Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
SUS eru með Hörpuna á heilanum.
SUS geta ekki talað um annað en Hörpuna. Þetta er sorglegt í ljósi þess að fleiri stærri mál eru mun mikilvægari og ef þetta er framtíðin í Sjálfstæðisflokknum þá verður þetta örflokkur í framtíðinni.
Svo skít ég inní að það er greinilegt að einhverjir kappar úr SUS eru að skrifa Fuglahvísl á AMX.is. Þeir eru álíka taugaveiklaðir þegar kemur að Hörpunni.
Harpan er dýr og hún átti ekki að vera á könnu ríkisstjórnarinnar. Hún átti að vera fjármögnuð af Landsbankanum (var ekki Kjartann Gunnarsson varastjórnarmaður þar? Jafnframt að vera framkvændastjóri Sjálfstæðisflokksins) en ríkið fékk þetta verkefnið í fangið.
Þetta er dýrt apparat en allt er gert til þess að skapa tekjur í sambandi við Hörpuna. Nú er verið að fara að byggja luxushótel við Hörpu og ef ráðstefnuhald eykst til muna þá getur Harpan borgað sig. Vissulega er þetta alltof stórt hús og hefði átt að vera minna en taugaveiklun SUS í sambandi við Hörpuna er alveg óskiljanleg. Sérstaklega í ljósi þess að hinumegin við götuna er Seðlabanki Íslands sem hefur skapað Íslendingum margfallt meira tjón og er langt stærsta skaðinn í hruninu.
Þessi munur gæti skýrst á því að Egill Helgason hefur komið í Hörpuna og Davíð Oddson var Seðlabankastjóri.
Sorglegir kappar.
hvells
![]() |
Harpa botnlaus hít |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tja SUS koma mér á óvart í þetta skipti, þeir tala af viti.
Jonsi (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 13:43
Tvíeyki, þú værir líka með Hörpuna á heilanum ef þú byggir í Vesturbænum. Aðalumferðaræðin að austan, sú eina sem ekki beinlínis liggur í gegnum íbúðargötur, hefur verið eyðilögð. Framhjá höllinni var umferðarhraðinn nefnilega lækkaður í 30 km/klst. Þar búa þó engin börn.
Þar af leiðandi fer nú megnið af olíuflutningum og öðrum þungaflutningum til/frá Granda nú um íbúðargötu, aðeins sunnar. Þar sem mörg börn búa.
Kolbrún Hilmars, 17.11.2011 kl. 15:31
Ég bý í vesturbænum, hef ekki fundið fyrir óþægindum ennþá.
sleggjan (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 16:55
Alrangt að ríkið hafi fengið þetta hús í fangið.
Alveg al-al-alrangt
Húsið stóð þarna, ekki einu sinni fokheld og ríkinu kom það nákvæmlega ekkert við.
Auðvitað svíður fólki að það skuli endalaust vera hægt að henda miljörðum í þennan klump sem ekkert er með að gera og ríkinu kom ekkert við, á sama tíma og það þarf að skera niður í velferðarkerfinu til að fjármagna þessa vitleysu.
Sigurður (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 17:25
alrangt?
áttum við að hafa hálfklárað hús þarna til frambúðar?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.11.2011 kl. 21:25
Þú sleggja. þú hlítur að vera þroskaheftur svo þér er fyrirgefið. Veistu hvað þetta kostaði? Veistu hvað er búið að skera mikið niður hjá spítölum og skólum? það eru svona vanvitar eins og þú sem komu okkur þar sem við erum núna það er nú málið.
óli (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 23:30
Þetta er nú barasta eins og allt hérna, þessi klumpur er stórfallegur og vekur athygli, bætir ferðaþjónust, það verður byggt hótel og margir munu græða á einn og annan hátt í kringum þetta allt saman og sá gróði lendir í vasan hjá fjárfestum og flottu fólki sem á það svo sannarlega skilið, kanski getur tekst þeim jafnvel að koma einhverju af gróðanum jafnvel í felur, en auðvitað verða skattgreiðendur að taka á sig óarðbæran kostnað sem hlíst af þessari byggingu og rekstur hennar, annað er nú ekki nema sangjarnt gagvart því fólki sem á eftir að njóta hennar
Siggi (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 23:53
Ef harpan er sjálfbær þá þarf ríkið ekki að dæla frekara fjármagni í hana. Þetta hús mun aldrei nokkurntíman skila okkur neinu nema tapi, enda var enginn einkaaðili sem hefur atvinnu af fjárfestingu nógu vitlaus til að setja verulegt fjármagn í hörpuna.
Siggi (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.