Mánudagur, 9. janúar 2012
Foreldrar þurfa að grípa til ráðstafana
Það er alveg klassík að kenna stjórnvöldum um eigin mistök.
Eigum við að leggja fleiri sykurskatta?
Nei. Foreldrar þurfa að ala börn sín rétt upp. Kenna þeim hvað sé hollt að borða og hvað er óhollt. Kenna þeim heilbrigðari lífshætti.
Einnig skulu foreldrar hvetja börn sín til þess að hreyfa sig meira. Kenna þeim útileiki og holla hreyfingu.
Of feit börn eru alltaf foreldrum að kenna. Foreldrar eru þeir sem gefa börnunum að borða. Ekki fara börnin á KFC og panta sér eina stjörnumáltíð. Börn eru ekki með peninga nema kannski nokkra hundraðkalla
Ég sé fyrir mér foreldra kaupa handa börnunum sínum Playstation 3, hlaða í þau nammi og hamborgunum og svo kvarta út í stjórnvöldum hvað börnin séu feit.
kv
Sleggjan
![]() |
Aðgerða er þörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Facebook
Athugasemdir
Já mikið er ég sammála þér. Auðvitað liggur vandinn heimafyrir hver sem hann er, og ábyrgðin er fyrst og fremst foreldrum eða uppalanda að kenna.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.1.2012 kl. 20:39
En það má ekki gleyma að vissulega eru til sjúkdómar sem orsaka yfirþyngd og sökin þá annarsstaðar, en upp til hópa þá er ábyrgðin heimafyrir segi ég.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.1.2012 kl. 20:42
Foreldrar bera mestu ábyrgðina. En ég er ekki á móti sykurskatti. Ég væri allavega til þess að taka umræðuna. Skoða kosti og galla.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 22:52
Það átti að setja sykurskatt 2009 en það endaði í rugli.
Bændasamtökin, öflugustu hagsmunarsamtök Íslands, harðneytuðu. Einsog allir vita þá er gríðarlega mikill sykur í jógúrt, engjaþykni og hrísmjólk og hvað það sem þetta heitir. Bændur vildu ekki gefa tommu eftir. Alþingismenn limpuðust niður og úr varð fíaskó.Einhver óskiljanleg vörugjöld var niðurstaðan sem varð til þess að hreint sódavatn fékk á sig sykurskatt.
Það sem byrjaði með sykurskatti endaði í óskiljanlegum vafning
Grænt te og fleiri hollir drykkir sem var sykurlaus fékk á sig skatt
Allar þessar vörur sem eru hlaðin af sykri og skemma tennur í börn og fita þau eru skattlaus vegna Bændasamtakana
Það er kominn tími á að stjórnmálamenn hætti að láta hagsmunarsamtök stórna sér og byrja að hugsa um almannahag
hveels
Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 23:08
Hollustan er mikilvægust til að halda góðri heilsu.
Sumir foreldrar hafa ráð á hollustunni, en því miður fjölgar þeim sem ekki eiga fyrir hollri matarkörfu. Þar spilar margt inn í. Kaupmáttur rýrnar dag frá degi í boði þeirra sem stjórna (bæði fyrr og nú). Það vita allir að það er dýrara að borða hollan og hreinan mat.
það sem fær allt of litla umfjöllun er að mjög mörg börn eru með eyðilagða þarmaflóru og slappa næringarupptöku vegna ofnotkunar pensillíns. Foreldrar eru ekki ábyrgir fyrir háskóla"fræði"-læknamistökum, eins og misnotkun pensillins. Það er heldur langsótt, að ætlast til að foreldrar hafi upp í gegnum árin átt að hafa vit fyrir læknunum, sem eru langskólagengnir og eiðsvarnir lækninga-"meistarar".
Ég er alls ekki að deila á lækna almennt, heldur lyfjamafíuna, sem stjórnar læknanáminu eftir sinni "heilsu"-hagfræði! Þeir sem voga sér að mótmæla þessari háskóla-"heilsuhagfræði" er hótað að missa læknaleyfið, af þessari lyfjamafíu sem stjórnar Íslandi.
Þannig vinnur lyfjamafían, og hún stjórnar íslenskum ríkis-fjölmiðlum ásamt restinni af draslinu.
Lyfjamafían nýtur svo aðstoðar nokkurra hjálpar-lækna á "mikilvægustu viðskiptaspítölunum" sem ég ætla ekki að nafngreina núna (hef gert það áður án árangurs). Þeir geta sjálfir haft vit á að segja sannleikann, það er að segja ef þeir hafa siðferðisvit/heilsu til þess.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.1.2012 kl. 10:22
Gleymdi að benda á að gervisykur er miklu óhollari en venjulegur sykur, og veldur meiri offitu og sjúkdómum en þessi venjulegi hvíti sykur.
Það er til hollur sykur, en hann er rándýr. Sykur er nauðsynlegur í réttu magni eins og allt annað, sem notað er í hófi. Öfgar eru óhollastar af öllu, sama í hverju það er.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.1.2012 kl. 10:28
Læknar mega lita í sinn barm líka.
Ég bið bara um smá gagnrýna hugsun.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 12:47
Rétt hjá þér anna með Pansilínið og önnur lyf.
Þegar ungir foreldrar lenda í veikindum hjá barni kemur upp smá "panic". Það er farið með það beint á sjúkrahús og því gefið lyf.
En í alvöru ætti kannski að bíða í nokkra daga heima og leyfa líkamanum að vinna úr veikindunum og styrkja um leið ónæmiskerfið.
sleggjan (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 13:35
Foreldrar taka enga áhættu með börnin sín. Og eiga ekki að gera!
Það afsakar hins vegar ekki þá lækna sem afgreiða "tilfellið" með pillum ef annað gæti dugað.
Kolbrún Hilmars, 10.1.2012 kl. 17:38
Líkaminn okkar er alveg merkileg smíð og læknar sig sjálfur í flestum tilfellum.
Þú nefnir áhættu. Ég tel vera meiri áhætta fólgin í því að dæla í börn lyfjum sem líkaminn sjálfur getur læknað á nokkrum dögum, og um leið veikja ónæmiskerfið. Það tel ég vera stórhættulegt til lengri tíma.
Barnið á að vera heima, foreldri með því, og auðvitað mæla hita og líðan og annað slík, ef veikindin fara yfir strikið eða vara of lengi þá á að fara með það til læknis.
Það má flokka það sem leti að vilja ekki sinna veiku barni án lyfja. The easy way að fá lyfin, þá hættir gráturinn o.s.frv.
sleggjan (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 17:51
Allir verða veikir, og það er eðlilegt að leyfa líkamanum að vinna á umgangsveikindum, án þess að lyfjanotkun komi til.
Læknar eru eins og annað fólk, kúgaðir af ofurspilltum öflum. Það er ekki endilega alltaf auðveldast að vera læknir, frekar en svikinn sjúklingur. Umræðan er þörf.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2012 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.