur ekki verið duglegri að sekta á markaði sem er virkileg einokun í gangi. Ísland er litið land og það eru margir einokunarmarkaðir í gangi. Maður mundi halda að símamarkaðurinn væri ekki efstur á "the hit list"
hvells
![]() |
Misnotaði markaðsráðandi stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
nakvamlega
Maður spyr sig hvort Nova sé að skila hagnaði.
sleggjan (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 17:40
maður er ekki að sjá það.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.1.2012 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.