Miðvikudagur, 21. desember 2011
Af hverju var Ungverjaland aldrei í umræðunni
Furðulegt að fjölmiðlar hafa einungis talað um Portúgal, Ítalíu, Grikkland, Írland og jafnvel Bretland í sambandi við skuldavanda.
Nú er Ungverjaland komið í ruslflokk á undan þeim flestum en aldrei hafa fjölmiðlar nefnt það í skuldasamhenginu.
Þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru þó að Ungverjaland sé ekki beint fjölmennasta ESB ríkið.
Til viðbótar er furðulegt hvað alþjóðlegu matsfyrirtækin eru frökk. Þau gáfu AAA einkunn á pappíra og banka alveg að hruni. Svo nokkrum árum fyrr var Enron með toppeinkunn alveg fram að falli.
Aldrei hafa komið útskýringar eða afsökunarbeiðni sambandi við þessar einkunnir sem fjárfestar og Lífeyrissjóðir treystu og fóru illa útur.
kv
Sleggjan
![]() |
Ungverjaland í ruslflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þið hefðuð aldrei lent í þesssum kjánalega afsökunarfasa nema af því aðeins að þett var hið innvígða og innmúraða ESB ríki Ungverjaland.
"Þetta hefði auðvitað aldrei að geta gerst með ríki sem væri í EB og hefði EVRU "
Ef þetta hefði verið EKKI ESB ríkið Ísland þá hefðuð þið að sjálfssögðu fagnað ógurlega !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 20:24
Ég er ekki blindur ESB sinni. Get breytt um skoðun á morgun. Í færslunni er ég ekki með einhvern já-áróður fyrir ESB.
Einfaldlega að benda á að athyglin var á allt öðrum stað á meðan Ungverjaland væri í meiri vandræðum (samkvæmt matsfyrirtækinu).
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2011 kl. 20:49
Aðal spurningin er: Hvenær verður Ungverjalandi sparkað út úr Evrópusambandinu?
Stjórnarflokkurinn, Fidesz, hefur 68% þingstyrk eftir kosningarnar 2010 og hefur notað hann til að koma á algjöru einsflokksræði í landinu. Undir forystu Viktors Orban gripu þeir tækifærið á meðan Ungverjar höfðu forystu í Evrópusambandinu og breyttu stjórnarskránni (sú nýja tekur gildi nú um áramótin) þannig að útilokað er fyrir nokkra aðra stjórnmálaflokka að ná áhrifum.
Svo ég nefni örfá dæmi: Ef tveir þriðju þingmanna styðja frumvarp, þarf ekki að ræða það í þinginu (Fidesz hefur 68%), dómskerfið er orðið að flokksapparati Fidesz, ný fjölmiðlalög setja fjölmiðla landsins undir stífa ritskoðun og fjölmiðlaeftirlitið (sem er flokksapparat Fidesz) hefur vald til að sekta fjölmiðla í gjaldþrot, kosningar eru ekki gildar nema kjörstjórn samkvæmt nýju stjórnarskránni viðurkenni úrslitin og kjörstjórn er í reynd æviráðin flokksmaskína Fidesz.
Spennandi? Ungverjaland er í reynd orðið alræðisríki og ef Evrópusambandið á að halda áfram að vera til með sínar lýðræðishugsjónir er ekki annað að gera en að vísa Ungverjum úr sambandinu, nema þeir breyti aftur lögum sínum. Kadar og Nagy hvað?!
Sennilega er þessi þróun hin raunverulega ástæða fyrir ruslflokkseinkunnini og skyldi engan undra!
Þórhallur Birgir Jósepsson, 21.12.2011 kl. 20:57
Svar: Ungverjaland er ekki í myntbandalagi Evrópu.
Myntbandalag Evrópu er ekki það sama og Evrópusambandið.
Valgeir (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 21:09
Ungverjar hafa sem betur fer sína "krónu" sem þeir geta gengisfellt. Hún mun redda þeim.
Kannski ætti að kynna fyrir þeim "Verðtrygginguna"? Hún er nefnilega óþekkt fyrirbæri allstaðar, nema á Íslandi.
Valgeir (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 21:12
Takk fyrir mjög mjög fróðlegar upplýsingar Þórhallur.
Gaman að fá svona fólk á síðuna í staðinn fyrir vindhanann hann Gunnlaug I
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2011 kl. 21:19
Leiðinleg þróun í Ungverjalandi. Platlýðræði er aldrei gott.
@ Valgeir
Verðtryggingin er sjaldgæf. En hún þekkist líka vel í Ísrael. En munurinn þar og hér er að í Ísrael kunna pólítíkusar að fara með efnahagsmálin. Það er eitthvað annað en okkar afdönkuðu pólítíkusar.
Sem kemur að kjarna málsins. Kannski er verðtryggingin ekki sá sökudólgur sem á að tala um. Heldur stjórn efnahagsmála
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2011 kl. 21:31
Kæri síðuskrifari, ég má til með að vekja athygli þína á því að bæði Portúgal, Grikkland og Írland hafa þegar verið sett í ruslflokk af alþjóðlegu matsfyrirtækjunum, einu eða fleiri. Nokkuð sem ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgst hafa með erfiðleikunum á evrusvæðinu. Sjá t.d.:
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/11/24/portugal_i_ruslflokk/
http://www.visir.is/moody%C2%B4s-setur-irland-i-ruslflokk/article/2011110719626
http://www.visir.is/moody%C2%B4s-setur-grikkland-i-ruslflokk/article/2010549457986
Hjörtur J. Guðmundsson, 21.12.2011 kl. 21:44
Ekki veit ég hvort pólitíkusarnir í Ísrael kunni að fara vel sín efnahagsmál, og ekki vissi ég að þeir hefðu hina séríslensku verðtryggingu. Ísrael getur alltaf reytt sig á mikinn fjárhagslegan stuðning "vondu landanna í gamla daga", því er kannski auðveldara en ella að halda hagkerfinu í lagi.
Á Íslandi er verðtryggingin er ekki sökudólgur, nei. En gjörsamlega óþörf! Og hún kemur í veg fyrir að tekið sé á efnahagsmálunum. Ný mynt (Evra, Dollar etc.) mun ekki hjálpa lélegum pólitíkusum í sínum þykjustinnileik.
Grikkir taka núna á sínum vandamálum, lækka kaup opinberra starfsmanna, t.d. kennara, um allt að 40%. Á Íslandi gripu menn til þess ráðs að hækka (!) kaupið þegar hrunið kom... Hvaðan kemur þessi verðbólga aftur???
En svo ég komi aftur að efni pistilsins, Ekki-Evrulönd eru óáhugaverð í Evru-skuldaumræðunni. Og ólýðræðisleg stjórn Ungverjalands mun finna fyrir þrýstingi frá nágrannalöndunum, ef að evruupptöku kemur.
Valgeir (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 21:50
@ Hjörtur
Í færslunni var einmitt bent á að Ungverjaland týndist alveg í umræðunni, og þessi lönd sem þú ert að linka á voru mjög áberandi og ekkert að sakast við fjölmiðla fyrir þær sakir.
@ Valgeir
Alvarlegt er að íslenskir pólítíkusar líta á verðtryggingu sem eitthvað skálkaskjól til að gera það sem þeim sýnist.
Það er kannski barnalegt að hugsa að hægt er að hafa verðtryggingu og góða hagstjórn á sama tíma hér á klakanum.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2011 kl. 22:03
Síðuskrifari sagði síðan í athugasemd við eigin færslu: "Einfaldlega að benda á að athyglin var á allt öðrum stað á meðan Ungverjaland væri í meiri vandræðum (samkvæmt matsfyrirtækinu)."
Hjörtur J. Guðmundsson, 21.12.2011 kl. 22:31
"Afhvejru var Ungverjaland aldrei í umræðunni?" Svarið er einfalt. Ungverjaland er ekki með Evru, íslenskir fjölmiðlar og þá sérstaklega Mogginn kappkostast að finna hið neikvæða við ESB og Evruna, þeir hafa lofað krónuna og segja að sjálfstæður gjaldmiðill sé bjarvættur. Það líður varla dagur án þess að leiðari moggans sé einhverskonar niðurrif í sambandi við Evruna. Mogginn reynir að kenna evrunni um ófarirnar á Spáni, Partúgal, Ítalíu, Grikklandi og Írlandi. Það að lönd sem hafa sjálfstæðan gjaldmiðil sé á barmi gjaldþrots hentar ekki málstað moggans.
The Critic, 21.12.2011 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.