Sunnudagur, 8. janúar 2012
Sleggjan mælir með blogginu hans Björn Vals
Bloggið hans Björn Vals á Smugan.is er mjög gott.
Ástæðan:
-Hann bloggar oft. Að jafnaði bloggar hann annan hvern dag. Það getur verið þreytandi að fylgjast með bloggi sem er ekki uppfært reglulega.
- Hann talar tæpitungulaust og er óhræddur að koma með sínar skoðanir. Þegar ég skoða bloggsíður vill ég fá skoðanir fólks beint út. Bloggsíður eiga nefninlega ekki að vera eins og fréttamiðlarnir.
- Hann getur alltaf heimilda þegar hann heldur fram staðreyndum. Mjög mikilvægt. Það getur verið þreytandi þegar bloggarar halda einhverju fram sem eiga ekki við rök að styðjast. Hann vísar á aðrar síður í næstum hverri bloggfærslu. Hér er dæmi um eina slíka. Ég taldi 13 vísanir í heimildir sem verða að teljast nokkuð gott.
Björn Valur er í Vinstri-Grænum og ekki styð ég þann flokk sérstaklega. Ég hef ekki talið mig vera sérstakan vinstri mann. En gaman hef ég af vönduðum bloggsíðum sem skoðanir koma skýrt fram.
Einnig vantar aggressive mótsvar við öllum árásunum á ríkisstjórnina, mótsvar við LÍÚ. Það er nóg til af miðlum eins og AMX, Evrópuvaktina, Morgunblaðið, Staksteinar, T-24 , andriki.is osfrv. Björn er óhræddur að hjóla í þessa kalla. Hann stendur einn í því. Ef þið vitið um fleiri sterka bloggara þá megið þið benda á það.
Smugan.is er ekki sá vefur sem margir landsmenn lesa. Fara þá margir á mis við bloggið hans Björns þannig mér finnst gott og skylt að benda á þessa síðu
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Facebook
Athugasemdir
Þú átt væntanlega við Björn Val Gíslason, þingmann VG og skipstjóra frá Ólafsfirði?
Maður heitir Björgvin Valur Guðmundsson, kennari á Stöðvarfirði og Samfylkingarmaður. Þeim hefur verið ruglað saman, kannski ekki meira en svo að fólk hafi ruglað nöfnum en ekki mönnum.
Þeir eru báðir fínir bloggarar, þó maður þurfi ekki að vera sammála þeim.
kveðja, Sveinn Ólafsson.
Sveinn Ólafsson, 8.1.2012 kl. 18:57
Björn Valur er maðurinn.
Björgvin Valur eflaust fínasti kennari
kv
sleg
Sleggjan og Hvellurinn, 8.1.2012 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.