Laugardagur, 14. janúar 2012
ESB kemur ennþá langbest út.
Það er oft haldið því fram að Evrópa er á kúbunni og við Íslendingar eigum að hafa sem minnst samskipti við hana. Milu farsælla væri að bera fríverslunarsamning við Kína sem dæmi.
En staðreyndin er sú að af 12 löndum sem er ennþá með einkunina AAA frá öllum matsfyrirtækjum þá er 7 af þeim löndum í ESB eða tæplega 60%
Lönd sem eru með lánshæfiseiknunina AAA og eru ekki í Evrópu eru Ástralía, Kanada og Singapúr
Einsog alþjóð veit þá er Ísland í ruslflokki.
Þessvega er mjög varhugarvert að kenna ESB um ófarir nokkura landa þegar langflest lönd ESB er að gera það mjög gott.
Og Ísland væri mjög góð viðbót við þessi farsælu lönd.
hvells
![]() |
Evrópa á enn langt í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Athugasemdir
Þið eruð bókstaflega hlægilegir !
Afneitun ykkar og sjálfsblekking hefur nú náð hærra flugi en sést hefur hingað til.
ESB/EVRU gulrótin ykkar og Össurar skarpa er sem sagt alltaf að stækka !
Svart=hvítt og Hvítt=svart !
Gunnlaugur I., 14.1.2012 kl. 12:54
AAA lönd eru 12, 9 þeirra eru í Evrópu, 7 þeirra eru í "Sambandinu", 6 þeirra tilheyra Eurosvæðinu. Ekki að það skipti höfuðmáli, en alltaf betra að hafa tölurnar réttar.
Segir það ekki okkur að 11 euroríki hafa ekki AAA og 20 ríki í "Sambandinu" hafa ekki AAA. Reyndar hafa 2 ríki sem eru bæði í "Sambandinu" og tilheyra Eurosvæðinu einkunn sem er í ruslflokki. Hvað segir það? Líklega að þessi ríki eru með alltof ólíkan efnahag til þess að deila saman mynt. Eða hvað?
Það er telst ekki til stórra tíðinda að ríki V-Evrópu standi betur efnahagslega en flest önnur svæði í heiminum. Það telst til tíðinda að forskot þeirra er að hverfa.
G. Tómas Gunnarsson, 14.1.2012 kl. 13:03
NEI sinnar reyna að blekkja fólk og afneita sannleikanum.
En ef maður skoðar þessi lánshæfismöt þá tala staðreyndir sínu máli.
Ég vill bara benda fólki á að lesa þessa frétt sem ég bloggaði við og svo tenglinn í færslunni.
Ef NEI-sinna Morgunblaðið heldur þessu fram þá er ástandið í ESB jafnvel ennþá betri því Mogginn er ekki beint blað sem er hlynntur ESB aðild.
NEI sinnar hafa margoft haldið því fram að Morgunblaðið er eini fjölmiðill sem mark er á takandi og RUV og 365 stunda áróður. Þessvegna er afstaða Gunnlaug mjög sérstök. Það á greinilega alltaf að taka Moggan alvarlega.... nema þegar það koma góðar fréttir þaðan um ESB.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2012 kl. 13:05
G. Tómas
Það er óþarfi að lasta ESB um að mörg ESB ríki eru ekki í AAA.
Meirihluti þjóðar í öllum heimiminum eru ekki í AAA. En það sem vekur athygli er að þau lönd sem eru þó í AAA kemur meirihlutinn frá ESB.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2012 kl. 13:08
G.Tómas á einmitt við að það eru váfréttir að að sterku löndin sem líkja má við lúxusbíl í AAA flokki eru líka á leið í efnhagslega klessu.
Sólbjörg, 14.1.2012 kl. 14:13
Vil minna lesendur á að það eru tveir bloggarar á þessari síðu og það er kvittað undir hverja færslu
Annars finnst mér alveg merkilegt hvað margar ESB þjóðir standa vel miðað við umræðuna undanfarið.
sleggjan (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 15:57
það er bara eðlilegt að lánshæfismat sígi eitthvað niðrávið í því andrúmslofti er ríkt hefur síðustu misseri. þó er alltaf spurning um tímaetningu og hvar mörkin eru. Lánshæfismatsfyrirtækin eru náttúrulega illa brennd eftir ofmat þeirra fyrr á árum.
Barnalegt af andsinnum að fá raðfullnægingu í hvert sinn sem yfirdabbinn þeirra færir þeim bitann sinn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2012 kl. 17:23
Það sem ég var að benda á er að ESB kemur lítið nærri AAA einkunn þeirri sem sum lönd í "Sambandinu" eru að fá. Þýskaland væri að öllum líkindum með AAA þó að það væri ekki í "Sambandinu". Það er hins vegar þau lönd sem eru með sameiginlega mynt, sem þurfa að hafa áhyggjur af því að lönd sem þau deila mynt með eru að hrapa niður í lánshæfismati. Hér er það eurosvæðið sem gildir, en ekki "Sambandið" sem skiptir mestu máli.
Portugal og Grikkland eru komin í ruslflokk. Ítalía hefur sömu lánshæfieinkunn og Borat og félagar í Kazakhstan. Það er áhyggjuefni fyrir hin ríkin. Frakkland var síðan að missa AAA einkun sína. Frakklandi er ætlað að standa undir u.þ.b. 20% af björgunarsjóði eurosins. Það er því mikið áhyggjuefni fyrir euroþjóðirnar (og reyndar heiminn allan) hvernig framhaldið verður með fjármögnun fyrir euroþjóðirnar og ekki síður fyrir björgunarsjóðinn.
Eins og ég sagði áður, er ekkert nýtt í því (eða nokkuð af þvi "Sambandinu" að þakka) að V-Evrópa sé sterk efnahagslega. Við erum hins vegar að verða vitni að því að sá styrkur er að dvína og önnur svæði að koma sterkari inn.
G. Tómas Gunnarsson, 14.1.2012 kl. 19:25
finnland luxemborg holland og þyskaland nota evru. Svo er dk með sinn gjaldmiðil beintengda evrunni. ÞAU ERU ÖLL MEÐ AAA
Svo talar þu einsog galdurinn er að vera með sjalfstæðan gjaldmiðil. En það er ekki rett. Við þurfum ekki að leyta langt til að komast að þvi. Við islendimgar erum með okkar elskulega kronu... Og erum i bullandi ruslflokk... Og buin að vera það lengi
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2012 kl. 19:43
og svo viljum við alls ekki hefja samstarf eða þyggja raðgjöf fra þjoðum sem eru miklu betri en við þegar kemur að efnahagsmalum og eru með einkunina AAA.
Hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2012 kl. 19:53
"Sambandið" segir lítið í þessu samhengi, það er eurosvæðið sem skiptir máli. Þar eru vandræðin.
Allt bendir til þess að þau lönd sem þú nefnir væru með AAA hvort sem þau væru með euro eða sjálfstæða mynt. Hin löndin á eurosvæðinu ógna þeim hinsvegar vegna sameiginlegu myntarinnar. Þau fá engan styrk lengur hvað lánshæfismat af því að tilheyra eurosvæðinu. Það er liðin tíð. Reyndar má segja að sá styrkur sem lönd fengu með því að nota euro hafi komið Grikkjum og fleiri ríkjum í vandræði. Þegar þau gátu selt "eurobréf" og fengið neikvæða raunvexti, virðist freistingin hafa orðið of mikil og ríkin steyptu sér í skuldir. En markaðurinn áttaði sig á því hve mikill munur var á ríkjunum innan svæðisins.
Danir geta losað sína krónu frá euroinu hvenær sem þeim þykir henta. Þeir eru annað af tveimur ríkjum "Sambandsins" sem er ekki skuldbundið til að taka upp euro. Klókt hjá þeim.
Efnahagur og skuldastaða Bretlands og Frakklands er ekki langt frá hvorum öðrum. Þess vegna eru Frakkar alltaf að væla um að það ætti frekar að lækka matið hjá Bretum en þeim. Munurinn er hins vegar sá að Bretar hafa Pundið og ráða því. Frakkar eru ekkki með eigin mynt.
Íslendingar eiga í miklu samstarfi við lönd og hafa sömuleiðis þegið ráð frá þeim. Það er hins vegar rétt að Íslendingar mættu gera meira af því að sækja sér ráðgjöf erlendis frá. En það þarf ekki að ganga í neitt ríkjasamband til þess.
G. Tómas Gunnarsson, 14.1.2012 kl. 20:15
þeim eru ekki ognað meira en það að þau eru ennþa með AAA
staðreyndirnar tala sinu mali.
Hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2012 kl. 20:38
Þeim er ógnað það mikið af öðrum euroríkjum að öll euroríkin voru sett á gátlista, með negatívar horfur. Það stendur ennþá að ég best veit.
G. Tómas Gunnarsson, 14.1.2012 kl. 22:44
AAA með neikvæðum horfum!!!
Skoðaðu það ef það væri bara AAA þá gæti ég verið mögulega eitthvað örlítið sammála Hvellinum. En af því þetta er AAA með neikvæðum horfum sem í raun er AAA-, ekki AAA+. Þá get ég ekki með nokkru móti séð að evrusvæðið komi til með að standast þessa orrahríð sem í gangi er.
Svo mun ég standa fastur sem fyr á því að við höfum ekkert í ESB að gera.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 14.1.2012 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.