Fimmtudagur, 10. nóvember 2011
Útursnúningur.
Þó að það sé verið að ræða hitt og þetta um tveggja hraða samband þá skiptir það nákvæmlega engu máli.
Það hefur ekkert breyst innan ESB þó að vissulega eru vandræði þar einsog annarstaðar.
Þetta er stórfurðuleg umræða um ekki neitt.
Ef menn vilja ræða um ESB þá er það bara gott mál en að koma með svona þvælu og talandi um að Össur á að leysa vanda evrunnar. Hvaða vitleysa er í gangi. Afhverju ræða menn ekki einsog fullorðinir einstaklingar á Alþingi.
Það er nóg u að ræða varðandi ESB og umsóknina í stað þess að snúa umræðuni uppí bull.
Sigundur fær falleinkunn.
hvells
![]() |
Spurði hvaða ESB Ísland ætti að ganga í |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Raunin er sú að ESB logar endanna á milli.
Grikkland er bara smádropi þar sem ef að Ítalía fer fylgir Spánn með og þar með líka Portúgal og standa þá lánendur þeirra Belgar og Frakkar illa. Falli Frakkar dregur Þýskaland sig út úr EURo sem er þá jafn dauður gjaldmiðill og krónan.
Að ganga í ESB undir þessum þunga nið er álíka gáfulegt og að kaupa sér hús meðan það stendur í björtu báli og ekki vitað hvort slökkviliðið nær undirtökunum eða kofinn brenni til grunna.
Óskar Guðmundsson, 10.11.2011 kl. 13:04
Það er ranglega hermt eftir í morgunblaðinu að það sé verið að ræða það að gera ESB að tveggja hraða sambandi. Slíkt kemur ekki til greina að hálfu aðildarríkjanna. Alveg óháð því sem kemur fram hjá forseta Frakklands.
Efnahagsvandamál Evrópusambandsríkjanna verða þó allavegna leyst. Ég er ekki svo viss um að lausn fáist í efnahagsvandamál Íslendinga.
Jón Frímann Jónsson, 10.11.2011 kl. 13:22
Það er orðið álitamál hvort verður næst í röðinni á eftir Ítalíu, Spánn eða Frakkland. Það hefur farið hljótt um stöðu Frakklands, en hún er mun verri en menn vilja vera láta. Ástæða þess að Sarkozy hefur lagt allt kapp á að bjarga Grikkjum er sú að ef og þegar Grikkland fellur þá eru Frönsku bankarnir búnir að vera og Franska ríkið getur ekki bjargað þeim.
Evru-samstarfið hefur steytt á skeri sem það getur ekki losnað frá, það mun liðast í sundur og sökkva í sæ.
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.11.2011 kl. 14:42
Það hefur ekkert breyst innan ESB
Þetta er líklega einn besti brandari sem ég hef heyrt lengi.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2011 kl. 23:35
Ég sé að hinir alvitru ESB andstæðingar tjá sig hérna. Gallin er að þeir eru hvorki alvitrir eða vita nokkuð um ESB.
Staða Frakklands er AAA, á meðan Ísland er í ruslflokki. Þó svo að það séu einhver vandamál. Þá er ESB og Evran ekki að fara neitt. Enda er hagstærðin 30% af öllum efnahag heimsins.
Vilja andstæðingar ESB á Íslandi fá að vita hvað gerist fyrir efnahag ríkja eins og Ísland ef að efnahagskerfi Evrópu mundi hrynja á einni nótt. Efnahagur Íslands mundi þurrkast út fyrir fullt og allt í minnsta kosti 50 ár eða meira.
Jón Frímann Jónsson, 11.11.2011 kl. 00:36
Auðvitað erum við í ruslflokki ríkisstjórna heimssins Jón Fr. Úrvalið bíður eftir að komast að til að bjarga okkar ástsæla Íslandi.
Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2011 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.