Föstudagur, 30. desember 2011
Kemur ekki á óvart. Arnþrúður og Pétur er við stjórnvölin.
Miðað við hlustendur Útvarp sögu þá kemur þetta val ekkert á óvart.
Útvarp saga er góð stöð. En hörmulega vefsíða.
Þeir uppfæra aldrei nýja þætti nema kannski 1-2 vikur eftirá. Þá eru þættirnir orðnir gamlir og það er verið að ræða eldgamalt málefni (vika í pólitik er langur tími).
Ef Útvarp Saga getur uppfært vefsíðu sína reglulega t.d eftir hvern vinnudag þá mun þessi síða og þessi útvarpstöð stóreflast. Ná til fleiri manns og fá meiri tekjur til sín í kjölfarið.
Það er mjög auðvelt fyrir útvarp sögu að tvöfalda tekjur sínar bara með því að hlúta að þessum þætti. Þ.e að uppfæra vefsíðu sína reglulega. Almenningur mun taka mjög vel í þetta því markhópurinn sem nálgast útvarp og vilja hlusta á einstaka þætti er vaxandi markhópur. Ástæðan fyrir því að útvarp saga er ekki að ná til yngri markhópa skýrist m.a af leti þeirra við að uppfæra síðuna.
Nú er tækifæri fyrir útvarp sögu að ná til fleiri hlustenda og uppæfra sína ágætu síðu oftar.
hvells
![]() |
Ólafur Ragnar maður ársins hjá Útvarpi Sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað- er Ólafur Ragnar Grímsson maður Íslands no: 1-2-3
Jóhanna (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 15:23
LOL
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.12.2011 kl. 15:50
Var hann ekki líka maður ársins í fyrra hjá útvarp sögu?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.12.2011 kl. 15:50
Sælir S&H. Það getur verið að þú/þið hafið eitthvað til ykkar máls í að Sagan okkar birti pistlana fyrr. En það má ekki gleyma því að Útvarp Saga er ekki á framfærslu opinbera spillingar-peninga-kerfisins. Því miður kostar tilveran og útvarpsstöðvar ennþá peninga á jörðinni. Nefskatturinn hjá RÚV á hvert mannsbarn í landinu frá 16 ára aldri er dágóð upphæð, held ég.
Mannúðar/réttlætis/siðferðis-vitund Arnþrúðar og Péturs er heilbrigð og sönn. Þau eiga alla mína virðingu og þakklæti fyrir sína útvarpsstöð.
Það er flókið að berjast fyrir slíkum útvarps-hugsjónum í spillta stjórnsýslulandinu Íslandi.
En það er hægt.
Við almúginn í landinu ættum öll að styðjum þennan útvarpsstöðvar-vettvang af heilindum.
Ég kaus Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, sem mann ársins.
Það er ofurmannlegt afrek að vera einstæð móðir með langveikt barn, með spillt stjórnkerfi Íslands á móti sér, án þess að brotna eða bogna.
Það hættir enginn að vera móðir með því að segja af sér.
Mæður/feður missa stundum heilsu og/eða geta ekki sinnt móður/föður-hlutverkinu sem skyldi, en þær/þeir hætta aldrei af fúsum og frjálsum vilja að berjast fyrir velferð og heilsu sinna barna. Það þori ég að fullyrða.
Þessi dugnaðarkona, Ragna Erlendsdóttir, hefur ekki látið siðspillt kerfið á Íslandi buga sig, og það eru bara hetjur sem ráða við slíkt álag.
Það er hægt að segja af sér opinberum embættum í stjórnsýslunni án hjartasára og alvarlegra afleiðinga fyrir börn, en það er ekki hægt að segja af sér móður/föðuhlutverkinu og skilja langveik börnin sín eftir í niðurbrots-kvörn ábyrgðarlauss kerfisins.
Slíkt gerir fólk ekki nema í sárri neyð.
Ég virði Ólaf Ragnar fyrir það sem hann hefur gert og hann er vel að titlinum kominn, en hann hefur ekki þurft jafn ofurmannlega krafta til að framfylgja sínum hetjuverkum til að bjarga þjóðinni frá Icesave, eins og þessi sanna móðir, gegn íslenska kerfinu.
Móðir/faðir með langveikt barn segir ekki af sér þegar hún/hann getur ekki meir. Foreldrar bíða ekki eftir því hvort þeir verða kosnir aftur, eða hvort þeir eigi að takast á við eitthvað annað hlutverk eftir kosningar.
Móðurhlutverkið/föðurhlutverkið er einskis metið í efnahags-ruglheiminum.
Íslenska kerfið lítur á börn sem atvinnuskapandi hluti, en ekki stórkostlega verðmætar persónur með tilfinningar.
Vegna alls þessa framantalda, kaus ég þessa ungu konu, eineltisfórnarlamb kerfisins og duglegu móður, Rögnu Erlendsdóttur, sem mann ársins á Útvarpi Sögu.
Geri aðrir betur en hún!
Ég hefði ekki ráðið við það sem hún hefur afrekað!
Ég óska henni alls góðs og velferðar í sinni hvíldarlausu, áhyggjufullu og örvæntingarfullu baráttu, og bið alla góða vætti að hjálpa henni, og gefa henni styrk í sinni baráttu við að bjarga lífi barnsins síns, og ofur-styrk til að berjast við mótbyr íslenska dráps-kerfisins ómannúðlega.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2011 kl. 16:17
Ólafur verður þjóðinni dýrkeyptur þegar upp verður staðið.
Að taka fram fyrir hendurnar á þjóðkjörnu Alþingi (80% þingmanna samþykktu Icesave samninginn) og reiða sig á undirskriftalista sem persónunefnd úrskurðaði að bryti persónuverndalög og því ómarktækur er auðvitað fáheyrt.
Ég vona það þjóðarinnar vegna að Ólafur bjóði sig ekki fram aftur.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 16:35
Anna
ÉG vill ekki að þeir birt pisla fyrr. HVaða pisla spyr ég?
Ég er að taka upptökur af þáttunum þeirra.
Svo er ÍNN og Bylgjan einkafyrirtæki og þar eru þættir komnir á netið fljótlega. Þannig að það er óþarfi að kenna RÚV um ófarir þínar.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.12.2011 kl. 17:11
*tala
Sleggjan og Hvellurinn, 30.12.2011 kl. 17:11
Sammála Hvelli
Það þarf að uppfæra síðuna miklu oftar.
Þau rök að þau eru ekki styrkt með skatttpeningum á ekki við. Því áhorfið og í kjölfarið auglýsingatekjur munu aukast þegar þetta er uppfært oftar.
Þættirnir sem uppfærðir eru mega vera með allar auglýsingar innifaldar. Það er ekki vandamálið. En bara að það sé hægt að nálgast hvern þátt á internetinu hvar sem er hvenær sem er , það er ómetanlegt.
sleggjan (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.