Lélegt og marklaust.

Það er ekkert að marka þetta. Það er ekkert eftirlit með þessu. Fólk getur farið í þjóðskrá og skráð alla vini og vandamenn á einu bretti. Svo er einfaldlega hægt að skálda nöfn. Ég sakna gömlu góðu dagana þegar fólk þurfti að skirfa undir með sinni eigin undirskrift á blað... það er alvöru undirskriftalisti.

Þessi listi hefur verið í gangi næstum hálft ár og þessi fake listi rétt slefar í 10þús sem er ekki neitt miðað við þennan tíma og stanslausar auglýsingar á netinu t.d á m5.is sem dæmi.

 Þessi slaki árangur er i rauninni staðfesting á það sem meirihluti þjóðarinnar vill. Þ.e klára ferlið og kjósa um niðurstöðuna.

hvells


mbl.is Tíu þúsund skora á Alþingi að setja ESB-umsóknina á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í viðtalinu er tekið fram að þetta sé ekkert auglýst. En hvað kallar maður þá síendurtekna umfjöllun um þetta á MBL, í Reykjavík Síðdegis, á M5.is og fleiri stöðum.

Egill A. (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 16:06

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er verið að villa um fyrir fólki. Það er ekkert fókið.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.12.2011 kl. 16:17

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Það er ekkert mál að svindla á undirskriftum á blaði og mikið auðveldara í raun.

Jón Á Grétarsson, 4.12.2011 kl. 17:36

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Alls ekki Jón. Það er ekki hlaupið að því að falsa undirskrift.

Svo er mun auðveldara að heimsækja einhverja heimasíðu í leti heima hjá sér og drita nafn sitt á einhvern reit.

Hvað mundu margir skrifa undir þetta ef þú mundir þurfa að rífa þig upp úr sófanum. Fara á stjá og skrifa undir.

Það mundi ekki einusinni slefa í 100 undirskriftir.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.12.2011 kl. 17:59

5 identicon

Skemmtilegt hvað þið aularnir eruð alltaf að reyna að halda því fram að meirihluti þjóðarinnar vilji klára þetta aðlögunarferli og fara svo og kjósa um þetta... Hvernig væri að kjósa um þetta strax? Skortir kanski þor?

jónatan (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 20:41

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jónatan.

Það væri fínt að kjósa um þetta sem fyrst. Þá væri umboðið mikið sterkara fyrir halda halda viðræðurnar áfram. 

Að fara í þjóðaratkvæðisgreiðsluna núna um hvort við eigum að halda áfram viðræðum er fín lausn mín vegna.

Þor kemur ekkert við sögu einsog þú gefur í skin jónatan.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.12.2011 kl. 20:51

7 identicon

Sú hugmynd hefur verið reifuð hér að drífa sig að kjósa um aframhaldandi viðræður.

Þá skapast smá friður um þetta ferli

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband