Þriðjudagur, 10. janúar 2012
Er Icesave búið?
Þeir sem börðust harðast gegn Icesave á sínum tíma sögðu að með því að segja NEI í þjóðaratkvæðisgreiðslu þá væri Icesave búið og Ísland stikkfrí. JÁ-sinnar drögðu þau orð í efa en við vorum kallaðir landráðarmenn fyrir vikið.
Nú er dómsmál með tilheyrandi kostnaði í fullum gangi. Þetta hefur í för með sér gríðarlegann kostnað og er mjög áhættusamt fyrir íslenska ríkið. Og ekki er þessi lögfræðingur að vinna ókeypis fyrir Ísland. Hvar á að skera niður í velferðarkefinu til þess að fjármagna launin hans?
Advice, Indifence og aðrir NEI sinnar eiga að biðjast opinberlegar afsökunnar á því að ljúga af þjóðinni.
hvells
![]() |
Ráðinn málflytjandi í Icesave-málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held nú að Nei sinnar hafi eingöngu sagt að Íslandi bæri ekki að borga þetta Icesave drasl og mér finnst nú að flestir í kringum okkur séu sammála því í dag. Ef að ESA vill reyna á þessi lög þá er það þeirra réttur og við munum að sjálfsögðu verja okkar málstað áfram. Ef það reynist of dýrt þá er alltaf hægt að spara með því að hætta að henda peningum í þetta handónýta ESB viðræðu/aðlögunarferli og það væri reyndar gaman að fá að sjá hversu miklir fjármunir hafa farið í þetta ESB ævintýri á meðan skorið er niður í velferðarkerfinu.
Pétur Harðarson, 10.1.2012 kl. 21:18
Íslendingar sögðu NEI til að fá lögformlega niðurstöðu í málið enda ekki hægt að hafa ábyrgð almennings á bankakerfinu í lausu lofti, ef þáttaka í EES/ESB þýðir að almenningur veitir bönkum ótakmarkaða ábyrgð þá er sjálfhætt í þessum félagsskap sem kallast EES.
Ef ég man rétt þá komst RÚV allra ESB manna að því að þessi umsókn er stórgróðafyrirtæki fyrir Íslendinga.
Eggert Sigurbergsson, 10.1.2012 kl. 21:33
Það eru smáaurar einir að þurfa að verjast og sækja málið fyrir rétti fyrir þjóðina, miðað við að ICESAVE hefði verið samþykkt með þeim greiðslukjörum og okurvöxtum, sem lagt var upp með.
Með því að rétt svo tókst í tvígang með góðri hjálp forseta okkar og mikils meirihluta þjóðarinnar að afstýra því að þjóðin gengi að ICESAVE nauðungarsamningunum og málið sé nú í þessum eðlilega farvegi, þá hefur þjóðin þegar í dag sparað sér rúmlega 110 milljarða króna í þegar útlögðum óafturkræfum vaxtakostnaði einum saman.
Þannig að verið þið alveg rólegir piltar, þó svo að þið séuð enn eilítið tapsárir.
Því að það verður alveg sama hvernig málið fer úr þessu þá mun það alltaf fara miklu mun betur fyrir land okkar og þjóð heldur en þið Já-ICESAVARAR og ESB sinnar allra flokka vilduð !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 21:34
Pétur. Þeir milljarðar sem helstu NEI-sinnar hafa haldið fram að fara í umsóknarferlið er bara lygi og rugl. Það kom nýlega fram hvað hefur farið mikill peningur í umsóknarferlið. Kannski málið að fylgjast með eða hafa vit á hlutunum áður en að gjamma eitthvað sem þú ehfur ekki hugmynd um?
Eggert
Þú hefur ekki hugmynd um hvað Íslendingar voru að hugsa þegar þeir kusu. Ég þekki ekki neinn sem sagði nei "til þess að fá lögformlega niðurstöðu". Engann. 0%
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 21:37
Það er nú bara þannig að ESA (stofnun EFTA, ekki ESB) fer ekki mál nema að vera nokkuð vissir um að vinna þau. Enda er staðan þannig gagnvart Íslandi að ESA hefur unnið 100% allra mála sem þeir hafa höfðað gegn íslendingum vegna brota á EES samningum og EFTA ákvæðum.
Icesave skuldin, það er að fullu telst vera rúmlega 1200 milljarðar. Ef ofan á þetta leggjast vextir (hæstu markaðsvextir) auk gjalda vegna málaferla. Þá má reikna með að heildarupphæðin sé eitthvað í kringum 1400 til 1800 milljarðar króna.
Icesave samningurinn sem fór síðast í þjóðaratkvæði og var hafnað hefði aðeins kostað eitthvað í kringum 600 milljarða króna, auk vaxta (eitthvað um 700 milljarðar samtals tel ég).
Jón Frímann Jónsson, 10.1.2012 kl. 22:03
Endilega skólaðu mig betur í því hver kostnaður af ESB ruglinu hefur verið hingað til og bentu mér á tölur. Hefur verið gerð almennileg samantekt á því hver kostnaðurinn hefur verið hingað til? Þú getur þá kannski í leiðinni bent okkur hinum á hvar þú færð þær upplýsingar að skera þurfi niður í velferðarkerfinu til að borga lögfræðingnum laun eða ertu bara gjamma eitthvað sem þú hefur hugmynd um? Ég held þú ættir að tala skýrar eða biðjast afsökunar á þessu rugli þínu.
Pétur Harðarson, 10.1.2012 kl. 22:04
Peningurinn þarf að koma einhverstaðar. Annaðhvort með skattahækkunum eða niðurskurði.
hvels
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 22:19
...eða með því að hætta þessari ESB vitleysu ;)
Pétur Harðarson, 10.1.2012 kl. 22:49
Á ekki að segja hvað þessi snillingur, Tim Ward, hefur í laun? Moggi? Dabbi? Vera á tánum!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2012 kl. 23:20
hvells, held að þú sért nokkuð nærri lagi, hámarks tengslanet sem einstaklingur getur sinnt. af einhverju viti, er um 120mans og er það um 0,0007% af gildum atkvæðum í síðustu ICESAVE kosningu. Þannig að fullyrðing þín um að 0% af þínum tengslahóp hafi kosið NEI til að fá lögformlega niðurstöðu telst vera rétt enda er að öllu jöfnu ekki reiknað með meiri nákvæmni en einum aukastaf í könunum og kosningum.
http://vimeo.com/couchmode/advice/videos/sort:date/21213886
Eggert Sigurbergsson, 11.1.2012 kl. 00:34
Er þetta ekki Breti? Tim Ward. Jú, held það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2012 kl. 11:36
Það virðist skína í gegn í öllum málflutningi ykkar ICESAVE sinna að þið séuð orðnir svo afþjóðaðir, örvæntingarfullir og illa spældir af fylgisleysinu við ykkar vonlausa málsstað að þið í raun viljið, alveg sama hvað, að allt fari á versta veg og að við íslenska þjóðin töpum ICESAVE málinu, helst mjög stórt, fyrir þessum EFTA dómsstóli, sem þið virðist halda að sé einhver "Stóri Dómur" !
Jón Frímann, einn af þráhyggju- og ofstopafyllstu ESB trúboðum landsins, segir hér glaðklakkalega að ofan, að sennilega verðum íslenska þjóðin dæmd af þessum EFTA dómstóli til að greiða 1200 til 1800 milljarða króna, auk hæstu markaðsvaxta !
Þetta er algerlega fráleitt og þar að auki þá hefur þessi EFTA dómsstóll enga réttarfarslega lögsögu til að dæma okkur neina efnislega refsingu eða greiðsluskyldu í þessu máli, hvað þá að ákvarða okkur vaxtagreiðslur eða vaxtakjör.
EFTA dómsstóllin er og verður því aldrei neinn "Stóri Dómur" og hvorki upphaf eða endir þessa máls.
EFTA dómsstóllinn getur aðeins tekið lagatæknilega og fræðilega afstöðu um það hvort að rétt eða rangt hafi verið staðið að því, að fylgja nákvæmlega eftir "dírektívinu" þeirra.
Ef efnisleg niðurstaða fæst fyrir EFTA dómsstólnum, þá fæst hún ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir u.þ.b. 3 ár.
Við gætum vel unnið málið, eða málið leyst á annan hátt áður en niðurstaða fæst. En ef að málið fer á versta veg og við "töpum" málinu þar eins og það heitir.
Þá er þó langur vegur frá því að þeir þ.e. Bretar og Hollendingar, eða þið íslenskir ICESAVE sinnar getið sagt að þið hafið unnið ICESAVE stríðið.
Því að þó svo að við myndum hugsanlega "tapa" þessari lagatæknilegu og fræðilegu orrustu fyrir EFTA dómsstónum, þá væri þessari baráttu hvergi nærri lokið og dómurinn gæti ekki gert okkur neina einustu greiðsluskyldu, eins og fyrr sagði.
Ef þeir sem sækja málið gegn okkur vilja halda áfram með það og reyna að knýja fram einhverja niðurstöðu um ákveðna greiðsluskyldu á höfuðstól og ákvörðun vaxtabóta og hugsanlegra málskostnaðarbóta, þá yrðu þeir að byrja að nýju með málið, með því að höfða sérstakt mál fyrir íslenskum dómsstólum, með ærnum kostnaði, áframhaldandi töfum og gríðarlegri óvissu fyrir þá. Fyrst fyrir Héraðsdómi Reykavíkur og síðan eftir atvikum fyrir Hæstarétti Íslands.
Ég sagði hér í niðurlagi fyrra comments míns og segi það hér aftur og enn.
Að alveg sama hvernig þessi mál þróast eða fara fyrir EFTA dómsstólnum og hvernig sem hugsanleg niðurstaða þess dómsstóls verður, þ.e.a.s. ef þá nokkurn tímann kemur þar niðurstaða.
Þá mun endanleg loka niðurstaða þessa máls alltaf og ævinlega verða miklu mun betri heldur en ef við hefðum kyngt þessum ICESAVE nauðungarsamningum og værum nú þegar búinn að greiða rúmlega 110 milljarða íslenskra króna í óafturkræfar vaxtabætur !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 11:41
Að sjálfsögðu vonast ég að Ísland vinni þessi mál. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig.
Í færslunni er ég að benda á að þið NEI sinnar voru að halda því fram að NEI í þjóðaratkvæðisgreiðslu væri það sama og málið væri lokið. En svo er ekki.
Þvert á móti virðumst við fara í stórkostnað í formi laun til lögfræðings og annan málskostnað þegar velferðarkefið er skorið við nögl.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 12:06
S&H. Í mínum huga er Icesave óuppgert og ólöglegt ránsbrölt óvandaðar auðjöfra. Dómsstólar eru hreinlega skyldugir til að dæma samkvæmt "réttlæti og siðferði hins vestræna heims"! Allir eiga rétt á að dómstólar úrskurði á réttlátan hátt í ráns-ágreiningsmálum.
Réttlátt uppgjör siðaðra dómsstóla og mannréttindi, eru í mínum huga meira virði en nokkrir peningar (falsaðir innistæðulausir peningar).
Almenningur í heiminum skynjar og skilur hvað er réttlátt og hvað ekki.
Fjármálakerfi heimsins er hrunið vegna þess að það var byggt á lygum og innistæðulausum svikapeningum. Það er ekki mögulegt að leiðrétta það án þess að fórna lífi, lífsskilyrðum og mannréttindur fólksins í heiminum. Þetta svikadæmi gengur ekki á nokkurn hátt upp, og tilgangslaust að reyna það.
Þessi lygasaga auðjöfra-bankaklíkunnar í heiminum getur ekki haldið þessu svokallaða "réttarkerfi" lengur gangandi, ef það þjónar ekki réttlætinu!!!
Ég kaus nei við Icesave, vegna þess að rökin fyrir réttlætingu auðjöfra-svikara til að rukka heiðarlega starfandi skattborgara, á ekki rétt á sér í nokkru réttarríki. Ég kaus kannski aðallega nei við Icesave til að standa með almenningi í Evrópu, sem skal, samkvæmt fyrirskipunum og ákvörðunum helsjúkra kúgunar-valdhafa alþjóðabankanna, strita og borga sukkið í sínum heimalöndum.
Þannig er líka mín skoðun fengin á þvingunar-gjöldunum sem ESB setur upp fyrir að fá að tilheyra kolólöglegu kerfi ESB, og þeirra spillingar-alþjóðabaka-miðstýringu í Brussel.
Það kaupir enginn frið og réttlæti fyrir mútupeninga. það stenst ekki siðferðislega.
Síst af öllu skal borga fyrir slíkt fals-friðarbandalag með mannréttindum og lífskilyrðum þeirra sem minnst mega sín í aðildarríkjunum. Slíkt er óréttlætanlegt í siðferðis-væddum réttarríkjum.
Spurning hvort slík ríki eru til á jörðinni í raunveruleikanum? Ef þau er ekki til, þá eiga allir heimsbúar að sjálfsögðu að einbeita sér að því að stela, svíkja, blekkja og drepa til að passa inn í hið fullkomna jöfnunar-kerfi "siðvæddra mannréttinda-ríkja"!
Er einhver sem sér fyrir sér afleiðingarnar?
Fólk í heiminum lætur ekki bjóða sér svona kúganir á 21 öldinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2012 kl. 12:29
Öflugt fjármálakerfi á Íslandi er mikilvægt til þess að hagkerfið verður gott og drífandi.
Ertu ekki sammála því Anna?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 13:00
þetta er þannig að ef EFTA dæmir greiðsluskildu - þá verðum við að borga með vöxtum.
Ef EFTA dæmir ekki greiðsluskildu - þá þarf ekkert að borga.
þetta er þannig sko.
Og ef hann dæmir greiðsluskildu - á dugig ekki ,,að fara bara úr EES". Dugir ekki. Of seint.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2012 kl. 13:01
Hvells.
Nefndu einn einasta andstæðing Icesave samninganna sem sagði að málinu yrði lokið með því að segja nei.
Einn dugar, og ætti ekki að vera erfitt þar sem hátt í 200þúsund manns höfnuðu fyrsta samningnum.
Og þar sem þú krefst svara hvert á að sækja klinkið sem lögfæðikostnaðurinn er, hvert ætlaðir þú þá að sækja þá hundruði miljarða í erlendum gjaldeyri sem samningarnir áttu að kosta?
Þó ég spyrji að þessu þá veit ég að verður fátt um svör, annað en skætingur og útúrsnúningur og innihaldslausar alhæfingar í allar áttir.
Þú kemur þinni Icesave umræðu aldrei nokkurn tíman á hærra plan en það.
Sigurður n#1 (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 13:03
...og afhverju er ekki búið að selja Iceland keðjuna eins og margbúið er að fagna að sé nánast seld fyrir metupphæðir upp í Icesave....?
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 13:05
Ég náði ekki að ákveða mig í seinni Icesave kosningunum.
En mér lýst vel á prinsippin hjá þer Anna
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 13:52
Sigurður
Eigill Ólafsson t.d. Hann var með digurbarklegar yfirlýsingar í útvarpsauglýsingum rétt fyrir kostningana.
Svo ég nefni einn einsog þú baðst um.
Get nefnd miklu fleiri.
Svo er mjög veikt að vitna í fyrri atkvæðisgreiðsluna. Ég kaus nei í henni ásamt allri þjóðinni.
enda var betri samningur í boði þegar kosningin fór fram.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 14:00
Auðvitað ættu neijarar að biðja afsökunnar. Allt rangt sem þeir sögðu. Sem vonlegt var. þeir eru búnir að niðurlægja og níðast svoleiðis á þessu aumingjans landi hérna. þetta hálfvitabull neijara er niðurlægjandi fyrir landið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2012 kl. 15:12
Hvar sagði Egill Ólafsson að málinu væri lokið með því að segja nei?
Endilega linkaðu inn heimildum.
Og vel væri þegið ef þú svaraðir seinni spurningunni líka, þ.e. hvar átti að sækja þessa hundruði miljarða í erlendum gjaldeyri til að greiða þessa samninga, og gildir þá einu hvorn samninginn þú velur.
Hvar átti að taka þessa peninga ef við höfum ekki einu sinni efni á lögmanninum í vörnina????
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 15:19
....gleymdi 3ju spurningunni sem ég bætti við eftirá.
Afvherju er ekki enn búið að selja Iceland verslunarkeðjuna, jafnvel þótt búið sé að reyna að selja hana að hætti útrásarvíkinga, lítið sem ekkert greitt út, allt lánað með veðum í bréfunum sjálfum.
http://www.visir.is/baudst-ad-fjarmagna-kaupin-a-iceland-med-lani/article/2011111029964
Samt óseld, þrátt fyrir að gegndarlaus áróður hafi verið rekinn í fyrra að þessi sala væri aðeins formsatriði og peningurinn í raun kominn í kassann.
Afhverju er hún enn óseld???
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 15:25
Ég veit ekki betur að heilstu rök NEI sinnar var útaf því að það er svo mikið fé í þessu Iceland dæmi að Bretar og Hollendingar eiga bara að taka við því og málið dautt.
Ekki hef ég verið að lofsama þetta Iceland dæmi. En fréttir sem ég hef lesið er það þannig að Iceland hefur verið að gera það gott og er nokkuð hátt metið og salan á eftir að aukast enn árið 2012 þegar Ólimpíuleikarnir verða í London í sumar
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 15:31
Svo nenni ég ekki að linka á þig meiri heimildum. Það þarf ekki nema að lesa skrif þessa NEI sinna til að fá svar strax.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 15:32
NEI sinnar t.d Sigmudnur Davið var stanslaust að halda því fram að málið mundi aldrei fara til EFTA dómstólsins því enginn mundi þora því.
Annað hefur komið á daginn.
Eina sem ég bið er afsökunarbeðni frá Advice, Indefence og fleiri sem höfðu hvað hæst varðandi ICesve samnigingg. Afsaka lygar og blekkingar.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 15:35
Þú fullyrðir í pistlinum þínum að Nei sinnar hafi sagt að málinu myndi ljúka með nei-inu.
Þú getur samt ekki bent á einn einasta mann sem sagði þetta.
Þú getur heldur ekki svarað því hvert átti að sækja þessa peninga til að greiða þessa samninga.
Bara enn einn innihaldslausi og órökstuddi bull pistillinn frá tapsárum já manni sem þolir ekki að hafa orðið undir í lýðræðislegum kosningum þar sem meirihluti þjóðarinnar tók afgerandi afstöðu gegn gæludýrum útrásarvíkinganna.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 15:49
Það hefur enginn dómur fallið í þessu máli í EFTA dómstólnum.
Þar til annað kemur í ljós er ég algerlega sannfærður að dómur mun aldrei falla, þetta sé leikrit til að róa innstæðueigendur í evrópu núna þegar allt bankakerfi evrópu rambar á barmi alsherjarhruns.
Málið verður fellt niður áður en dómur fellur, ég er algerlega sannfærður um það.
Um heimsendaspár manna eins og ykkar Ómars Bjarka þarf ekki að ræða, engar þeirra hafa gengið eftir, en samt haldið þið enn ótrauðir áfram að pumpa frá ykkur sama bullinu ár eftir ár um skelfilegar afleiðingar ef við ekki tökum á okkur að einkavæða þennan þjófnað Landsbankans.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 15:53
Ætli það sé til sá maður sem sagði Já við Icesave og er á móti ESB
eða
Maður sem sagði nei við Icesave og er með ESB
Bara pæling
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 16:21
Einsog ég sagði áðan (sumir tregir að lesa) þá nefndi ég eitt stykki NEI sinna sem hélt því fram að NEI þýðir að málið er lokið.
Eina sem ég heyrði frá ykkur NEI-köppunum var "við borgum ekki skuldir óreiðumanna" ,milli þess að þið sleikið slátrið á honum Dabba, er þá ekki vera að gefa í skyn að með því að segja NEI þá er ekker verið að borga??
Svo er ég ekki að koma með neina heimsendaspá. ÉG vona að Ísland verður ekki fyrir neinu kostnaði. En það breytir því ekki að NEI sinnar hafa logið af þjóðinni og eru greinielga langt frá því að vera hættir. Ef maður tekur mark á Sigurð kappanum.
En ég bið ekki um mikið. Afsökunarbeðni á heimasíðu Indifence mundi næja. Það þurfti ekki einusinni að tilkynna þetta til fjölmiðla. Bara hafa þetta á síðunni rétt svo maður getur linkað á þetta.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 16:48
sleggjan
þeir eru til.
En þeir eru ekki margir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 17:04
Ef þú getur ekki sagt hvar hann Egill á að hafa sagt að málinu væri lokið með nei-inu ættir þú að biðja hann afsökunar á að ljúga þessu upp á hann hér.
Þú getur heldur ekki sagt hvar þú ætlaðir að taka peninginn til að greiða þennan samning en grenjar samt yfir lögfræðikostnaði sem er míkróbrot af þeim kostnaði sem samningurinn átti að kosta.
Þú ættir að hafa vit á að hætta þessu bulli maður.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 17:06
Þú mannst hlutina eins og þér hentar best.
Hér er t.d. Steingrímur stórsvikari, formaður vinstrihægriframogaftur grænna í apríl í fyrra að tala um að salan á Iceland muni tryggja að ekki falli króna á ríkissjóð vegna Icesave.
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/04/07/icesave_gaeti_horfid_med_solu_a_iceland/
Það er að verða ár síðan.
Og augljóslega kemur ekki mikið í kassan jafnvel þótt keðjan verði seld ef það á að lána allt kaupverðið.
Það átti að vera áhættulaust að samþykkja síðasta samning því salan á Iceland myndi tryggja að ekkert lenti á ríkinu.
Bara enn ein lýgin í áróðrinum.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 17:27
"við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna"
Hvað felst í þessum orðum sem þú og þínir hafa margendurtekið í heil tvö ár?
Jú að með því að segja NEI þá borgum við ekki neitt.
Sem er gróf lýgi og það er mjög mikil vonbrigði að NEI sinnar sætta sig ekki við þessa staðreynd og halda áfram að gjamma útí loftið þó að staðreyndirnar sýna annað.
Þessi Iceland verslun er eflaust fín búð. Hvort hún selst á 100milljarða eða 300milljarða mun bara koma í ljós. Þessi Iceland verslun var aldrei mín rök. Sama hvað aðrir halda fram.
En víst við erum komin í Iceland umræðu þá voru NEI sinnar duglegir að hamra það í almenning að ef allt fer á versta veg og Ísland tapar dómsmálinu þá er nóg peningur í þessari Iceland keðju.
Iceland var notað sem rök á báða bóga.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 18:30
Sæll.
Málið er í raun afar einfalt: Það er ekki ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðnum og þar sem um tryggingasjóð er að ræða var aldrei gert ráð fyrir kerfishruni. Ef allir sem tryggja hjá ákveðnu tryggingafélagi hér, segjum Y, yrðu fyrir tjóni sem félagið þyrfti að borga færi það að öllum líkindum á hausinn. Þetta hefur áður komið fram en þarf að halda til haga. Höfundur þessara tilskipunar hefur sagt að ekki sé gert ráð fyrir ríkisábyrgð. Hann hefur einnig sagt að menn sáu aldrei fyrir algert hrun líkt og varð en það er skiljanlegt þar sem um tryggingasjóð var að ræða en ekki ábyrgðarsjóð.
Það VAR ekki ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum af samkeppnissjónarmiðum. Nú er hins vegar búið að breyta þessu sem frekar undirstrikar að ekki var ríkisábyrgð skv. tilskipunum ESB. Að auki liggja fyrir bresk lögfræðiálit sem undirstrika þetta en Svavar kaus að stinga þeim undir stólinn. Lögfræðin í kringum þetta mál er í raun ekki flókin.
Nú fer málið fyrir EFTA dómstólinn og þá verður forvitnilegt að sjá hvort sá dómstóll er sjálfstæður eða einungis skálkaskjól fyrir stóru löndin innan ESB. Annars er mjög merkilegt að ESB skuli ekki hafa getað farið að eigin tilskipunum gagnvart okkur og undirstrikar enn frekar að við eigum ekkert erindi þangað.
Einnig er mikilvægt að haft sé í huga að niðurstaða EFTA dómstólsins er einungis ráðgefandi. Varnarþing íslenska ríkisins, líkt og annarra ríkja, er fyrir þarlendum dómstólum. Ef EFTA dómstólinn getur ekki dæmt eftir þeim reglum sem giltu um þetta á sínum tíma hefur sá úrskurður ekkert gildi. Ef nýlenduveldin ætla sér að fá pening verða þau að sækja hann fyrir héraðsdómi Rvk. og ég trúi eiginlega ekki öðru en dómarar þar geti farið að þeim reglum sem um tryggingasjóðinn giltu.
Þessi ríki láta auðvitað öllum illum látum vegna þess að þau finna að hjá skoðanabræðrum og systrum nr. 5 er engin mótstaða, menn lyppast bara niður ef einhverjir aðilar innan ESB segja eitthvað. Ef þeim hefði sagt verið strax í upphafi að fara ætti eftir reglum ESB um þessi mál væri staðan allt önnur núna.
Helgi (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 18:37
@Sigurður
Ég skil ekki þetta tal í þér að það komi minna í kassann ef það er lánað.
Segjum ef Godman Sachs lánar fyrirtæki A til að kaupa Iceland Keðjunna. Borgar með láninu til Slitastjórnar.
Varla ertu að tala um að slitastjórn Landsbankans láni fyrir kaupunum? Slitastjórnin er ekki bankastarfsemi né lánastarsemi. Slitastjórnin er bara vinna úr eignum úr þrotabúi
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 18:37
Hvells,
Jú, ég er að tala um að slitastjórnin láni fyrir kaupunum.
Ég linkaði inn á frétt þess efnis hér að ofan, en það var ein tilraunin til að "selja" þessa verslunarkeðju í fyrra.
Nánast engin útborgun, og slitastjórnin lánar fyrir kaupunum.
ss. ekkert í kassann og Icesave vextir halda áfram að tikka um ókomin ár.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 18:46
,,Einnig er mikilvægt að haft sé í huga að niðurstaða EFTA dómstólsins er einungis ráðgefandi"
Eiginnlga allt rangt og vitlaust í innleggi gísli, eiríkur, helgi - en að vísu eigi alls óvænt þegar verið er að tala um almenna rugludalla og ofstækismenn eins og ykkur andstæðinga þess að ísland standi við sínar alþjóðlegu skuldbindingar. Og í framhaldinu að ísland gerist vanskilaríki og hálfgert barbarista ríki.
Ísl. dómsstólum ber skilda til að fara eftir EFTA dómsstól. Skilda. Skuldbundið til þess gegnum milliríkjasamning.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2012 kl. 18:59
Öflugt fjármálakerfi á Íslandi er jú nauðsynlegt. Það sama gildir um þau lönd sem nú á að kúga, utan Íslands. Ég á mjög erfitt með að einangra hagsmuna-skoðun og sýn mína einungis við Ísland. Enginn er eyland í veröldinni.
Spillingin er svo miklu dýpri og allt annars eðlis í öðrum löndum. Það veit ég eftir að hafa unnið með mönnum frá spilltri Evrópu, og eignast þá sem góða vini sem sögðu mér hvernig raunverulega Evrópan er niður við grasrótina.
En vonandi átta leiðtogarnir sig á að það er skammgóður vermir að múta, kúga og drepa þrælana!
Leiðtogarnir eru samt því miður svo siðblindir og sjúkir að ég á ekki von á því.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2012 kl. 00:48
það er ekkert land nema Ísland sem hefur staðið í að verða 4 ára stappi með það að standa við lágmarksinnstæðutryggingar sem ríkjum á EES svæðinu ber skilda til að sé til staðar. Öll önnur ríki hafa staðið við þetta sem vonlegt er. þeta icesaveskuldarmál er ekkert tengt neinu öðru en skildbindingum landsins að greiða lágmarkstryggingar.
Í framhaldi, og í ljósi þróunnar gegnum misserin (því þetta mál er að verða 4 ára) og því hvernig málið allt er vaxið - þá verður þessi bæxlagangur í kringum þetta afmarkaða mál sífellt kjánalegra. Málið er vaxið þannig að innstæður voru gerðar að forgangskröfum, rónin hefur eitt í ljós að eignir dekka þessa skuld mestanpart. Við erum að tala um algjört pínötts í heildar fjármálaumsýslu ríkisins. þessar æpandi tölur sem sumir voru með voru og eru ekkert annað en óp og garg útí loftið.
Að fara útí málaþvarg útaf svona atiði eins og lágmarkstryggingum er alveg fáheyrð firra. Fáheyrð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2012 kl. 01:24
Deilan snýst ekki um að greiða lágmarksinnistæðurnar, að mig minnir, heldur það að Bretar og Hollendingar voru með mun hærri lágmarkstryggingar en segir um í lögum ESB. Ekki man ég nú tölurnar nákvæmlega en mig minnir að Bretar hafi verið með um 50 þúsund pund og eitthvað álíka hjá Hollandi. Lágmarkstryggingin er hinsvegar rétt yfir 20 þúsund evrum. Það er óumdeilanlegt og til stendur að greiða Bretum og Hollendingum þá upphæð við fyrsta tækifæri. Enda hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum á síðustu mánuðum að fyrstu greiðslurnar til þeirra verði á þessu ári. Deilan snýst semsagt um hvort að við eigum að greiða umframtryggingar til Hollendinga og Breta ásamt einhliða ákvörðuðum vöxtum af láni sem við tókum aldrei.
Það verður að teljast líklegra að EFTA dómstóllinn dæmi eftir ESB lögunum frekan en Breskum og Hollenskum og því mun upphæðin sem Nýlenduveldin reyndu að þvinga okkur til að greiða helmingast.
Reputo, 12.1.2012 kl. 12:48
Nei. Snýst ekki um það. Snýst um að hverju ríki bar skilda til samkv. alþjóðasamningi og skuldbindingum að greiða lágmarksbætur innan þar til gerðs tímaramma sem útlistað var í ákv. dírektífi. Allt og sumt. Öll ósköpin.
það að Ísland setti lög sem gerðu allar innstæður að forgangskröfum og tryggðu allt uppí topp hér - er beisiklí önnur umræða óskild hinni fyrri.
En þetta er lenskann hérna uppi í fásinninu. Fólk þvaðrar og þvælir án þess að hafa minnstu glóru eða vit á umræddu efni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2012 kl. 13:04
Reyndu nú að temja þér skemmtilegra orðbragð Ómar Bjarki. Svona munnsöfnuður og uppnefningar sem þú viðhefur í þessum þræði dæmir þig sjáfkrafa úr umræðunni og enginn tekur mark á þér. Það er mjög gott og blessað að ræða þessi mál og miðla upplýsingum, en með því að tala niður til fólks og uppnefna það segir mun meira um þann sem viðhefur slíkt en andstæðinginn.
Reputo, 12.1.2012 kl. 15:09
þið þjóðrembingsöfgamenn eruð allra síst færi um að setja öðrum reglur um orðaval. Allra síst.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2012 kl. 15:28
Ómar er fyrir löngu búinn að skrifa sjálfan sig úr leik með bullinu í sér, alveg frá vormánuðum 2009 þegar allir sem ekki vildu samþykkja Svavarsafrekið voru öfgafullir þjóðrembingar sem ekkert vissu í sinn haus.
Ómar hefur krafist þess að hvaða samningur sem er sé borgaður, alveg sama hvað hann kostar þótt hvert einasta mannsbarn viti í dag að Svavarssamningurinn hefði sett ríkissjóð lóðbeint í gjaldþrot, enda alveg útilokað með nokkru móti að ríkið hefði nokkurn tíman ráðið við að borga þann samning.
Bara vaxtakostnaðurinn einn og sér hefði leitt okkur í greiðsluþrot og allar eigur ríkisins veðsettar til breta og hollendinga.
Löngu er orðið tímabært að draga þá Steingrím og Svavar fyrir Landsdóm með ákæru um landráð fyrir þau ósköp og ótrúlegt að menn eins og Ómar sem börðust fyrir samþykkt hans skuli ekki fyrir löngu vera búnir að draga sig í hlé, heldur eru enn að uppnefna þá sem tóku þátt í að hindra gjaldþrot íslenska ríkisins.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 15:39
Athyglisvert hve margir þvaðra um þessa icesaveskuld - þora ekki að leggja nafn sitt við skrifin.
þa er athyglisvert en jafnframt skiljanlegt. Slíkt er nú hálfvitabullið sem látið er frá sér. Hvoert sem menn kalla sig, gísli eiríkur helgi eða rassópúlos eða siggi eða sigga.
þbvílíkir apakettur og þjóernis andskotans ofstækismenn og sjallabjálfar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2012 kl. 16:36
Ja hérna Ómar, missti mamma þín þig á hausinn í barnæsku? Ég held að þú ættir allavega að láta athuga hann hjá einhverjum sérfróðum sem getur gefið þér eitthvað við því sem hrjáir þig..... nema að þú sért að trolla umræðuna. Það þarf kannski óhefðbundnari meðul við slíku. En á þér tek ég ekki mark framar og mun skrolla yfir þín innlegg framvegis á blogginu.
Ef að nafn mitt linar þjáningar þínar eitthvað að þá ætti það að taka þig ca 5 sekúntur að komast að því með því að smella á notendanafnið mitt.
Eigðu nú góðar stundir og prófaðu að anda með nefinu.
Reputo, 12.1.2012 kl. 18:08
Eini kosturinn við þig Ómar er að þú hefur fyrir löngu margsannað það að það er ekkert sjálfgefið að umræðan verð málefnanlegri við það að skrifa undir fullu nafni.
Það er alltaf hægt að benda á þig sem dæmi, og þú stendur alltaf fullkomlega undir væntingum með sóðaskapinn, þótt hann sé undir nafni.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 18:53
Óskaplegur vesal og aumingjaskapur er þetta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2012 kl. 18:58
Ps. já er siggi sýra kominn með sínar lífsreglur og dóma öðrum til handa. Einmitt. Hafðu vit á að þegja sjallaræfill!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2012 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.