Miðvikudagur, 30. nóvember 2011
Hlutlausar fréttir stuðla að upplýstri umræðu.
Þetta eru ánægjulegar fréttir og ég er viss um að Birna mun standa sig vel í nýju starfi.
Íslendingar eru mjög efins útí ESB aðalega vegna þess að þeim skortir hlutlausa fræðslu.
Fólk hefur ranghugmyndir einsog ESB mun taka orkuna okkar, fiskinn og allar auðlindir. Við munum missa sjálfstæðið, Íslendingar verða sendir í ESB herinn og fáum evruna ekki fyrr en eftir 25-30ár.
Allt þetta er einfaldlega ekki satt og það er mjög jákvætt fyrir allan almenning að fá hlutlausar upplýsingar um ESB til þess að eyða lygum og ranghugmyndum...sem koma aðalega frá Heimsksýn og Evrópuvaktinni.
hvells
![]() |
Ráðin framkvæmdastýra Evrópustofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað gera sér allir grein fyrir því að um hlutlausa starfsemi verður ekki að ræða. Enda er í raun hlutlaus fréttaflutningur ekki til, en það er önnur saga.
Það bendir heldur ekki til góðs að starfsemin skuli hefjast með hálfsannleik, því nafn áróðursskrifstofunnar er notað til að fela upprunann. Það er ekki Evrópa sem kostar skrifstofunar og henni er ekki ætlað að kynna starfsemi Evrópu. Hún er kostuð af Evrópusambandinu og er ætlað að reka áróður fyrir því. Rökrétt nafn hefði því verið Evrópusambandsstofa. En þar sem Evrópusambandið er frekar laskað vöruheiti er brugðið á það ráð að bera fyrir sig hálfsannleik.
Það sætir líka undrum að erlent ríkjasamband skuli setja á stofn á Íslandi áróðursskrifstofu til að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga á Íslandi. Það sætir undrun að Íslensk stjórnvöld skuli ekki stöðva slíkt.
En það er hryggilegt þegar Íslendingar fagna því að erlendir aðilar reyni með þeim hætti að blanda sér í innlendar kosningar.
G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2011 kl. 18:05
Þetta er ekki áróðursskrifstofa.
Þetta verða hlutalusar upplýsingar til þess að fræða Íslendinga um kosti og galla ESB.
Svo tekur fólkið ákvörðun þegar samningur lyggur fyrir :)
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 18:25
Það er ekkert til sem heitir fullt hlutleysi. Það er auðvitað staðreynd. Margir fjölmiðlar reyna hvað þeir geta, en auðvitað næst slíkt aldrei.
Áttu von á því að skrifstofan eigi eftir að dreifa miklum upplýsingum um galla í hugsuninni á bakvið euroið, sem nú er að koma svo "skemmtilega" í ljós?
Að að frammi liggi bæklingar þar sem lýðræðishallinn innan sambandsins er krufinn til mergjar?
Meira að segja nafnið á fyrirbærinu lýsir því hvernig hlutleysið verður meðhöndlað. Ísland hefur ekki sótt um aðild að Evrópu og á skrifstofunni verða ekki að finna sérstakar upplýsingar um Evrópu. Þar verða fallegar og fegraðar upplýsingar um Evrópusambandið. En Evrópusambandsstofan hljómar ekki nógu sölulega um þessar mundir og því er gripið til hálfsannleiks.
G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2011 kl. 18:35
Að gefa út bælking um neikvæðan lýðræðishalla og segja fólki að ESB er að fara til fjandans .. það er ekki hlutlaust.
Það er heldur ekki hlutlaust að segja að ESB sé eitthvað himnaríki.
Þessi stofna kemur með hlutlaustar upplýsingar t.d hvernig þingið virkar og ráðherraráðið. Hvernig lýðræðið er þar núna.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 21:30
Það er staðreynd að það ríkir lýðræðishalli innan ESB. Til dæmis sú staðreynd að mýmargir æðstu stjórnendur ESB eru aldrei kosnir. Er eitthvað verið að halla réttu máli þó að talað sé um það?
Er eitthvað verið að halla réttu máli þó að talað sé um að endurskoðendur "Sambandsins" neiti ávallt að samþykkja reikningana?
Er það ekki nógu hlutlaust að segja frá óhrekjanlegum staðreyndum?
Er það hlutlaust að reyna að fjarlægja "Sambandið" úr heiti áróðursskrifstofunnar og kalla hana "Evrópustofu"?
Kemur Evrópa eitthvað nálægt því að setja hana á stofn eða fjármagna?
G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2011 kl. 01:21
@ G Tómas
Evrópuvaktin og Heimssýn fengu sína styrki fyrir neikvæðan áróður. Hvað er vandamálið.
sleggjan (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 08:22
Áróður er auðvitað jákvæður eða neikvæður eftir því hvoru megin hryggjar sá sem talar situr.
Auðvitað verður skrifstofa kostuð af "Sambandinu" ekki hlutlaus. Það verða samtök eins og Já Ísland, Sterkara Íslands, Evrópusamtökin , Heimssýn, Evrópuvaktin o.s.frv. ekki heldur (Samtök beggja megin hryggjar fengur styrk frá Íslenska ríkinu).
En það er einsdæmi að erlent ríki eða ríkjasamband setji upp áróðursskrifstofu á Íslandi til aðr reyna að hafa áhrif á innlendar kosningar.
Hefðu Bretar og Hollendingar átt að setja upp skrifstofur á Íslandi til að reka áróður fyrir samþykkt IceSave samningana? Ætli Íslendingum hefði þótt það boðlegt?
Nei, þar börðust innlendar fylkingar (Já kom merkilegt nokk að mestu leyti frá þeim sem hafa hæst um "Sambandsaðild), þannig ætti það líka að vera í þessu máli.
Treystir "Sambandið" ekki "Sambandssinnum" til að koma á framfæri hlutlausum og góðum og réttum upplýsingum um "Sambandið"?
Eða á að reyna að vinna baráttuna í krafti ofureflis og peninga?
G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2011 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.