Föstudagur, 6. janúar 2012
Til umhugsunar.
Þessi maður fékk mikla samhúð og var einhversonar "posterchild" yfir harðduglegt fólk sem varð illa útur kreppunni. Ég man þegar Þór Saari tók brak úr húsinu til að afhenta forsætisráðherra. http://eyjan.is/2009/06/18/thor-saari-med-brak-ur-holmatunshusinu-handa-johonnu/
En svo kemur í ljós að hann hefur verið kærður fyrir að svíkja út fé á fólki og var komið í bullandi rugl í byrjun 2007. Sjálft góðærisárið. Þess vegna er mjög erfitt að sjá að kreppan og gengifall skuli hafa komið honum í vandræði.
Það er til nóg af fólki sem segjast vera fornamlamb kreppurnar og vilja fá afskrifaðar skuldir vegna "forsendurbrest" en hafa síðan verið í bullandi rugli í fjölda ára. Þessi hópur leynist m.a í Hagsmunasamtökum Heimilana.
hvells
![]() |
Ákærður fyrir að eyðileggja hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessari færslu þinni.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.1.2012 kl. 13:27
Hér á Íslandi er enginn skortur á fólki sem stundar óvandaða viðskiptahætti - bæði innan bankanna og utan. En því miður eru "úrræði" Skjaldborgarstjórnarinnar með þeim eindæmum að það borgar sig ekki að hafa sýnt ráðvendni. Það fólk sem var hóflega skuldsett situr nú og er skuldsett upp í rjáfur. Sparnaðurinn horfinn og vonleysi um að losna úr snörunni.
Sigurður Hrellir, 6.1.2012 kl. 13:35
Ég hef mikla samúð með fólki sem fór varlega og er núna með ekkert eigið fé.
En óráðsíufólkið hefur komið illu orði á Hagsmunasamtök Heimilana.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.1.2012 kl. 15:00
Hefur þú eitthvað fyrir þér í því að í Hagsmunasamtökum heimilanna séu fleiri óreglumenn en sitja á Alþingi td ? Þessi hagsmunasamtök hafa hjálpað öllum íslendingum og barist fyrir réttlátri stöðu venjulegs fólks í landinu. Þetta komment þitt er svona svipað og ég segði að þú tilheyrðir þjóð sem er pervertar,morðingjar, nauðgarar, fjársvikamenn, lygarar og upp til hópa aumingjar. Enda er það daglegt brauð í þínum hópi.
(Íslendingar) Stundum betra að líta í kringum sig og í spegil áður en farið er að benda á að einhver hópur sé verri en annar. Ísland í heild sinni er óþverra staður að vera á undanfarin misseri. Forseti,Biskup,lögregla,Alþingismenn svo einhver dæmi séu nefnd hafa sýnt af sér slæm fordæmi og limirnir dansa eftir höfðinu.
ÓS (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 15:09
ÓS
Ég er bara að benda á það að ekki er allt sem sýnist.
Það eru margir sammála mér í því t.d Ingibjörg hér fyrir ofan. Þó að þú ert ekki sammála og kemur með glórulausar pervert líkingar sem enginn skilur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.1.2012 kl. 15:31
Jú, ég skil nú alveg þessa samlíkingu hjá ÓS. Þú ert að yfirfæra einkenni einstaklinga innan ákveðins hóps á allan hópinn. Það sama er hægt að gera um alla hópa því allir hópar (nánast) hafa einhverja svarta sauði.
Það er ekkert sem segir að það séu hlutfallslega fleiri svartir sauðir inn HH heldur en eru t.d. bara á landinu öllu, ekki mér vitandi allavega. Þó svo tveir einstaklingar á einni bloggsíðu séu sammála um að finnast eitthvað þá eru það bara tilfinningarök sem eru ekki marktæk.
Barátta HH er góð, málstaðurinn er góður og algjör óþarfi að reyna að skemma fyrir þeim þeirra verk með órökstuddum sögusögnum.
Ég er alveg sammála því að það hljóta að vera einstaklingar sem hafa verið með fjármálin í rugli lengi sem vilja fá allt afskrifað, en það eru stjórnvöld sem valda því að óráðsíufókl er á sama báti og þeir sem hafa reynt að fara vel með fjármunina.
Andri (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 18:49
Þetta er svo dæmigert fyrir Ísland, hér verður alltaf til einhver múgæsingur eða múgaðdáun í kringum öll mál sem kemur svo í ljós nokkrum dögum (mánuðum, árum) seinna að byggðist á misskilningi. Ég myndi svo líka alltaf gera allt í andstöðu við það sem meirihlutinn eða sérfræðingar á Íslandi mæla með, það hef ég gert hingað til og er bara í fínum málum
Anna (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.