Mánudagur, 2. janúar 2012
Jón tapsár.
Það stóð í stjórnarsáttmálanum SEM JÓN SJÁLFUR SKRIFAÐI UNDIR að tvennt gerist.
1 við sækjum um ESB
2 sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið rennur í iðnaðarráðuneytið og verður að atvinnuvegaráðuneyti.
Það á ekkert að koma á óvart hérna. Tengist ESB ekki á neinn hátt. Enda var stjórnarsáttmálinn gerður við upphaf stjórnarsamstarf 2009 þegar enginn vissi hvernig Jón mundi haga sér í þessu ESB máli.
hvells
![]() |
Jón: ESB hluti af forsetakjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og þið hælizt um yfir brottrekstri hans úr þessari ríkisstjórnarnefnu stórveldisdindlanna. Var við öðru að búast af sleggju og hvelli?
Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 17:33
Jón Valur.
Hver maður gat lesið stjórnarsáttmálan. Ef VG menn eru svona á móti öllu sem stendur í honum þá átti þeir ekkert að skrifa uppá hann. Svo einfalt er það.
Vera þá bara í stjórnarandstöðu. En valdafíknin er yfirsterkari. VG getur sjálfum sér um kennt. Óþarfi að kenna XS um allt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.1.2012 kl. 17:41
Ekki dreg ég úr því, að forysta VG sveik sín kosningaloforð og sína kjósendur. Freistingar Samfylkingar um ráðherrastóla reyndust siðferðisþreki þessara manna um megn, og þeir sneru stefnu sinni á hvolf í mörgum helztu málum. Það dregur samt ekkert úr sekt hinna virkustu í þessu landssölumáli, og þar er um Esb-aftaníossana að ræða, eins og ykkur á að vera mætavel kunnugt.
Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 18:51
Burtséð frá persónum þá þarf að uppfylla stjórnarsáttmálan sem fyrst
Aðeins eitt ár til stefnu. Kosningar eru 2013
sleggjan (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 19:06
Það stndur líka í stjórnarsáttmálanum að það megi hver hafa sína skoðun á ESB málinu, kratarnir samþykktu það en geta ekki staðið við sinn hluta.
Pétur Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 20:17
VG mátti hafa skoðun á ESB málinu. En þeir mega ekki beinlínis reyna að stöðvar eða koma í veg fyrir ferlið. Það er Jón Bjarna að gera.
VG mega kjósa NEI í þjóðaratkvæðisgreiðslu... en samningurinn verður að koma í hús. Það stendur á stórnarsáttmálanum.
Jón Valur.
Ég veit ekki hverju þú ert að svara eða hvaða rök þetta eru. Vissulega var stefna VG ekki ESB. En þeir skirfuðu undir stjórnarsáttmálann. Það er bara staðreynd. Sama hvað þú segir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.1.2012 kl. 20:56
Ef þeir í alvöru vilja "uppfylla stjórnarsáttmálann," af þverju svíkjast þeir þá um skjaldborgina?
Og það mál var ekki aðeins í þessum sviksamlega stjórnarsáttmála, heldur meðal kosningaloforða þessara flokka. Stjórnarsáttmálinn var svik við kjósendur, hvað Evrópusambandið varðar, Icesave-málið og AGS, svo að eitthvað sé nefnt.
Ennfremur var umsóknin um innlimun í Esb. stjórnarskrárbrot og brot á landráðalögum almennra hegningarlaga.
Reynið því ekki að flagga hér þessum "stjórnarsáttmála" eins og hann sé eitthvert heilagt plagg! Hann er sjóræningjafáninn á sjóræningjaskipinu – þessu sem þegar hefur reynzt ýmsum manndrápsfleyta.
Og var það t.d. í stjórnarsáttmálanum að rústa St. Jósefsspítala í Hafnarfirði?
Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 21:54
"skjaldborgin um heimilin" þetta er frekað opin hugtak. það er ekki hægt að segja "jæja núna er skjaldborgin komin". Hvað nákvæmlega er skjaldborg? Að færa vísitöluna aftur fyrir hrun. Og gengið líka.
Með örðum orðum. Bæta skaðan sem krónan hefur valdið heimilunum.
Guðlaugur Þór byrjaði á að loka þessum spítala. Sem var ágætis sparnaðaraðgerð og mun betri leið heldur er margt annað. Velferðarráðherra lét forstóra landspítalans og starsmenn hafa frjálsar hendur varðandi niðurskurð og þau töldu að með lokun st jósefs væri farin skársta leiðin í niðurskurði.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 3.1.2012 kl. 01:36
Bla bla bla ––– manst varla lengur hvað skjaldborg er fyrir heimilin og ferð svo a klína sök á annan, þótt sökin sé ekki síðri á þeim sem kom þessu í framkvæmd: að svipta þetta fólk vinnunni og almenning þjónustunni. ÞETTA geta þeir: að skera niður á spítölum, EKKI í ráðuneytunum, þar er bara bætt við!!! Svo vildu þeir fyrir fáeinum mánuum fjölga aðstoðarmönnum ráðherra upp í 31 !!! -- og hækkuðu vitaskuld kaup sitt og sinna!!!
Ef þú verð þetta endalaust, vita lesendur alveg í hvaða flokksskúffu þú ert.
Jón Valur Jensson, 3.1.2012 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.