Sérstakur þarf að fara varlega.

Ég trúi því að Sérstakur saksóknari er að vinna vinnuna sína vel en hann ber að fara varlega í sínum rannsóknum.

Ekki setja menn í gæsluvarðhald nema nauðsýnlegt er. Þetta á að vara neyðarúrræði.

Ekki láta fjölmiðla eða lýðskrum hafa áhrif á dómgreindina sína.

Læra af sögunni t.d Hafskipsmálið og læra á þeim mistökum sem gerð voru í því máli þar sem saksóknari fór í offorsi og hnepptu saklausum mönnum í gæsluvarðhald.

Ananrs óska ég sérstökum saksóknara góðs gengis.

hvells


mbl.is Vill fjóra í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vertu nú ekki að verja þessa fjandmenn Íslands því við megum ekki við því!

Sigurður Haraldsson, 30.11.2011 kl. 22:42

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er ekki að verja þá á neinn hátt.

Ég er einfaldlega að hvetja saksóknara að vinna fagmannlega og forðast þessar nornaveiðar sem skríllinn er að leytast eftir.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 23:00

3 identicon

Sæll.

Sennilega veit það á gott að þetta taki tíma, svona rannsóknir taka víst langan tíma og eru ábyggilega flóknar. Annars hef ég minnstar áhyggjur af sérstökum heldur meiri af dómurunum sem koma til með að dæma í þessum málum.

Í Exeter málinu, ef ég man rétt, sá bara einn dómari af þremur hvernig málum var í raun háttað. Í Baugsmálinu sáum við vel hve slappir margir dómararnir hérlendis eru, þeir eru í essinu sínu í sjoppuránum en um leið og málin verða aðeins flóknari vita þeir ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Þeir eru líka of viðkvæmir fyrir tísku og tíðaranda sbr. þegar e pillurnar komu hingað fyrst og þetta meinta handrukkaraatriði í Kompás fyrir nokkrum árum.

Áhyggjur mínar beinast því að dómstólunum því það er algert lykilatriði að hér fari fram uppgjör og þeir sem brutu af sér fái dóma - þessum kafla sögu landsins verður að loka með dómum. Brotamenn þessir geta ekki labbað um landið sem fínir pappírar í fínum stöðum. Brot þeirra eiga að loka ansi mörgum dyrum fyrir þeim.  Með tilliti til þess hvernig dómstólar hafa staðið sig í gegnum tíðina er maður ekki bjartsýnn en afar brýnt er að þeir sem brutu af sér fái dóma svo fólk sjái að á þessu sviði er réttlætinu líka útdeilt.

Helgi (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband