Miðvikudagur, 11. janúar 2012
Ísland mun gagna í ESB til hagsbótar fyrir Ísland.
Svo betur fer erum við Íslendingar að fara að ganga í ESB en ekki öfugt. Ég vill ekki óska neinum manni að ganga inn í þetta spillingargrifju sem Ísland er þar sem hagsmunarbaráttan og valdafíknin ráða för.
Einsog styrmir orða það í rannsóknarskýrslu aðlingis "Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta"
Með því að ganga í ESB þá losnum við útur þessum gjaldeyrishöftum þar sem ríkir og valdamiklir fjárglæfrarmenn fá að kaupa eignir með aflandskrónur og selja á Seðlabankangegninu. Í ESB aðild þá hverfur verðtryggingin. Við fáum lægri vexti og loksins fáum við stöðugleika til hagsbótar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og heimilin í landinu.
Svo betur fer þurufm við að laga okkur að regluverki ESB og fyrir vikið losum við okkur við bænda og útvegsmafíuna sem annaðhvort einoka auðldinir landsins eða halda almenningi í landinu í klafa ofurtolla og hátt matarverðs.
Að sjálfsögðu göngum við í ESB en ekki öfugt. Svo betur fer.
hvells
![]() |
ESB ekki að sækja um á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég sé á skrifum þínum að þú ert greinilega ekki Íslendingur, því ekki getur þú að minnsta kosti skrifað hana rétt, ég vona að einhver hjálpi þér þegar við "Íslendingar" neitum að ganga í ESB svo þú getir flutt af landi brott þú getur haft samband við mig og ég skal styrkja þig í brottflutningum frá þessu landi sem þú virðist hata svona mikið, því ekki vil ég að þjáist hérna hjá okkur
snorri (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 01:21
Góður punktur á Hvellinum.
Við erum fyrst og fremst að ganga inn í heilbrigt samfélag með prinsipp, eðlilega stjórnsýslu, stöðugleika.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 03:16
Hverjir haldið þið að taki mark á ykkur, strákar?
Ekki íslenzka þjóðin.
"... með stöðugleika"! – Segið Merkel og Sarkozy það!!!
Og "eðlilega stjórnsýslan" þar er sú, að þau tvö hittast á fundum og ákveða fyrir fram, hvað fulltrúar hinna ríkjanna eiga svo að samþykkja!
Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 03:56
Snorri.
Þegar maður skrifar færslu í flýti þá er eðlilegt að eitthvað skolast til. Biðst afsökunnar á því. En þegar fólk er kjaftstopp þá ræðst það á stafsetningar í færslunni. En ekki efnið sjálft. Þannig að ég tek þessu sem hrósi.
Jón Valur
Í rannsóknarskýrslu Alþingis kom fram að stjórnsýslan á Íslandi er mjög léleg og óskilvirk og það er nauðsýnlegt að bæta hana.
Þú talar um Merkel og Sarkozy. Hvernig var það með Davíð og HAlldór á sínum tíma? T.d þegar þeir settu Ísland á lista viljuga varðandi Íraksstríðið? Góð stjórnsýsla?
Merkel og Sarkozy mega alveg tala saman svo koma þau með tillögur sem fer síðan heilbriðgar leiðir í stjórnsýlsu ESB. Til samþykki eða neitunnar. Merkel og Sarkozy geta ekki umbylt ESB uppá sitt einsdæmi. Þó að Dabbi og HAlldór gerður það.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 08:19
Það er einfaldlega kjánaháttur að nefna þetta dæmi um Íraksstríðið, eins og það sýni, að íslenzk stjórnsýsla geti ekki bezt verið bætt af okkur sjálfum. Það er einfalt lagasetningaratriði, að um slík mál sé fjallað í utanríkismálanefnd. Það þarf ekki að ganga í stórveldi og undir klafa þess til að afstýra slíku, og reyndar fær Esb. svo vald til að standa í stríðum, án þess að við fáum rönd við reist – Lissabonsáttmálinn er með nægar valdheimildir sem verða grundvöllur slíks, og þar er ætlazt til, að meðlimaríkin spyrni ekki gegn því.
Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 09:18
Ok við skulum þá nefna einkavæðingu bankana ef Íraksstríðið henar ekki.
Einkavæðingin var í ákveðnu ferli en hún var kyptt úr því og HAlldór og Davíð seldu vinum sínum sitthvorn bankann.
Góð stjórsýsla? NEI
Þetta hefði aldrei mátt líðast í ESB landi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 10:55
Ykkar skrýtna fyrirsögn: "Ísland mun gagna (sic) í ESB til hagsbótar fyrir Ísland," hefði mátt styttast og verða svona: "Ísland mun gagnast ESB" – það yrðu meiri sannmæli, ef ykkur stórveldis-innlimunarsinnum tekst ætlunarverk ykkar og gömlu nýlenduveldanna sem munu ráða yfir 70% atkvæðavægi í ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu frá 1. nóv. 2014, skv. fyrir fram tekinni ákvörðun í Lissabon-sáttmálanum.
Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 11:22
Ok við skulum þá nefna einkavæðingu bankana ef Íraksstríðið henar ekki.
Einkavæðingin var í ákveðnu ferli en hún var kypt úr því og HAlldór og Davíð seldu vinum sínum sitthvorn bankann.
Góð stjórsýsla? NEI
Þetta hefði aldrei mátt líðast í ESB landi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 11:38
Sala bankanna var boðin út á EES-svæðinu, þ.m.t. í öllu Evrópusambandinu!
Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 16:30
En engin evrópskur banki gat hugsað sér að kaupa þessa banka með sína örmynt og óstöðuga umhverfi og háa vexti.
Ef við hefðum verið í ESB með alvöru gjaldmiðil þá hefði þetta farið öðrvísi. Þá hefði komið hingað Danskur eða Sænskur banki sem væri hófsamur og búinn að læra af reynslunni síðan í bankakreppunni á Norðulöndunum á tíunda áratugnum.
Í stuttu máli sagt þá hefði aldrei þetta bóluhagkefi myndast ef við hefðum verið í ESB. Jón Ásgeir eða Björgólfur hefði aldrei geta tæmt bankan innanfrá ef einkavæðingin hefði falist í því að selja til virtar bankastofnanir á norðulöndum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 17:06
Útrásarvíkingarnir hefðu aldrei fengið að belgja sig svona út án þess að við værum í þessu Evrópska efnahagssvæði.
Endurskoðunarskrifstofur og nýir staðlar þeirra á ábyrgð ESB ollu hruninu; Íslendingar saklausir.
Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 18:10
Jón Valur.
Það er mjög langsótt að kenna ESB um Endurskoðunarstaðlana sem er notað í yfir 100 löndum. Ég stunda mastersnám í endurskoðun og reikningshaldi og ætti að vita þetta.
Það er reyndar skemmtileg tilviljun að ég var í tíma akkurat í dag að læra um þetta og þurfti m.a annars að lesa þessa grein
http://www.nber.org/papers/w15515
Þar er verið að tala um að þá aðferð að færa eign á markaðsverði olli alls ekki fjármálahruni heldur allt aðrir þættir.
Þú ert farinn að seilast helvíti langt til þess að bendla allt vont sem hefur gerst í heiminum VIÐ ESB.
Ég get sagt þér að ef við hefðum ekki þurft að taka upp öll þessi lög um í gegnum EES samninginn þá hefðum við verið með mun verri umgjörð. Ef lög um bókhald og lög um ársreikninga án uppfærslur frá EES hefði verið hér á Íslandi 2003-2007... guð hjálpi okkur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 21:39
Sannvirði (fair value) er gangrýnt fyrir að gírast of mikið upp í góðæri og dettur of mikið niður í kreppu. En reikningsskil eiga ekki að vera einhverskonar sveiflujafnanir.
Það eru aðrar stofnanir sem eiga að sjá um það.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 21:45
Ég var ekki að halda því fram, að þessir endurskoðunarstaðlar væru sér á parti fyrir Evrópusambandið, en það var í gegnum það (innfærslu EES-löggjafar um þá staðla) sem þeir voru teknir upp hér, vafalítið í trausti á það, að þeir hlytu að vera haldgóðir, úr því að Esb. legði nafn sitt við þá. Annað kom nú heldur betur í ljós!!!
Nánari fræðsla um þetta mál er hér (ekki frá mér, heldur erlendum sérf.): Alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofu-risarnir bera þunga ábyrgð á kerfislægri orsök fjármálabólunnar sem sprakk, hér jafnvel fremur en erlendis.
Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 00:08
Það er mjög langsótt að kenna ESB um þetta. Það er verið að samræma staðlana útum allan heim til þess að gera alþjóðaviðskipti skilvirkt. Íslensku fyrirtækin vour að fara í útrás og þar af leiðandi mundi aldrei ganga að íslensk fyrirtæki væru með einhvern sér staðal sem enginn skilur nema nokkrir íslenskir endurskoðendur. Hver erlendis mundi treysta þannig ársreikningi?
ESB notar IFRS staðla.
En USA notar GAAP staðla. Ekki voru þeir nú skárri. Þvert á móti viðgengst þvílikt fjármálasukk í USA í mörg ár og endaði í fjármálahruni. HRUNIÐ BYRJAÐI Í USA EKKI ESB.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.1.2012 kl. 09:05
Hér var við þessum stöðlum tekið sem traustri himnasendingu frá Brussel. Þetta reyndist verða okkur til bölvunar, fyrirtæki gátu t.d. farið að meta óefnislega "viðskiptavild" upp á milljarða. Lesið tenglana mína (mest byggða á fréttaaukum Sigrúnar Davíðsdóttur og viðtölum við sérfræðivitið, ekki mig!). Þetta jók hleðsluna á stórfyrirtækin og ofurbjartsýnistrúna, sem sé BÓLUNA. Skaðinn hefði orðið miklu minni, ef við hefðum haldið okkur við fyrri endurskoðunarstaðla, ekki þá sem komu þessa leið sem þið viljið helzt ekki kannast við: gegnum Brussel-regluverkið. Lesið bara tenglana í stað þess að spjalla og spekúlera út í loftið!!!
Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.