Miðvikudagur, 4. janúar 2012
Hanna Birna v.s Bjarni.
Það kom mér mjög á óvart að Sjálfstæðismenn skulu hafa kosið Bjarna Ben sem formann flokksins m.a vegna þess að grétt við púltið.
Hann var viðriðin fléttu sem fólst í því að veðsetja bótasjóð Sjóvá sem kostaði ríkið 13,5 milljarða. Að mínu mati var Bjarni saklaus af þessu. Hann var einfaldlega að skrifa undir ákvðena fléttu í umboði einhver annars. En almenningur heyrir bara Vafningur ehf, veðsetja, tjón, N1 á hausnum og fleira. Þetta er of flókið til þess að hinn almenni borgari skilur. Það er mjög auðvelt að stimpla Bjarna Ben sem einhverskonar óreiðumann einsog Davíð Oddson kallar útrásarvíkingana.
Þess vegna kom mér mjög á óvart að flokksmenn XD hafi litið framhjá þessu stóra atriði og kosið Bjarna yfir sig aftur. Hanna Birna er með hreina sögu og einnig er þetta kvennmaður sem er stór plús í samfélaginu í dag. Þetta hefði gefið Sjálfstæðsiflokkinn mun betri ásýnd.
En þetta er vilji Sjálfstæðismanna. Þeir um það.
hvells
![]() |
Ónotatilfinning sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það að velja Hönnu Birnu í forystu dugar ekki til enþá er of mikið af siðblindum í framlínu flokksins sem sjá ekki að sér og eyðileggja því fyrir annars góðri stefnu ... því þeir munu aldrei fylgja henni án þess að setja sig fyrst.
Valdi (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 11:48
Sjálfstæðismenn verða þá að velja rétt í prófkjöri. Losa sig við Illhuga, Þorgerði, Tryggva og alla þá sem mögulega eru með svert mannorð. Þó að þetta fólk er toppmanneskjur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2012 kl. 12:43
Þetta eru sauðir mar.. .sauðir sem geta ekki hugsað, bara jarmað eins og forystusauðurinn.
Hinir flokkarnir eru sami skíturinn, ísland verður að losa sig við þessa flokka og pakkið innan þeirra; Það er mikilvægasta mál íslands
DoctorE (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 12:51
Ef Bjarni var saklaus af þessari fléttu. Hver var þá seki? Þetta gerðist ekki af sjálfu sér.
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2012 kl. 15:58
Wernesbræður eru hinir seku held ég.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2012 kl. 17:01
Einsog ég segi. Þetta er flókið mál og ógerningur að komast að niðurstöðu hver er sekur og hver ekki.
Þessvegna er óheppnilegt að aðal maður XD sé svona umdeildur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2012 kl. 17:02
Hanna Birna hefði alveg örugglega staðið sig vel og kannski náð til breiðari hóps.
En hjá Samfylkingunni þarf ekki að skipta þar um formann a.m.k telur Össur það
Óðinn Þórisson, 4.1.2012 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.