Fimmtudagur, 29. desember 2011
Hreyfingin velkomið að styrkja ríkisstjórnina
Viðræður eru við Hreyfinguna um að styrkja ríkisstjórnarsamstarfið.
Hreyfingin eru með sínar kröfur (sem eru ekki miklar kröfur í ljósi þess að þetta eru punktar upp úr stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnaflokka!!!)
"Kröfurnar"
-Staðið við loforð um skuldamál heimilanna.
- Breytingar á stjórnarskrá verði tryggð framganga.
- Ásættanleg breyting á stjórn fiskveiða
Við þetta er Jón Bjarnason óþarfur og má fleygja honum. Þá fækkar ráðuneytum og ráðherrum (sem var í loforðapakkanum hvort sem er).
Svo á fréttinni að skilja þá vill Hreyfingin ekki hætta við Landsdóminn. Vona sannarlega að það sé rétt skilið hjá mér.
Ef hægt er að redda öllum punktunum að ofan áður en kosið verður næst væri ég temmilega sáttur við þessa ríkisstjórn.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hreyfingin styður ívilnanir til auðmanna og því tel ég Hreyfinguna ekki bæta neinu við ríkisstjórnina annað en að efla hóphugsunina (groupthink) sem er komið á alvarlegt stig.
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 08:34
Hvaða ívilnanir eru það?
Og punktarnir í bloggfærslunni, ef Hreyfingin hjálpar til með það. Er það ekki bara fínt?
sleggjan (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 09:57
Hér eru dæmi um ívilnanir sem Hreyfingin, Samfylking, VG, Lilja og Atli hafa samþykkt:
ca 15% afsláttur til fjárfesta sem greiða með gjaldeyri sem er í vörslu erlendis.
Hér er sýnt hvernig þessir flokkar og fólk gerir auðmenn enn ríkari á meðan aðrir sitja eftir
Hér er dæmi um 2,8 milljarða króna afslátt af ríkisskuldabréfum til lífeyrissjóða og auðmanna sem er ekki færður í bókhald ríkisins
Einnig samþykkti þetta fólk lög sem veita auðmönnum heimild til að komast hjá skilaskyldu með endurfjárfestingu án þess að sækja um undanþágu á meðan almenningur þarf að koma á öllum fjórum og biðja um undanþágu og vona það besta. Þetta þarf almenningur að gera án aðstoðar frá Seðlabankanum þrátt fyrir að hann sé bundinn af leiðbeiningaskyldu stjórnsýslulaganna.
Ef milljarðar munu streyma til fárra auðmanna þá leysist ekkert vandamál, það verða bara ný.
Allar þessar hugmyndir sem Hreyfingin ætlar að styðja eru enn á hugmyndafræðilegu stigi og langt frá því að komast í framkvæmd. Hins vegar er óréttlætið sem þessir flokkar styðja að gerast nú og þeir horfa bara á.
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 11:42
þetta er alveg rétt hjá lúðvíki. það þarf að auka umærðuna um gjaldeyrishöft til muna...
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.12.2011 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.