AMX vaktin

http://m5.is/?gluggi=frett&id=160047

Þeir segja að ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sé mesta óréttlæti seinni tíma.

Vissulega er þetta ekki fullkomið kerfi. En hvað er hin lausnin?

Ef við afnemur ríkisstyrki þá mun flokkar vera háðir frjálsu framlagi fyrirtækja og einstaklinga. Flokkar munu þá stjórnast á auðvaldi. Þeir sem eiga mesta pening fá að ráða mest.

Er það lýðræðsilegt?

Er það best fyrir almannahag?

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Einkaframlög á þá að banna.

Eins og þettta er núna þá má bæði einkaframlög, svo ríkisstyrkir.

Þá eru flokkarnir í þeirri stöðu að þjóna þeim sem styrktu með einkaframlögum. Það er þetta extra-auka einkafjármagn sem ræður ferðinni.

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2012 kl. 15:56

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er 300þúsund kr þak á greiðslur sem verður þess valdandi að stuðningur getur verið óverulegur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2012 kl. 16:49

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

getur einungis verið óverulegur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2012 kl. 16:49

4 identicon

Fyrir þá flokka sem fá styrki þá er kerfið réttlátt.

Fyrir þá flokka sem ekki fá styrki er þetta óréttlátt.

Þú getur sérð fyrir þér að ef fyrirtæki fær styrk, þá er það óréttlátt gagnvart nýjum fyrirtækjum sem vilja á sama markað.

Með þessu eru flokkarnir með "óbeinum" eða "beinum" hætti að koma í veg fyrir að nýjir flokkar komi á "markaðinn".

Stefán (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 18:05

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er vissulega ekki gallalaust kerfi. En væri betra ef stjórnmálaflokkar væru uppá ölmusum frá fyrirtækjum komið?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2012 kl. 19:02

6 identicon

Stjórnmálaflokkar eiga að hafa opið bókhald og þiggja styrki.

Ef engir einstaklingar eða fyrirtæki vilja styrkja flokkinn, þá hefur hann heldur engan stuðning fyrir sínum baráttumálum.

Þér þætti líklega furðulegt ef Icelandair og Icelandexpress fengju styrk frá ríkinu til þess að auglýsa innanlands þegar WOW er að hefja starfsemi.

Nýjir flokkar og nýjar hugsjónir eru kaffærðar af styrkjum frá ríkinu, eða?

Ég ætla nú samt sem áður ekki að segja að einhverjir nýjir flokkar í dag séu með betri hugmyndir en þessir gömlu.

Kann nú ekki að rökræða svona á bloggi, en vona að þetta komist til skila.

Ekki samt halda að ég sé amx-maður:))

Stefán (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband