Björt Framtíð fínt nafn á Guðmundarflokknum

Mér finnst Björt Framtíð fínt nafn á hinum nýja stjórnmálaflokki.

Það er reyndar frekar erfitt að fallbeygja nafnið ef talað er í einhverjum hamagangi. En ég vona samt að skammstöfunin BF verði almennt notuð í umræðunni. Svona eins og talað er um Vinstri Græna sem VG.

Annars hefði ég frekar valið nafnið Fjörflokkurinn með skýrskotun í Fjórflokkinn sem er á leiðinni af þinginnu og svo er smá húmor í nafninu svona í ljósi þess að Besti Flokkurinn er með í þessari súpu.

 

Guðmundur Franklín er með nafnið Hægri-Grænir. Það er furðulegt því hann talar um að hann vilji virkja meir og setja upp álvar í Helguvík og Húsavík. Ekki beint græn hugsun þar í gangi.

 

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

"Sama gamla" væri líka í lagi og segði líklega meira um flokkinn en Björt framtíð.

Lúðvík Júlíusson, 8.1.2012 kl. 10:12

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sameina  besta, næsta besta, L-lista, bjarta framtíð, vg og sf í einn vinstri - flokk   hef verið áhugamaður um þetta mjög lengi

Óðinn Þórisson, 8.1.2012 kl. 11:16

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Endurvekja R listann.

lýst ekkert á það.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 8.1.2012 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband