Evran og krónan.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá áramótum hefur gengið HÆKKAÐ um 0,25%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113,15%.

Þrátt fyrir að hér á landi eru bullandi gjaldeyrishöft.

Þegar Íslendingar eru að segja að Evran er í vandræðum.... væri þá ekki nær að líta á ástandið hérna heima í örmyntinni.

hvells


mbl.is Evran ekki á útleið segir Barnier
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Hvað kemur það evrumyntinni við hvernig krónunni okkar vegnar? það er okkar að taka á okkar gjaldmiðlamálum

Þegar þessi óhæfa stjórn fer frá verður hægt að hefjast handa við að hreinsa upp eftir þau vanrækslunna á tækifærum og eyðileggingu þá verður krónan okkar sterk og skínandi.

Finnst þér Hvellur að við eigum ekki að skrifa fréttir utan úr heimi ef þær koma evrunni illa? Því trúi ég ekki á þig.

Sólbjörg, 16.1.2012 kl. 14:33

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei alls ekki.

Þvert á móti eigum við fjalla mun meira um Evrópu og ESB. Í Brussel eru flestir fréttaritarar á öllum vesturlöndum.

Við Íslendingar eru ekki með neinn fréttaritara í Brussel. Við erum samt með fréttaritara í Washington og við vorum jafnvel með mann í Lýbíu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.1.2012 kl. 15:11

3 Smámynd: Sólbjörg

...finnst þér við ekki vera með nóg af fréttariturum hér á landi sem eru beintengdir við Brussel? Skrifa ötullega í dagblöð hér og eru með viðtalsþætti í útvarpi og sjónvarpi, þeir þurfa ekkert að búa í Brussel, virðast fá bæði næringu og viðurværi í æð þaðan.

Gott að þér líkar það að við íslendingar fylgjumst með fréttum af evrunni og stöðugar umfjallanir um erfiðleika hennar í öllum erlendum fjölmiðlum.

Kveðja.

Sólbjörg, 16.1.2012 kl. 16:09

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mér finnst rétt að færa einn fréttaritara frá t.d Lýbíu yfir til Brussel ef þú spyrð mig.

Held það sparar líka pening utaf það er ódýrara að fljúga með manneskju, tækjum og tólum til Brussel heldur en til annara heimsálfu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.1.2012 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband