Föstudagur, 16. desember 2011
Landsdómsmálið má ekki niður falla
Það er tvennt jákvætt sem þessi ríkisstjórn hefur gert:
1 ESB umsókn
2 Landsdómsmálið
Ef það verður hætt við Landsdóminn þá er ein skítinn umsókn um ESB eina sem þessi ríkisstjórn hefur gert af viti.
Ég hef umberið ríkisstjórnina. Hún svona rétt sleppur. En ef þetta landsdómsmál klúðrast þá verð ég mikill andstæðingur ríkisstjórnarinnar.
kv
Slegg
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vill bæta stjórnlagaráðinu og ráðning Eva Joly við listann.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.12.2011 kl. 17:03
Nú erum við alveg sammála. Hefði reyndar viljað sjá þau öll fyrir Landsdómnum sem nNefndin lagði til að ættu að fara fyrir hann. Það var hálf vesældarlegt af Samfylkingunni að hlífa sínu fólki eins og ISG, en skilja Geir kar4linn einan eftir. En héðan í frá verður málið að ganga alla leið. Vonum bara að Geir fái sanngjarna og réttláta málsmeðferð.
Hann hefur ýmislegt sér til málsbóta eins og að hafa staðið rétt að Neyðarlögunum og þó hann hafi aldrei almennilega þorað að gera neitt og ekki heldur þorað að trúa DO um ástandið.
Gunnlaugur I., 16.12.2011 kl. 17:43
já rétt er það.
Öll fjögur áttu að svara til saka
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.12.2011 kl. 17:47
Miklar mikilvægar upplýsingar munu koma fram í þessu máli sem á erindi til almennings. Áhugaverðar vitnaleiðslur háttsettra ráðamanna o.s.frv.
Sama hvort hann er sekur eða saklaus af ákærum
sleggjan (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 18:51
Annað hvort á að fella mál Geirs niður, öðrum kosti á að draga hina fjórmenningana sem Samspillingin hélt pólitískum hlífiskyldi yfir fyrir dóminn líka.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 18:58
Hina þremeningana ?
Var XS að skýla Árna Matt.. sjálfstæðismanni með meiru?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.12.2011 kl. 19:24
Það hefði verið frábært ef hinir mundu líka svara fyrir Landsdóm.
En svona er staðan núna og við eigum að halda áfram með þetta mál. Það er klárlega betra en ef ENGINN fer fyrir landsdóm.
sleggjan (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 22:49
já.. það hefði verið betra að fá hina fjóra á sakamannabekkinn.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.12.2011 kl. 20:12
svo þarf að kalla fram landsdóm eða rannsóknarskýrslu til að fara yfir hlutina eftir hrunið líka. Margar ósvaraðar spurningar varðandi Icesave vinnubrögðin, magma málið og stóra einkavæðing bankana a nýjan leik þar sem steingrímur gaf kröfuhafa skotleyfi á íslenskan almenning.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.12.2011 kl. 20:14
eihverskonar sannleiksnefnd að hætti Suður-Afríku væri mjög vel við hæfi
sleggjan (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 05:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.