Miðvikudagur, 7. desember 2011
Bull hagvöxtur.
Þessi litli hagvöxtur á Íslandi skýrist engöngu á aukinni einkaneyslu sem minnkar viðskiptajöfnuð við útlönd og stórskaðar Ísland. Við munum aldrei ná skuldausum gjaldeyrisvarasjóði með þessu áframhaldi.
Fólk er að taka úr séreignalífeyrisóðnum sínum og kaupa föt i Lindex eða iPad. Þetta eru innfluttar vörur þ.e gjaldeyrissóun og þetta er tekið af framtíðinni. Fólk er að kaupa drasl í dag og eiga minna fé í framtíðinni.
Ef Steingrímur er að hrósa sér fyrir þetta þá á hann að fara í eitt stykki hagfræðitíma.
hvells
![]() |
Ekkert doubledip" á ferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þessu með gjaldeyrissjóðinn.
Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru alls um 833 ma. kr. umfram eignir.
Hóflegir 4% vextir af því eru jafnvirði 33 milljarða á ári.
Ég veit ekki hvort vextir eru í raun hærri en ólíklegt að þeir séu lægri.
Það sem af er þessu ári er gjaldeyrisafgangurinn ekki nema 17 milljarðar.
Það vantar því a.m.k. helminginn upp á að dekka bara vextina.
Jafnvel með 50-100 ma. á ári tæki samt 10-20 ár að komast á núllstöðu.
Og það þyrftu að vera gjaldeyrishöft þangað til!
Hvernig er eiginlega "business" planið hjá þessu liði?
Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2011 kl. 07:38
Já.
Og að Steingrímur skuli berja sér í brjóst útaf þessari niðurstöðu er alveg óskiljanlegt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 8.12.2011 kl. 09:57
Hann var spurður í beinni línu.
Spurning: Er hagvöxtur sem er drifinn áfram af einkaneyslu sjálfbær? Og þá með peningum sem fenginn er frá séreingarsparnaðinum? Er ástæða til þess að vera stoltur af þannig hagvexti?
Svar Steingríms: Sem betur fer er það líka kraftmikill útflutningur og atvinnuvegafjárfesting sem drífur hagvöxtinn. Atvinnuvegafjárfesting einkaaðila er upp 13% á fyrstu níu mánuðum ársins.
sleggjan (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.