Laugardagur, 19. nóvember 2011
Til fróðleiks.
Ég var að lesa skýrslur frá Samál. Margt fróðlegt sem kemur þar fram:
Hverju skila álfyrirtækin inn í íslenskt þjóðarbú?
Um 40% af heildarútflutningstekjum álfyrirtækjanna er varið til kaupa á raforku, annarri innlendri vöru og þjónustu og til greiðslu launa og opinberra gjalda á Íslandi. Þetta samsvarar um 70 milljörðum króna á síðasta ári.
Hversu margir hafa atvinnu af áliðnaðinum?
Hjá fyrirtækjum í greininni starfa um 1.800 manns. Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má gera ráð fyrir að starfamargfaldari áliðnaðarins sé 1,4. Þannig hafa um 4.300 manns framfæri sitt af álframleiðslu með beinum hætti.
Er eftirsótt að starfa í álverum hér á landi?
Starfsmannavelta í álverum á Íslandi er mjög lítil enda eru að jafnaði greidd mun hærri laun þar en á almennum vinnumarkaði. Að meðaltali voru regluleg laun starfsfólks í álverum 363 þúsund á mánuði árið 2009 og heildarlaun 437 þúsund. Til samanburðar eru regluleg laun verkafólks 238 þúsund og heildarlaun 320 þúsund samkvæmt gögnum frá Hagstofunni. Á bakvið heildarlaun verkafólks voru 44,5 vinnustundir á viku en 43,2 í álverum.
hvells
![]() |
Undirbúa þrjár smávirkjanir í Blöndu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.