Miðvikudagur, 30. nóvember 2011
IPA styrkir eru til góða.
Þetta er ánægjulegar fréttir. Við fáum erlend fé inn í landið til þess að styrkja innviði Íslands.
Efnahagsleg áhrif fimm milljarða í erlendu fé til landsins jafgilda fimm milljarða fjárfestingu. Þetta skapar atvinnu, tekjur ríkissjóðs og eftir þetta alltsaman þá endar Ísland með betri stjórnsýslu. Sem er ekki vanþurfa á.
hvells
![]() |
Frumvarp um IPA-skattleysi lagt fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sleggjuhvellur ósköp ertu lítils virði að fagna þessum blóðpeningum og hreinlega mútuþægni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 22:23
Þetta eru hvorki blóðpeningar né mútur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 22:58
Sleggjan og Hvellurinn. Ert þú ekki til í að útskýra, rökstyðja og kenna okkur hinum, sem erum svo vitlaus að skilja ekki tilganginn í atburðarrásinni?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2011 kl. 00:22
Þetta er nú frekar skýrt fyrir alla sem sjá ekki ESB djöfulinn i hverju horni.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.12.2011 kl. 08:20
Tveir kæru "EFASEMDARMENN"
Ekki veit ég afhverju þið eruð svona ánægðir með ESB.
Ég var það líka á árum áður. Svo komst upp ein mútuherfa sem var af þeirri stærðargráðu sem við íslendingar getum tæpast áttað okkur á.
Maðurinn sem kom upp um þá óhæfu, var mjög hátt settur hjá ESB. Ég meina einn af stóru möppudýrunum. en hann var ekki spilltur. Því fór sem fór. Hann var ekki rekinn, en hann
fékk það embætti að skifta um ljósaperur í ESB.höllinni.
Þannig var honum launað fyrir að koma í veg fyrir milljarða stuld. Mig minnir að þessi maður hafi verið enskur. En þeir seku voru frakkar og þjóverjar. Gangi ykkur vel VG. og Samf.
í samstarfi við ESB. Ég vona að þið notið útrásarvíkingana í samstarfið. Kannski þekkja þeir reglurnar frá fornu fari.
Jóhanna (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 18:26
Er engin spilling á Íslandi. Ég veit ekki betur en að eitt stykki tukthúslimur sé á Alþingi í dag.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.12.2011 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.