Laugardagur, 19. nóvember 2011
Sjálfstæðisflokkurinn er að einangra sig. Þeir verða í stjórnarandstöðu næstu 6 árin.
Sjálfstæðisflokkurinn er að loka sjálfan sig í annan endan með þessari ályktun. Sálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin geta ekki unnið saman og með þessari hegðun Sjálfstæðismanna eru hægri mennirnir að gera VG að flokki sem verður í oddastöðu eftir næstu kosningar.
Þetta kalla ég að skjóta sig í fótinn.
Það er greinilegt að Sjálfstæðismenn finnast fínt að vera í stjórnarandsstöðu... það er kannski ágætt.
hvells
![]() |
Hlé verði á aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef aldrei stutt Sjálfstæðisflokki en ef þeir standa við þá stefnu sem þeir virðast vera að taka núna er aldrei að vita nema ég krossi við þá í næstu kosningum.
Camel, 19.11.2011 kl. 16:19
Nei sleggjuhvellur þetta verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fær topp fylgi út á ESB andstöðu en VG og Samfylkingin þín munu sitja uppi með svarta pétur.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 16:34
það eru fjölmargir sem ætla ekki að kjósa xd vegna þessara afstöðu.
meirhluti kjósenda vilja klára viðræðurnar og fylgið við xd mun hrapa... vissulega mun nokkrir ofgasinnar einsog camel kjósa einangrunarflokkinnn... en meiklu fleiri einstaklingar munu einfaldlega yfirgefa flokkinn og kjósa eitthvað annað.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 16:51
Sleggjan og hvellurinn bull og þvaður
Örn Ægir (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 17:13
Jæja, sleggjuhvellur. Eru þeir sem eru á öðru máli en þú öfgasinnar ?
Ég verð nú bara að segja að fyrir mína parta þá ættu núverandi stjórnarflokkar að hvíla næst, báðir.
Camel, 19.11.2011 kl. 17:14
Það er nú bara spurning um hvaða skoðanakönnunum við kjósum að trúa, hvoru megin ESB minni-hlutinn liggur :)
Sölvi Fannar Viðarsson, 19.11.2011 kl. 17:16
Ykkur til uppfræðslu þetta: Þegar rætt var um að sækja um í ESB, þá vildu 76% þjóðarinnar fá að kjósa um hvort lagt væri upp í þá ferð. Því var hafnað, sem og frumvarpi um þjóðaratkvæði. Umsóknin er því án umboðs þjóðarinnar enda hafna tæp 70% inngöngu í ESB. Þetta eru staðreyndir.
Skoðanakönnun Sterkara íslands er hlutdræg í meira lagi hvað varðar spurningar. Deginum áður var einfaldari og afdráttalausari könnun kynnt, þar sem meirihluti vildi draga umsóknina til baka. 35% vildu halda bjölluatinu áfram.
Í nýlegri könnun mældist fylgi við sjálfstæðisflokk 42% og ókynnt framboð Lilju Mós 20%. Samfylkingin fékk 9% og VG 6%. Komist sjálfstæðisflokkur að, þá eiga Samfylkingin og VG það skuldlaust.
Ég er langt frá því hrifinn af sjálfstæðisflokki og vona svo sannarlega að spár rætist ekki um velgengni þeirra, en á meðan Samfylkingin heldur úti þráhyggju sinni um inngöngu í ESB, sem er fyrirfram dauðadæmt verk, þá fær hún ekki hljómgrunn kjósenda. Á því máli hangir sá flokkur og er í þessum töluðu að fremja sjalfsmorð í beinni með vitfirringunni.
Þið skuluð svo ekki gleyma að Samfylkingin er annar tveggja hrunflokka og á kannski stærstan þátt í því að fela óþægilegar staðreyndir um aðvífandi hrun. Kúlulánasukkið og innherjabraskið var einnig öllu svakalegra þar en annarstaðar.
Þið eruð brjóstumkennanlegir í fáfræði ykkar og trúarofstæki. Rétt eins og rollur í rétt.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2011 kl. 17:39
þess má geta að ég hef aldrei og mun aldrei kjósa samfylkinguna...
þú mátt gaspra einsog þú vilt um þennan flokk. en það kemur mér ekkert við. fyrir mér þá má þessi flokkur þurkast út eftir næstu kosningar.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 18:10
Þar með þurrkast draumur ykkar um ESB út. Þið kunnið að leggja tvo og tvo saman er það ekki? Útkoman er ekki simsalabimm.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2011 kl. 19:06
Ég dreymi enga drauma um ESB. Ég vill samt klára þetta ferli en ég mun fella samninginn um leið og það mun halla á Ísland.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 19:12
ég er bara einsog flestir Íslendingar. Ég vill sjá samninginn og taka svo ákvörðun í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Nei eða JÁ. Það kemur í ljós hvað ég kýs.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 19:13
Þess má geta að hvorugur okkar er skráður í JáÍsland, Sterkara Ísland eða Evrópusamtökin.
Annað en þú Jón. Örugglega innvinklaður í Heimsksýn og sérð kölska í ESB og villt líklega heldur ganga undir Noreg sem fyrst.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 19:15
Jón Steinar. Þarna ert þú alvarlega að snúa staðreyndum á haus. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru það ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem margítrekað hélsu óþægilegum staðreyndum leyndum fyrir ráherrum Samfylkingarinnar. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er hrunflokkurinn númer eitt tvö og þrjú. Það er hann sem á merstu sökina. Á eftir kemur Framsóknarflokkurinn sem var með honum í stjórn meðan þeir atburðir gerðust sem leiddu til hrunsins.
Vissulega var Samfylkingin í stjórn seinustu 17 mánuðina fyrir hrun en samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þá var orðið of seint þegar á árinu 2006 að koma í veg fyrir hrunið þannig að það var þegar orðið of seint áður en Samfylkingin kom inn í ríkisstjórn árið 2007. Því er það svo að það eina sem hægt er að ásaka Samfylkinguna fyrir er að hafa ekki farið út í aðgerðir til að lina höggið en í því efni þarf að horfa til þess að ráðherrar Sjálfstæðiflossins héldu staðreyndum um það hversu slæmt ástandið var orðið leyndum fyrir ráðherrum Samfylkingarinnar.
Ég verð að segja eins og er að ég er hissa á því hversu margir eru haldnir þeirri sjálfseyðingarhvöt að vilja Sjálfstæðísflokkinn aftur til valda.
Sigurður M Grétarsson, 19.11.2011 kl. 21:33
Miðað við árangurinn í núverandi ríkisstjórn þá kemur mér það ekkert á óvart að fólk vill allt annað en VG og XS lengur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 22:15
Sleggjan og Hvellurinn. Atvinnuleuysi hefur minnkað, fjárlagahalli hefur farið úr rúmum 200 milljórðum á ári í 42 milljarða, vextir hafa lækkað úr 18% í 4,75%, samdráttur í landsframleiðslu hefur breyst í hagvöxt, skuldatryggingaálag ríkissjóðs hefur farið úr 1.300 punktum í 300 punkta. þrátt fyrir mikinn samdrátt í tekjum ríkisins og þjóðfélagsins í heild vegna hrunsins, sem átti sér stað áður en þesi ríkisstjórn tók til valda hefur náðst mikill árangur í að hlífa þeim lakast settu við því að taka á sig byrgðar hrunsins og hefur þeim að mestu verið dreift á þá sem betur mega sín.
Ég er ekki alveg að átta mig á því hvað er svona slæmt við þetta. Getu þú útskýrt það?
Sigurður M Grétarsson, 19.11.2011 kl. 22:31
Þessir hlutir sem þú nefnir gerðust þrátt fyrir vinstri stjórnina.. ekki vegna hennar.
Það var mun meiri og dýpri samdráttur á Íslandi en t.d á norðurlöndunum vegna þessarar helferðarstjórnar.. svo hafa fjárferstingar á Íslandi aldrei verið lægri frá upphafi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2011 kl. 02:11
Hvernig væri staðan í atvinnuleysismálum ef þessir tæpu 20.000 brottfluttir væru hér ennþá...????? Þetta er ein sú versta blóðtaka sem þjóð getur lent í að missa svona stóran hóp úr sínu landi. Ég átta mig mig ekki á því hvað SMG (15) sér svona gott við það.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 16:03
smg er í ruglinu
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2011 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.