Þriðjudagur, 10. janúar 2012
Ásmundur fer með fleypur einsog vanalega.
Hann þarf að leita til Hreyfinguna vegna þess að Jón Bjarnason er alveg eins líklegur að feta í fótspor Ásmund Einars og fara yfir í Framsóknarflokkinn. Enda er Jón Bjarnason Framsóknarmaður fyrst og fremst.
En Ásmundur Einar er bullukollur einsog vanalega. Er hann að neita að taka við styrkjum frá ESB t.d styrkur Matís sem notað er til þess að greina eiturefni í matvæli. Vill Ásmundur Einar að Íslendingar borði eitur í nafni sjálfstæðis?
Restin sem hann segir líka er tómt bull. Ég bara nenn ekki að eyða meiri tíma í þennan dreng sem hefur engar hugsjónir nema að vera á móti ESB. Einsmáls þingmaður. Sorglegt.
Svo vill meirihluti Íslendinga sjá samninginn.
Ásmundur og aðrir NEI sinnar eru að reyna að svifta kostningaréttinn af þjóðinni.
Menn sem eru að reyna að svifta lýðræði af þjóð sinni eiga ekki rétt á að láta taka mark á sér.
hvells
![]() |
Ásmundur Einar: Hver er staða ESB-umsóknarinnar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað er Ásmundur Bullukollur, hálviti og ég veit ekki hvað, enda er hann að spyrja spurninga um samningsmarkmið og framgöngu ESB umsóknarinnar, enda vill Jóhanna og össur ekki að fólk hafi sjálfstæða hugsun enda á fók bara að gera það sem því er sagt að gera- eins og 2007, er það ekki?
Þetta blogg dæmir sig sálft
Brynjar Þór Guðmundsson, 10.1.2012 kl. 16:53
Það er fínt að koma með spurningar. En ekki svona bull spurningar sem kemur frá einstakling sem hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala. Sem er hreint ótrúlegt vegna þess að hann vinnur við þetta.
Björn Bjarnason er dæmi um NEI-sinna sem veit a.m.k um hvað hann sé að tala.
En ef Ásmundur vill halda áfram að niðurlægja sig þá er mér sama.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 16:57
Var það ekki loforð SF að kosið yrði um samning í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu ? en nú segir Össur að það verði ekki - er þetta ekki svik við kosningaloforð ?
MOS sagði eftir kosningarnar 2009 að ef SF næði ekki að klára þetta mál á kjörtímabilinu hefði flokkurinn ekkert í stjórnmál að gera - ég hef rætt við innmúraða sf - menn sem segia að það verði verulega slæmt fyrir flokkinn ef hann klára þetta ekki.
Óðinn Þórisson, 10.1.2012 kl. 17:20
Hvenær sagði Össur að það verði ekki ráðgefandi atkvæðagreiðsla um plaggið? linkur?
sleggjan (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 17:47
21.12.2011 | 20:22 | frétt mbl
"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir ekki útilokað að takist að ljúka viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu á þessu kjörtímabili. Það sé hins vegar ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn verði ekki haldin fyrr en eftir kosningar"
Óðinn Þórisson, 10.1.2012 kl. 19:04
Tafir á þessu máli getur ekki skrifast á SF. Það væri nær að líta til VG og ráðherrar í þeirra armi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 19:09
"Það er fínt að koma með spurningar. En ekki svona bull spurningar sem kemur frá einstakling sem hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala. Sem er hreint ótrúlegt vegna þess að hann vinnur við þetta. Björn Bjarnason er dæmi um NEI-sinna sem veit a.m.k um hvað hann sé að tala."
Déjá vu; þetta var sagt um þá sem höfðu áhygjur af bönkunum og spurðu spurninga.
Þarna spyr Ásmundur Daði óþægilegra spurninga sem skipta höfuð máli fyrir framtíð íslendina og þess vegna er hann drullusokkur. Það eru engin samningsmarkmið önnur en að ganga í ESB, sama hvað það kostar og öllu skal fórnað fyrir það. Svartfuglsveiðar skipta veiðimenn t.d. miklu máli, það er frarið að banna þessar veiðar og ekki einu sinni reynt að berjast fyrir því.
Brynjar Þór Guðmundsson, 10.1.2012 kl. 21:56
Það á að spyrja spurningar. En lýðskrumsspurningar eru óþarfar.
Samningsmarkmið?
Þegar maður spilar póker þá á ekki að sína spilin sín.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 23:37
Einu samningsmarkmið þessarar ríkisstjórnar er að ganga í ESB
Þar fyrir utan er þetta ekki póker heldur samningarviðræður, ESB veit allt sem er hægt að vita og því tilgangslaust að "fela spilin", slígt mun aðeins skaða stöðuna og skilar verri samningi þar sem samningasemdin stendur eins og hauslaus hæna og seigir ok ok.
Brynjar Þór Guðmundsson, 11.1.2012 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.