Fimmtudagur, 10. nóvember 2011
Heimssýn er ólýðræðisleg samtök.
Heimssýn vill draga umsóknina til baka og þar með hindra rétt almennings til að kjósa um samningin.
Við Íslendingar eigum rétt á að kjósa um samningin alveg einsog hin norðurlöndin.
Að reyna að hindra þennan sjáfsagða rétt þjóðarinnar til kosninga er ólýðræðislegt... einsog Össur réttilega bendir á.
Heimssýn hræðist þjóðaratkvæðisgreiðsluna sem 65% þjóðarinnar vill fara í og gerir allt til að hindra þetta lýðræðislega ferli.
hvells
![]() |
Vilja að Össur dragi ummælin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Athugasemdir
Hvenær ætlar það að komast í ykkar þykka haus INNLIMUNARSINNA, AÐ ÞAÐ ER ENGINN SAMNINGUR OG VERÐUR EKKI????????????
Jóhann Elíasson, 10.11.2011 kl. 16:17
Ef Heimssýn fær að ráða þá verða engar kosningar um samninginn rétt er það.
En það er ekki lýðræðislegt ferli.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 16:20
Þingfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna fengu að ráða sumarið 2009, þegar þeir felldu tillöguna um að umsókn um ESB aðild færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að bæta gráu ofan á svart er inni ákvæði um að þjóðaratkvæðagreiðsla að loknum "aðildarsamningi" verði aðeins ráðgefandi.
Sá sem getur lesið lýðræðislegt ferli út úr þessum samþykktum, hefur ekki efni á því að gagnrýna Heimssýn.
Kolbrún Hilmars, 10.11.2011 kl. 16:40
Guð hjálpi ráðamönnum undan hrammi lýðræðisins, ef þeir reyna að hundsa vilja þjóðarinnar. Þá mun ekki af veita.
Almenningur (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 17:22
Kolbrún það var aðalega Sjálfstæðisflokkurinn sem vildi hafa þetta ráðgefandi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 17:27
Tvíeyki, auðvitað! Að mér skyldi detta það í hug að stjórnarfrumvarp XS og XVG um ESB aðildina væri samið af þeim sjálfum. Að sjálfsögðu var það "aðllega" samið af XD.
Hvar væri eiginlega núverandi ríkisstjórn stödd ef hún hefði ekki annað hvort XD sér til ráðuneytis eða til blórabögguls?
Kolbrún Hilmars, 10.11.2011 kl. 19:15
Sæll.
Tek undir með JE, það er afar misvísandi að kalla viðræðurnar samningaviðræður enda ekki verið að semja um annað en við tökum upp regluverk ESB. Ég er rosalega undrandi á atvinnupólitíkusum sem segja sem svo að við eigum að sækja um og sjá hvað er í pakkanum, það er alveg ljóst hvað er í pakkanum og ekki um neitt að semja. Það er afar sorglegt þegar atvinnupólitíkusar vita ekki betur.
Fá ESB sinnar ekki bakþanka vegna:
1) Icesave málsins, þar gat ESB ekki einu sinni farið að eigin reglum!?
2) Makrílmálsins, ESB vill ekki leyfa okkur að leyfa makríl innan okkar eigin lögsögu? Ef við værum í ESB fengjum við vafalítið ekkert að veiða af makrílnum í okkar gömlu lögsögu.
3) Staða evrunnar, staðan í efnahagsmálum ESB ríkjanna flestra er afar slæm og einkageirinn þar er að minnka sem þýðir minni skatttekjur hins opinbera. Evran er ástæða vandræða margra þjóða innan ESB enda var evran ekki tekin upp af efnahagslegum ástæðum heldur pólitískum. Afleiðingarnar blasa við en margir vöruðu við þessu.
4) Breyttrar stöðu innan ESB frá því sótt var um. ESB hefur gjörbreyst og hugmyndir um að breyta því verulega, þetta er því ekki sama samband núna og sótt var um aðild að. Svo er ESB auðvitað með eindæmum ólýðræðislegt.
Hvað þarf til að ESB sinnar hugsi málið upp á nýtt?
Helgi (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 20:57
1) þetta var ekki ESB heldur Íslendingar. Svo eru þetta EES reglur. Við gátum ekki farið eftir þeim.
2) Við erum með betri samningstöðu vegna ESB umsóknina. Það hefur komið fram.
3)Krónan er ekki skárri. Evran er allavega ekki í höftum. Ástandið í t.d Grikklandi er ekki evrunni að kenna heldur þeim sjálfum.
4) Þetta er sama ESB og við sáttum um. Það hafa ekki orðið neinar stórvænlegar breytingar í ESB. Seinasta stóra breytingin var Lissabon sáttmálinn og hann var samþykktur áður en við sóttum um.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2011 kl. 08:59
@hvells:
ESB gat ekki farið að eigin reglum varðandi Icesave, hvers vegna heldur þú að þeir séu nú að breyta tilskipunum sínum þannig að ríkistrygging sé á tryggingasjóðum?
Við erum ekki að semja um eitt eða neitt við ESB, annað eru sjálfsblekkingar - við tökum upp þeirra reglur. Kynntu þér þetta.
Krónan er í höftum vegna þess að Sf vill það, höftin eru verk ríkisstjórnarinnar enda vilja stjórnarliðar að ríkið skipti sér að nánast öllu. Jú, staðan í Grikklandi er evrunni að kenna enda keyptu Grikkir miklu meira af ódýrum vörum frá Þýskalandi en þeir höfðu efni á vegna evrunnar, þeir hefðu ekki getað þetta ef þeir hefðu haft drögmuna. Evran leiddi því til skuldsetningar (vegna viðskiptahalla) og falsks kaupmáttar almennings í Grikklandi sem engin innistæða er fyrir. Ein spurning: Veistu nokkuð af hverju Þjóðverjum er svona umhugað um að halda evrusamstarfinu áfram? Hint: Það er ekki af góðmennsku við aðra!
Hafa virkilega engar breytingar átt sér stað í ESB? Hvaða hugmyndir eru Merkel og Sarkozy að ræða? Veistu það? Var skuldakreppa að sliga ESB þegar við sóttum um aðild? Staðan hefur breyst mikið.
Helgi (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.