Miðvikudagur, 30. nóvember 2011
Gömul klisja.
" Gunnsteinn segir að hún hafi ekki notið góðærisins í sama mæli höfuðborgarsvæðið en hún verði hins vegar að meiri niðurskurð í kjölfar bankahrunsins."
Hann er að tala um að landsbyggðin fengu engan ábata í góðærinu miðað við rvk og þeir þurfa að skera meira niður á landbyggðinni núna.
Þetta er bara gamalt raus. Tákn góðærisins er Kárahnjúkavirkjun og ekki var hún reist í 101RVK. Svo hefur farið fram gríðarlegur niðurskurður í Reykjavík. T.d hefur Landspítalinn þurft að skera niður við nögl.
Svo er mun minni atvinnuleysi á landbyggðinni... þar af leiðandi hefur kreppan ekki skollið eins mikið á landsbyggðina.
Svoa lygar sem Gunnsteinn varpar fram dæmir Gunnstein sjálfan meira en allt annað.
hvells
![]() |
Íbúarnir fengu enga kynningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sælir; Sleggju / Hvellir !
Mér finnst nú rétt; sem skylt - að koma Gunnsteini Hellu Hreppsstjóra, til nokkurrar varnar, hér á síðu.
Víðast; austan Þjórsár, náði Helvítis gróða bólan (2003 - 2008), vart að ná fótfestu, nema þá, í nýja hverfinu á Hvolsvelli, einna helzt + 1ar götu, á Hellu.
Lítið ykkur nær; Reykvízkir og nágrannar ykkar- og skoðið Glerhallir ykkar sjálfra, í Borgartúni og víðar, auk fjölmargra Drauga hverfanna, sem auð og tóm munu standa, áratugunum saman, nema fólk flytji sig, úr eldri hverfum ykkar - yfir; í þau nýju.
Að minnsta kosti; er flestum ljóst, að Íslendingum fjölgar lítt, á næstu áratugum (til þess að fylla þau hverfi), fremur en Japönum, og ýmsum öðrum frændum mínum, þar eystra, svo dæmi sé tekið, utanlands.
Þið ættuð; að líta ykkur ögn nær piltar, áður en þið takið að býsnazt yfir ''ofþenzlu'' meintri, á landsbyggðinni, þó svo stöku pláss (Stykkishólmur - Hveragerði) hafi verið búin að taka sóttina, fyrir utan þríhyrninginn : Borgarnes - Selfoss og Keflavík/Njarðvíkur, vitaskuld,, sem alkunna er.
Með kveðjum þó; úr utanverðu Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.