Þriðjudagur, 3. janúar 2012
AMX- Aukavaktin
Smá auka viðbót við reglulegt AMX vakt hjá Hvellinum
http://www.amx.is/fuglahvisl/17960/
Verið er að kvarta yfir því að Helgi Seljan sé að taka viðtal við Oddný. Ætla birta bút úr þessari grein. Og það sem er feitletrað í sviga er eftir mig.
Smáfuglarnir horfðu á Kastljós Ríkisútvarpsins (ÍNN) í gærkvöldi. Þar var sett nýtt met í hlutlausri fréttamennsku þegar Helgi Seljan, f.v. kosningastjóri Samfylkingarinnar á Austurlandi (Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og vinur Davíðs Oddssonar), tók viðtal við Oddnýju Harðardóttur úr Samfylkingu sem nú er fjármálaráðherra til bráðabirgða (Davíð Oddsson fyrrverandi ráðherra og hrunverji með meiru).
Eins og við var að búast hældi kosningastjórinn (Björn) Oddnýju (Davíð) á hvert reipi, spurði laufléttra spurninga og virtist fullur tilhlökkunar yfir nýja ráðherranum (gamla hrunverjanum) og næstu vikum hans í starfi. Engin erfið spurning var lögð fyrir ráðherra fjármála í landinu. (lögð fyrir fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra um hrunið og gjaldþrot seðlabankans).
Til viðbótar:
AMX kvartaði ekki undan hlutdrægni í viðtali Björns við Davíðs. Heldur hafði þetta um viðtalið að segja:
Smáfuglarnir telja að um áramót sé öllum holt að horfa yfir farinn veg. Þarft er að fara yfir liðið ár af hreinskilni og einlægni. Ein besta samantekt og greining á liðnu ári kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Davíð Oddsson á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Viðtalið er nú komið á netið og birta smáfuglarnir það hér í heild.
Smáfuglarnir tóku eftir því hversu nálægt Davíð er raunveruleikanum og því sem er að gerast í landinu. Á sama tíma er Jóhanna Sigurðardóttur víðs fjarri öllum veruleika og gerir gamanmál úr því að ein og hálf fjölskylda flytji varanlega frá landinu á degi hverjum. Viðtalið við Davíð er ágætis upprifjun á þeim tíma þegar æðstu leiðtogar landsins þekktu höfuðáttirnar.
Það er ekki að spurja um tvöfeldnina í AMX-Smáfuglunum. Engin prinsipp, bara valdabarátta, ógeðslegt þjóðfélag.
Kveðja
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Þú getur ekki borið ÍNN saman við RÚV. Önnur þessara stjónvarpsstöðva er rekið fyrir almannafé og hefur lögbundna skyldu um hlutleysi - hin ekki. Í því liggur munurinn.
Það er því engin tvöfeldni há amx.
Helgi (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 20:16
schnilld
Lúðvík Júlíusson, 3.1.2012 kl. 21:09
hnittin færsla
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 3.1.2012 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.