Þriðjudagur, 10. janúar 2012
Byggðarstefna
Samgöngur er ákveðin byggðarstefna. Hún kostar pening og því óraunhæft að búast við einhverjum gróða vegna ganga útá landi.
Góðar samgöngur er gríðarlega mikilvægar til að halda byggð út á landi.
hvells
![]() |
Helstu forsendur innan marka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk núna líkar mig við þig
Sigurður Haraldsson, 10.1.2012 kl. 17:18
Það er rétt hjá þér, að samgöngur eru byggðastefna og að varla er hægt að búast við gróða af jarðgöngum.
Vandinn er að Vaðlaheiðagöng eru aftarlega á samgönguáætlun og til að koma þeim framar er beitt brögðum og fólki talin trú um að hægt sé að gera þau án þess að ríkið leggi til fjármagn.
Eðlilegast er að þingmenn viðurkenni þá staðreynd að einhver kostnaður geti fallið á ríkissjóð og ákveði að fara í þessa gangnagerð þrátt fyrir það. Að ákveðið verði hvert veggjaldið skuli verða og að mismunurinn greiðist úr ríkissjóð.
Að fara af stað með framkvæmdina á þeim forsemdum sem liggja fyrir og eru reyndar nokkuð mismunandi, allt frá því að vera fjárhagslega sjálfbær til þess að verða kostnaðarsöm fyrir ríkissjóð. Einhversstaðar þar á milli mun endanleg niðurstaða verða. Þetta mun leiða til annars tveggja, að ríkissjóður verði að taka á sig skuldbindingu sem ekki er samþykkt við upphaf verksins, eða að gjaldið um göngin verði hækkað svo það standi undir gerð gangnanna. Þá er hætta á að vilji til að nota göngin verði minni og grundvöllur gangnanna fallið að fullu og allur kostnaður lendi á ríkissjóð.
Þessi feluleikur er ekki gott fordæmi og í stíl við það viðskiptaumhverfi sem hér ríkti fyrir hrun. Það á einfaldlega að taka ákvörðun um göngin á þeirri forsemndu að þau muni kosta ríkissjóð eitthvað. Á réttum forsemndum.
Mismunur á framkvæmdum við Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðagöng er einkum sá að Hvalfjarðargöng voru gerð af fyrirtæki sem var algjörlega ótengt ríkissjóð en hann hins vegar ábyrgðist lán á byggingartíma. Að Vaðlaheiðagöngum stendur fyrirtæki sem er í 51% eigu ríkissjóðs.
Svo má velta fyrir sér hvort ekki ætti að vera með gjaldtöku í öllum göngum landsins. Auðvitað mun sú gjaldtaka ekki borga þær framkvæmdir, en það kæmi þó kannski örlítið upp í kostnað þeirra.
Í Hvalfjarðargöngum er tekið gjald, það er mjög auðvelt að nota það gjald til viðmiðunar með því að deila lengd þeirra gangna í gjaldið og síðan reikna út gjöld annara gangna með því að margfalda þá tölu með lengd hvers þeirra um sig.
Ég vil þó taka skýrt fram að ég er á móti veggjaldtöku. Ökumenn borga þegar nægann skatt til ríkisins í gegnum eldsneytis og kílómetragjöld. Ef sá peningur sem þar kemur í ríkiskassann væri notaður til þess er honum var ætlað, þyrfti ekki að rífast um hvort Vaðlaheiðagöng séu fjárhagslega sjálfbær. Það þyrfti ekki að rífast um hvaða göng ættu að verða fyrst.
Við gætum einfaldlega byrjað strax og borað okkur í gegnum þau fjöll sem við teljum þurfa og að auki lagt af gjaldið gegnum Hvalfjarðargöngin!
Gunnar Heiðarsson, 10.1.2012 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.