Þriðjudagur, 27. desember 2011
Engir Gyðingafordómar á Íslandi
Mín reynsla er að enginn gyðingahatur eða fordómar eru hérna á Íslandi. Enda eru þeir mjög fámennir hér. Eitthvað um hundrað.
Þeir sem eru gyðingar hér eru flestir secular jews. Orthodox og strangtrúaðir gyðingar eru ekki hér á klakanum enda gætu þeir ekki iðkað trúnna sína á fullnægjandi hátt. Það er t.d. ekki Synagoge (gyðingakirkja) hér og ekki Torah ritið.
Þessir Secular blandast vel inn í íslenskt samfélag og flestir Íslendingar sem eiga samskipti við þá vita ekki að um gyðing sé að ræða.
Mín reynsla er að flestir Íslendingar vita lítið sem ekkert um gyðinga. Hvorki sögu né hefðir. Þeir bera örsjaldan á góma fólks í daglegu tali.
Svo er það Zionisminn og Ísraelsríki sem er allt annar handleggur. Íslendingar hafa stundum miklar skoðanir á því. Sérstaklega Ísrael-Palestínudeilan.
Þeir Íslendingar sem vilja að Palestína fái að vera sjálfstætt ríki eru ekki á móti gyðingum eða með fordóma. Heldur er þetta pólítísk skoðun á deilu ríkja um landamæri og réttindi fólks. Þvi má ekki rugla saman. Það er hægt að vera pro-Palestine og vera fordómalaus gagnvart gyðingum.
kv
Sleggjan
![]() |
Efast um ótta gyðinga hérlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég held að það sé þannig ALMENNT að þeir sem stiðja Palestínu stiðja frjálst Tibet. Þetta sníst ekki um trú heldur ákvðenar hugmyndir fólks um mannréttindi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 27.12.2011 kl. 01:24
Því miður er það raunin að ofsatrúarfólk hefur notað trúmálin til áróðurs og jafnvel hafið stríð í nafni trúarinnar. Málefni Ísraels og Palestínu er lýsandi dæmi um þetta.
Í mínum huga á þessi deila að snúast um mannréttindi en ekki trúmál.
Guðmundur (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 08:07
Fínn pistill
Skúli (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.