Þriðjudagur, 27. desember 2011
Lífeyrissjóðirnir eiga sína spretti
Það má gagnrýna margt hjá lífeyrissjóðunum. Og þá sérstaklega það sem þeir voru að gera fyrir hrun. Þeirra óbilandi trú á íslensku bönkunum og öllum fjárfestingafyrirbærum þeim tengdum.
En þegar þeir keyptu fyrirtækjapakka á15,5milljarða sem er nú virði 66 milljarða króna verður að teljast mjög gott. Þeir hafa selt úr pakkanum fyrir 45 milljarða. Semsagt búið að innleysa ágætis hagnað. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki áhuga að reka þessi fyrirtæki, heldur var þetta gert til þess að hagnast og það tókst.
Í þessum pakka var m.a. Icelandic Group, Teymi, Húsasmiðjuna og Plastprent.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.