Mánudagur, 9. janúar 2012
Kostir og gallar við Landsdóm
Í fyrsta lagi þá mældi Rannsóknarskýrsla Alþingsi með því að ákæra ráðamenn til Landsdóms. Þremeningarnir sem stóðu að skýrslunni vita hvað mest þessi mál og því ber að taka þeirra álit alvarlega.
Kosturinn við þennan Landsdóm er að þjóðin mun fá meiri upplýsingar um hvað gerðist þegar þungaviktarmenn fara í vitnistúkuna.
Það er einnig kostur að valdamiklir menn upplifa sig ekki sem ósnertanlega eftir að Geir hefur verið kærður. Allir geta verið teknir á teppið.
Ókosturinn er að hann einn er gerður að blórabögli og sú staðreynd að pólitiskir andstæðingar kærðu hann.
hvells
![]() |
Segist saklaus af ákæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Finnst þér myndin með fréttinni ekki góð, Geir totally saklaus við KROSSINN
DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 18:47
tær snilld einsog einhver mundi segja :)
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 18:51
Algjörlega sammála þessari færslu. Það eru upplýsingarnar við vitnaleiðslurnar sem þjóðin vill heyra.
Hver sagði hvað við hvern og hvenær. Hver ber ábyrgð á einstökum gjörðum.
Annars er þekkt PR trick á Íslandi að fara í viðtal við erlendan fjölmiðil. Þeir hafa meiri vægi í hugum Íslendinga. Ef hann hefði sagt þessi orð við Helgarblað Morgunblaðsins væri þetta ekki eins áhrifaríkt.
Ekki hætta við Landsdóm!
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 19:05
Þetta er forvitnilegt: "Í fyrsta lagi þá mældi Rannsóknarskýrsla Alþingsi með því að ákæra ráðamenn til Landsdóms."
Hvar er þetta í skýrslu rannsóknarnefndarinnar?
Þórhallur Birgir Jósepsson, 9.1.2012 kl. 19:43
"Rannsóknarnefnd Alþingis taldi þrjá ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafa vanrækt starfsskyldur sínar og fjallaði ítarlega um refsiheimildir vegna brota í störfum ráðherra."
There you go my friend.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 19:53
Sú staðreynd að margir vita ekki að Rannsóknarnefndin mældi með Landsdóm sýnir bara að áróðursmaskína Moggans er gríðarlega sterk.
Einföldu sálirnar sem skortir gagnrýna hugsun láta blekkjast.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 22:50
"Rannsóknarnefnd Alþingis taldi þrjá ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafa vanrækt starfsskyldur sínar og fjallaði ítarlega um refsiheimildir vegna brota í störfum ráðherra."
Þetta segir ekkert um álit nefndarinnar um dóma eða refsingar og alls ekkert um Landsdóm. Og - enn er ósvarað spurningu minni: HVAR er þetta í skýrslunni?
Þórhallur Birgir Jósepsson, 10.1.2012 kl. 10:34
Fjallaði ekki um dóma og refsingar. Það er einmitt hlutverk Landsdóms.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.