Pressan.is í eigu gamalla útrásarvíkinga

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/logmadur-bara-serstakur-saksoknari-hafdi-upplysingarnar-sem-laku-i-kastljos---beita-a-adferdum-evu-joly

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, segir það koma til skoðunar að óska eftir rannsókn á trúnaðarleka á gögnum úr sakamálarannsóknum tengdum bankahruninu sem Kastljós hefur byggt á. Allt bendi til að herkænsku Evu Joly sé beitt.

Níu hæstaréttarlögmenn lýstu því yfir í gær að sérstakur saksóknari og aðrir rannsakendur virtust leka gögnum í frétta- og þjóðmálaþáttinn Kastljós á RÚV og að sakborningar í umfangsmestu sakamálarannsóknum Íslandssögunnar njóti hvorki sannmælis né sanngirni.

Brynjar er einn af þessum lögmönnum.

Kastljós upplýsti hverjir sakborningarnir eru. Enginn veit hverjir sakborningarnir eru nema embætti sérstaks saksóknara,

segir hann í samtali við Pressuna.

Hann segist líta á umfjöllun Kastljóss um meinta markaðsmisnotkun bankanna í aðdraganda hrunsins sem lið í herkænsku þeirri sem Eva Joly taldi rétt að rannsakendur beittu.

Hún mælti með því að þeir ynnu gegnum fjölmiðla til að styrkja stöðu mála gagnvart almenningi fyrir væntanleg átök.

Í yfirlýsingu lögmannanna segir meðal annars að Kastljós hafi flutt málið einhliða fyrir áhorfendum og leitt fram viðmælendur sem voru tilbúnir að kveða upp úr um sekt hinna sökuðu án frekari málalenginga.

Á grundvelli valdra upplýsinga, sem lekið var í Kastljós, hefði þátturinn eða viðmælendur í honum viðhaft ítrekaðar staðhæfingar um sekt nafngreindra manna þrjú kvöld í röð án þess að hafa kynnt sér eða hlustað á skýringar hinna sökuðu.

Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar þessari fullyrðingu á Facebook-síðu sinni:

Vegna þessa er rétt að taka fram að hvergi var staðhæft um sekt manna í umfjöllun okkar. Kastljós hafði samband við þá sem fjallað var um og lögmenn þeirra til að fá fram þeirra sjónarmið en enginn vildi tjá sig.

Brynjar segir að lögmennina níu gruni hvaðan lekinn er upprunninn.

Og það gæti komið til skoðunar á einhverjum tímapunkti að óskað verði eftir rannsókn á honum.

 Talandi um að beita herkænsku í gegnum fjölmiðla. Hvað er Pressan að gera.

Talað er um að Björn Ingi eigi þennan vefmiðil. En hann á enga peninga. Það eru mennirnir á bakvið hann sem hafa hann. 

Björn Ingi fékk ótrulegar upphæðir í láni frá Kaupþing. Ætli það séu ekki gamlir útrásarvíkingar úr Kaupþingi sem eiga í þessum miðli.

Þessi miðill er búinn að vera í tapi síðan hann komst á laggirnar. Ekki er Björn Ingi að splæsa undir tapið úr eigin vasa. 

Takið eftir að á Pressunni munu koma svona fréttir með reglulegum millibilum meðan dómsmál eru í gangi kringum hrunið.

Þegar það er yfirstaðið mun Pressan hætta

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er áhugaverður vinkill.

þetta virkaði á mig. ég fór að efast

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2011 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband