Mánudagur, 5. desember 2011
Nokkrir punktar frá Sprengisandi
- Þórunn Sveinbjarnadóttir sagði að þegar Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir Icesave væri valdarán. Ólafur mátti þetta samkvæmt stjórnarskránni, en rökin hjá Þórunni var að alþingi samþykkti þetta þannig Ólafur tók af alþingi völdin. Ætli Þórunn hafi haft sömu skoðun 2004 þegar Ólafur hafnaði fjölmiðlalögunum.
- Femínisti fagnaði að Haraldur Gísla (Halli í Botnleðju) starfaði á leikskóla. Það vantaði að jafna út kynjahlutfallið í þessum hefðbundnu kvennastörfum. En hún gagnrýndi að þegar karlmenn fara í kvennasatörf fara þeir "með rúllustiga á toppinn". Þá var hún að tala um að Halli væri orðinn formaður Félags Leikskólakennara sem er toppurinn reyndar. En ekki gat hún þess að hann er lýðræðislega kosinn af öðrum leikskólakennurum. Semsagt kvennastétt valdi karlmann til efstu metorða. Ætli feminisitinn sé ekki ósáttur við að kynsystur sínar völdu karlmann? Því þeirra lífskoðun er ávalt að allt sem hallar á konur eru körlum að kenna
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.