AMX vaktin

http://m5.is/?gluggi=frett&id=157980

Þeir eru að tala um tíu ára afmæli evrunnar og myndband um það.
Tala um stjórnmálamenn kyssa börn, sleppa blöðurm og dúfum og mannfjöldi fagna við trumbuslátt.

Ég horfi á myndbandi til þess að tékka hvort AMX sé einfaldlega að ljúga blákallt að þjóð sinni. Og það reyndist rétt. Ekkert af þessu er satt. Sem gerir AMX með öllu ómarktækur fjölmiðill.

Ég sá ekki einn leiðtoga brosandi með börnum. Og þetta er dálitið vandærðilegt vegna þess að AMX lagði mestu vigt í þennan þátt með þessari færslu og linkaði til Mao í Kína... líklega til þess að líkja ESB við CCP.

Sorglegt

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Horfið á myndbandið aftur sauðir. Það eru öll þessi atriði sjáanleg og það á ca. fyrsta þriðjungi myndbandsins.

Þannig var raunar stemmningin við útgáfu evrunnar, en þið eruð líklega svo ungir að þið voruð mögulega bara smábörn þá. Áður en að þið gerið ykkur að algerum fíflum aftur, þá getið þið prófað að googla málin og fletta upp myndböndum frá þessum tíma. 

En þið þurfið svo sem ekki að velta þessari mynt fyrir ykkur meira því þessi draumur fór algerlega í vaskinn. Ef þið kunnið útlensku, þá er rétt af ykkur að kynna ykkur ræður Merkel og Sarkosy í dag og í gær. Evrópa rambar á barmi hruns fyrir snilldina.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 13:06

2 identicon

Horfði á myndbandið og þetta er svona álíka hallærislegt og áróðursmyndbönd Sovét forystunnar fyrir þeirra fullkomnu og eilífu Ráðstjórn USSR voru á sínum tíma.

Tæknin og möguleikarnir bara orðnir betri við að búa til svona einlitan áróður.

Ceremóníúrnar kringum þessa "hættulegustu mynt veraldar"1 eru hégómlegar og beinlínis hlægilegar.

Þeir hjá AMX hafa alveg séð þetta rétt, horfið bara á þetta aftur og aftur strákar. Frekar snemma í myndbandinu byrtist einn af forystumeönnum ESB/ECB brosandi og heldur á einu af skurðgoðunum þeirra þ.e. stórri Evrustjörnu alsettri með Evru merkjum. Á sitthvora hönd hans eru 10 til 12 ára skólabörn í íþróttabúningum, reyndar hálfvandræðalega brosandi. Síðan sjást gular og blár blöðrur í bunkum tilbúnar til sleppingar og svo sést brosandi og glaður mannfjöldinn með undramyntina í höndunum og svo dunar þessi fagra músík líka undir.

Í þessu myndbandi er Evran kynnt eins og eitt af 7 undrum veraldar.

Þessi mynt sem er nú á góðri leið með að koma EVRU/ESB svæðinu í mestu vandræði frá Síðari heimsstyrjöldinni eins og Merkel Kanslari Þýskalands hefur íttrekað !

Ég segi hérna (1) "hættulegasta mynt veraldar" En þetta sagði einn af viðskiptablaðamönnum hinns virrta þýska viðskiptatímarits DER SPIEGEL fyrir skemstu þegar hann var að fjalla um Evruna og hættuna af hruni Evrusvæðisins !

Ég held að það styttist í jaraför Evrunnar, efast um að hún nái fermingaraldri sökum allra veikleikanna og svokallaðra innbygðra hönnunargallana sem mörgum virrtustu hagfræðingum heimsins hefur orðið mjög tíðrættt um undanfarið !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 13:23

3 identicon

ég gruna að stuðningsmenn evrunnar hefðu viljað fagna 10 ára afmælinu við aðrar aðstæður en núna eru í gangi :D

sleggjan (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 14:06

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er hlægilegt að líkja ESB við CCP vegna þess að ESB felst í frjálsum viðskiptum... gagnstætt því sem CCP stóð fyrir :)

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.12.2011 kl. 14:24

5 identicon

Það er ekki hlægilegt að líkja þessum miðstýrðu Stjórnsýsluapparötum saman.

Þó svo að ég viðurkenni vel að ESB apparatið er með öllu mannúðlegri ásýnd að minsta kosti ennþá.

Bæði þessi stjórnsýsluapparöt byggja á miðstýrðum og ólýðræðislegum sérfræðingaráðum og svona Æðstu ráðum með yfirstéttar Elítur sem eru með alls konar hlunnindi og fríðindi, en þurfa aldrei að standa reikningsskil gerða sinna eða aðgerðarleysis fyrir almenningi.

Gríðarleg spilling og sóun almanna fjármuna fylgir ávallt svona kerfum

Þið sem eruð svo ungir og leitandi, skoðiði endilega hvað Sovéski vísindamaðurinn og andófsmaðurinn Vladímír Bukosky sem sat í mörg ár í fangabúðum Gulagsins vegna gagnrýni sinnar á Sovétt forystuna segir um þessi tvö skrifræðis kerfi.

En hann hikar ekki við því að vara alvarlega við ESB stjórnsýslunni og bera athafnir þeirra og ólýðræðisleg vinnubrögð saman við ófögnuðinn í USSR !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 15:21

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef ESB væri svona komma CCP dæmi þá mundi VG vera heillaður af þessu... enda gamli kommar og vinstri menn í meirihluta VG.

En svo er ekki.

VG kalla ESB frjálshyggju og auðmagns bandalag. 

Staðreyndirnar tala sínu máli.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.12.2011 kl. 21:26

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

En þessi stærsta missmíði mannkynssögunnar það er ESB risaeðlan sem er þríhöfða þurs. Einn þursinn þjónar auðmagninu og mokar undir það. Öll helstu stórfyrirtæki ESB landana verða að hafa haug af lobbyistum í Brussel og Strassbourg til þess að mýkja þar embættisaðalinn og passa uppá að ekki sé gengið á móti hagsmunum fyrirtækja þeirra.

Annar þursinn sér um allar millifærslurnar til landbúnaðarins og aðra sukkstyrki og ölmusufé til iðnaðar og fiskveiða. Hann heldur líka utan um að draga sífellt meiri völd til Brussel og vinnur að því að gera ESB að einu stórríki. Hann sér einnig um að umbuna liðinu vel og gefa vel á garðana. Innra skipulag og Reikningsskil og bókhald sambandsins er líka á þeirra könnu.

Þriðji þursinn sér um að taka ábyrgð á ölu sukkinu og svínaríinu sem farið hefur fram í nær öllum Einkabönkunum á ESB svæðinu. Það er gert með því að þjóðnýta tapið og bæta það upp með björgunarsjóðum sem fást með skattpíningu og lækkuðum lífskjörum allra þessara landa, lækka líka laun og bætur og skera niður í félagslegu þjónustunni. Það verður að passa að bankarnir tapi sem minnstu en almenningur verði helst með öllum ráðum látinn borga allan brúsan. Þennan þurs sem gætir þannig fjármagnsins fyrir bankabrasksukkarana. að ætla sér að lækna rotið og ónýtt bankakerfi með því að láta almenning borga kalla ég nú bara Sósíalisma Andskotans.

Þessir þursar þrír eru misjafnar blöndur af últra frjálshyggju og svo steingeldum og spuilltum kratisma og loks vondum og spilltum fyrirtækjasósíalisma.

Gunnlaugur I., 2.12.2011 kl. 22:24

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er peningar til landbúðanarmála á Íslandi eitthvað skárra?

Það er meiri sukk og svínarí á Ísland heldur en ESB.

Við hendur meiri pening í landbúnaðarmál heldur en ESB miðað við höfðatölu

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.12.2011 kl. 22:32

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo höfum við eitt mörghundruð milljörðum í okkar bankakerfi og skorið niður velferðaþjónustuna... og lækkað laun.

Þú ert í ruglinu Gunnlaugur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.12.2011 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband