Þriðjudagur, 29. nóvember 2011
ESB styður við skapandi greinar.
Þetta er jákvæð frétt frá ESB og eitthvað sem flestir Íslendingar ættu að taka undir. Skapandi greinar er orðinn vaxandi atvinnuvegur á Íslandi. Sjaldan hefur verið eins mikil gróska í kvikmyndagerð. Talað er um að hver króna sem fer í styrk til kvikmyndagerðar kemur fjárfallt til baka. Þetta stafar meðal annars á því að íslensk kvikmynd getur verið gífurleg landkynning og margir útlendingar ferðast til Íslands eftir að hafa séð áhugaverð kvikmynd um Ísland.
Svo er tónlistargeirinn að gera góða hluti á Íslandi. Útlendingar eru mjög spenntir fyrir íslenskri tónlist og skemmst er að minnast Björk og Sigurrós.
Þetta er spennandi verkefni á vegum ESB og það er gott að hafa þetta verkefni í huga og fjölmörg önnur verkefni á vegum ESB þegar við kjósum um aðildarsamninginn þegar hann lyggur fyrir.
hvells
![]() |
289 milljarðar í skapandi greinar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kata-Stroffa leikur tveimur skjöldum og svýkur kjósendur blygðunarlaust. Í orði gegn ESB, en á borði með auglísingaskrum fyrir EvróSamBlekkingunni. Henni ásamt Birni Val Gíslatökumanni er ætlað að vera kvislingur VG í stalínskri útrýmingu talsmanna úr VG. Búin að bola út Lilju, Atla og Ásmundi. Jón Bjarnason og Ögmundur eru í sigtinu. Undarlegt er líka froðunsnakk hennar varðandi LÍN í Fréttablaðinu dag. Síðan hvenær hefur tíðkast að auglýsa opinbert fyrirtæki og undirstofnun ráðuneytisins? Sannleikurinn er að sl. 3 ár hefur umboðsmaður Alþingis 7 sínnum þurft að hafa afskipti af óviðunandi stjórnsýslu LÍN. Á meðan hún sker framhaldsskólana niður í kviku stórhækkar fyrirhugað framlag til reksturs LÍN á næstu fjárlögum.
Námsmaður (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 13:38
Ert á mót því að stirkja rekstur LÍN?
Og hvernig þú tengir þessu atriði við ESB er með öllu óskiljanlegt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.11.2011 kl. 14:09
Rekstur felur í sér laun og yfirstjórn, EKKI framlög til útlána! Viljið þið hækka laun og yfirstjórn þarna?
Almenningur (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 15:31
Einmitt! Á ekki að heita aðhald og niðurskurður, td. lífsauðsynleg mönnun á spítölum? Svo skrifaði ég "undarlegt er líka..." Ef þið viljið endilega tengingu við ESB, þá er likilorðið Kata-stroffa!
Námsmaður (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 15:48
Neibb.
Ég hef ekki kynnt mér þetta LÍN mál. Enda var ég ekki að blogga um það.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.11.2011 kl. 15:48
En svona almennt þá er gott að stirkja menntakerfið vegna þess að peningarnir sem fara í það koma margfallt til baka.
Þess má geta að nemendur sem eru á námslánum borga sín lán til baka ásamt vöxtum og VERÐTRYGGINGU en fólk sem er t.d á bótum þurfa ekki að borga neitt til baka.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.11.2011 kl. 15:50
Þú veist augljóslega ekki að það er búið að afnema ábyrgð á námslánum. Það verður aðeins hluti sem borgar tilbaka. Þessi sleggjudómur hvellsprakk um bótaþega. Þeir eru margir búnir að greiða í sjóði í áratugi. Þessi óstjórn gerir EKKERT til að örva atvinnulífi heldur ALLT til þess að bregða fyrir það fæti!
Almenningur (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 17:27
Allt í rífandi gangi hjá Samfó og VG!
Sjá:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/11/29/hefur_tekid_yfir_1400_ibudir_a_2_arum/
Trúðurinn (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.