Mánudagur, 14. nóvember 2011
AMX vaktin.
Þeir segja að minnihluti SA vill klára ESB viðræður. Það er mjög langsótt að halda því fram. Staðreyndin er sú að SA samþykkti að klára eigi viðræðurnar og leggja svo samninginn í dóm þjóðarinnar. Atvinnulífið vill það og þvi ber að virða. Enda tekjur Íslands verða til á atvinnulífinu. Hvergi annarstaðar.
En þessi blekking AMX er álíka gáfuð ef ég vitna í þessa undirskriftasöfnun þar hafa 8000 manns skráð sig og hvetja stórnvöld til þess að draga umóknina til baka. Eru þá 8000/320.000 = 2,5% sem vilja draga umsóknina til baka. Styðja 97,5% landsmanna aðildina að ESB. Ok samkæmt vinnubrögðum AMX þá er það nær í lagi.
hvellls
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er verið að tala um minnihluta stjórnar. Í stjórninni eiga 21 sæti (en mættu ekki allir á fundinn). Þeir sem greiddu atkvæði með því að halda uppgjafarferlinu áfram voru 10, sem er sannarlega minnihluti stjórnar.
Menn geta deilt um aðferðir og framsetningu AMX, en menn geta ekki deilt um að 10 er minna en helmingur af 21.
Haraldur Hansson, 14.11.2011 kl. 12:46
Haraldur talnasnillingur er ekki meiri snillingur en það að skilja ekki einfalda tölfræði. SA samþykkti þá áliktun að halda viðræðum áfram útaf það var meirihluti fyrir því.
Sama hvað Haraldur eða aðrir snillingar halda fram.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2011 kl. 13:34
Haraldur.. það er ekki að ástæðulausu að ég kom með þetta skynsemi.is komment.
Með sömu rökum gæti ég sagt að ESB umsókn er með 97,5% stuðning ESB.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2011 kl. 13:35
" Atvinnulífið vill það og þvi ber að virða."
Er þetta ekki galnasta fullyrðingin hér á síðunni strákar? Eru Samtök atvinnurekenda málsvari alls atvinnulífsins?
Hér er svo ekki verið að tala um inngöngu í ESB heldur aðeins það hvort halda eigi umsóknarferlinu áfram.
Það er hinsvegar sjálfdautt eins og er og því bara fjáraustur og tímabruni formsins vegna. Það vita allir. Sumir eru bara í sjúklegri afneitun.
ESB er búið og evran verður horfin innan tíðar. Hvað gera danir þá?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2011 kl. 15:29
Aðeins einn flokkur styður umsókn og inngöngu. Fylgi hans er nú 9% samkvæmt nýjustu tölum.
Um 70% þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB. Spurning hvar þið fittið meirihluta atvinnulífsins inn í þetta, en ykkur er jú fátt ómögulegt.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2011 kl. 15:33
Jón snillingur bætist hérna við umræuna. Tær snilld einsog einhverjir mundu orða þetta.
Staðreyndin er sú að meirihluti þjóðarinnar vill halda ESB ferlið til streitu. Svo verður kosið um samninginn í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2011 kl. 15:46
Kaldhæðnislegt að vera að lesa AMX-Mock færslu, og svo lesa kommentin þar sem þau eru í "amx-stíl".
Holdum okkur á réttunni kæru lesendur og bloggarar =)
sleggjan (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.